Óbólusetti fíllinn í herberginu Ólafur Hauksson skrifar 3. janúar 2022 10:31 Óbólusett fólk er aðalástæðan fyrir núverandi álagi á heilbrigðiskerfið, sem síðan leiðir til harkalegra smitvarna og tilheyrandi tekjutaps í mörgum atvinnugreinum. Að ekki sé talað um stórfellt rask í lífi tugþúsunda einstaklinga. Samt ríkir undarleg undanlátssemi í þjóðfélaginu gagnvart þessu ábyrgðarlausa fólki sem hafnar bólusetningu. Biðlað er til þess að láta bólusetja sig, en lítið meira. Hinir andsetnu andstæðingar bólusetninga eru hins vegar svo forhertir af hjarðheimskunni að þeir spyrna fótum bara fastar niður og kveikja í kyndlunum. Áhrifaríkara virðist að biðja fisk um að drekkja sér. Áhrifafólk telur ekki rétt að þvinga fólk til að láta bólusetja sig eða setja því skorður fyrir þátttöku í daglegu lífi. Í kurteisisskyni er óbólusettum því leyft að setja þjóðfélagið á hliðina. Víða annars staðar en á Íslandi er þolinmæðin þrotin gagnvart skemmdarverkum óbólusettra og kyndilbera þeirra. Búið er að taka af þeim réttinn til að sliga heilbrigðiskerfið. Í Austurrríki hefur verið ákveðið að setja á bólusetningarskyldu. Mjög víða þarf fólk að sýna vottorð um bólusetningu til að fá flestalla þjónustu, ferðast eða halda vinnunni. Slíkar aðgerðir eru hins vegar þunglamalegar og seinlegar. Hér á landi eru engar kvaðir um bólusetningu við Covid-19. Fortölur og vísindalegar staðreyndir virðast engin áhrif hafa á þá sem eru alvarlega smitaðir af mótþróaþrjóskuröskun gagnvart bólusetningu. Ábyrgðarleysið gagnvart öðrum þjóðfélagsþegnum er algjört. Þetta fólk mun halda áfram að valda tjóni þangað til bólusetningarskylda verður ákveðin og henni fylgt eftir af ekki minni festu en þegar ríkið innheimtir hjá okkur skattana í hverjum einasta mánuði. Höfundur starfar við almannatengsl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Óbólusett fólk er aðalástæðan fyrir núverandi álagi á heilbrigðiskerfið, sem síðan leiðir til harkalegra smitvarna og tilheyrandi tekjutaps í mörgum atvinnugreinum. Að ekki sé talað um stórfellt rask í lífi tugþúsunda einstaklinga. Samt ríkir undarleg undanlátssemi í þjóðfélaginu gagnvart þessu ábyrgðarlausa fólki sem hafnar bólusetningu. Biðlað er til þess að láta bólusetja sig, en lítið meira. Hinir andsetnu andstæðingar bólusetninga eru hins vegar svo forhertir af hjarðheimskunni að þeir spyrna fótum bara fastar niður og kveikja í kyndlunum. Áhrifaríkara virðist að biðja fisk um að drekkja sér. Áhrifafólk telur ekki rétt að þvinga fólk til að láta bólusetja sig eða setja því skorður fyrir þátttöku í daglegu lífi. Í kurteisisskyni er óbólusettum því leyft að setja þjóðfélagið á hliðina. Víða annars staðar en á Íslandi er þolinmæðin þrotin gagnvart skemmdarverkum óbólusettra og kyndilbera þeirra. Búið er að taka af þeim réttinn til að sliga heilbrigðiskerfið. Í Austurrríki hefur verið ákveðið að setja á bólusetningarskyldu. Mjög víða þarf fólk að sýna vottorð um bólusetningu til að fá flestalla þjónustu, ferðast eða halda vinnunni. Slíkar aðgerðir eru hins vegar þunglamalegar og seinlegar. Hér á landi eru engar kvaðir um bólusetningu við Covid-19. Fortölur og vísindalegar staðreyndir virðast engin áhrif hafa á þá sem eru alvarlega smitaðir af mótþróaþrjóskuröskun gagnvart bólusetningu. Ábyrgðarleysið gagnvart öðrum þjóðfélagsþegnum er algjört. Þetta fólk mun halda áfram að valda tjóni þangað til bólusetningarskylda verður ákveðin og henni fylgt eftir af ekki minni festu en þegar ríkið innheimtir hjá okkur skattana í hverjum einasta mánuði. Höfundur starfar við almannatengsl.