Vert fullyrðir að veitingageirinn sé kominn á heljarþröm Jakob Bjarnar skrifar 29. desember 2021 14:20 Jón Bjarni vert og skattalögfræðingur hefur flett í gegnum ný fjárlög og sér þar ekki staf um rekstrarstyrki til veitingageirans. Eins og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þó hefur talað um. vísir/vilhelm/aðsend Jón Bjarni Steinsson skattalögfræðingur og veitingamaður, heldur því fram að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi logið um að til standi að rétta veitingageiranum hjálparhönd. Þess sjáist ekki staður í nýjum fjárlögum. Þetta kemur fram í nýrri viðhorfsgrein sem hann ritar og birtir á Vísi undir fyrirsögninni „Stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“. Þar segir meðal annars: „Bjarni Benediktsson laug – fjárlög voru afgreidd í dag og þingmenn komnir í „langþráð“ jólafrí fram til 17. janúar. Á meðan geta þeir sem treystu því að einhver aðstoð væri á leiðinni bara étið það sem úti frýs,“ segir Jón Bjarni. Hann segir að það sé ákvörðun þeirra sem ráða og hann spyr hverjar afleiðingarnar verði af því sem hann kallar sinnuleysi? Og svarar sér sjálfur: „Þær eru margvíslegar, en það er álit höfundar, að sé það ekki nú þegar hafið þá mun þetta ástand mjög fljótlega fara að leiða til þess að aðilar leiti allra leiða til þess að kreista út það sem hægt er. Jón Bjarni segir að nú sé komið gott. Það eru allir í veitingageiranum búnir að hagræða og kreista út það sem hægt er. Gjaldþrotahrina blasi við ef ekkert verður að gert. aðsend Það eru allir löngu búnir að hagræða af sér neðri endann. Næsta skref er að þeir sem verst eru staddir fari að taka fram hjá sjóði og borga fólki svart. Sem er sérstaklega sorglegt í ljósi þess að síðustu 10-15 ár hefur þessi iðnaður mjög hratt þróast í þá átt að þessir hlutir séu almennt í mjög góðu lagi.“ Hann segir að komið sé að þolmörkum í þessum rekstri og skilaboðin frá yfirvöldum séu einfaldlega þau að þeim sé skítsama. „Kannski halda þau að þetta leysist bara með stórri gjaldþrotahrinu núna á vormánuðum.“ Vill fella niður áfengisgjöld Vísir hafði samband við Jón Bjarna og spurði hann hvað væri til ráða, það er ef hann fengi að ráða? „Að mínu mati er lang einfaldasta, gagnlegasta og sanngjarnasta leiðin til þess að aðstoða vínveitingastaði, krár og skemmtistaði sú að fella tímabundið niður áfengisgjald. Ef vilji er til þess að styrkja afturvirkt er hægt að fara sömu leið gegn skilum á reikningum fyrir áfengiskaup Það er mjög lítið mál að framkvæma hana þannig að hún nýtist bara þeim sem eru með leyfi til vínveitinga.“ Tómlegt hefur verið um að litast á Laugaveginum á Covidtíma sem nú er að nálgast tvö ár. Veitingamenn segja rekstur sinn kominn að þolmörkum.vísir/vilhelm Jón Bjarni segir að öfugt við aðrar leiðir sem hafa verið farnar þá hvetur hún ekki til skattaundanskota og leiðir til svika eru næstum engar. „Bónusáhrif af þessari leið að ef rekstaraðilar þurfa að skila inn reikningum vegna áfengiskaupa til þess að fá niðurfellingu gjalda eru yfirvöld komin með öll þau tól sem þau þurfa til að fylgjast síðan með því að skattskil viðkomandi séu í lagi.“ Tekjufalls- og viðspyrnustyrkir letjandi Þetta segir Jón Bjarni „win-win“ leið eins og hann orðar það. Hið eina sem þyrfti þá að skoða að auki væri stuðningur við þá staði sem hafa hreinlega ekki getað haft opið eins og skemmtistaðir sem byggja á nætursölu, en þeir eru ekki svo margir og hægt að skoða þá bara sérstaklega hvern fyrir sig og þá aðstoða með beinum styrkjum. „Tekjufalls- og viðspyrnustyrkir hafa nýst ágætlega, en þeir eru gallaðir að því leyti að þeir eru letjandi í tekjuöflun og auðvelt er að freistast til þess að vantelja tekjur til að hámarka styrki.“ Jón Bjarni bætir því við að hann sé tilbúinn að taka að sér launalaus störf til að aðstoða yfirvöld, sé þess óskað, enda sé lítið að gera hjá honum þessa dagana. Veitingastaðir Næturlíf Fjárlagafrumvarp 2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi Heimsfaraldur Covid hefur leikið heiminn grátt síðustu tæpu tvö ár. Fólk og fyrirtæki hafa fundið mismikið fyrir áhrifum hans, sumir blómstra á meðan aðrir hafa þurft að reyna lifa af við mikil höft. 29. desember 2021 14:09 Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við 20 manns, opnunartími veitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf. Sérstök undanþága verður veitt fyrir rekstraraðila og tónleikahaldara á morgun. 23. desember 2021 00:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri viðhorfsgrein sem hann ritar og birtir á Vísi undir fyrirsögninni „Stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“. Þar segir meðal annars: „Bjarni Benediktsson laug – fjárlög voru afgreidd í dag og þingmenn komnir í „langþráð“ jólafrí fram til 17. janúar. Á meðan geta þeir sem treystu því að einhver aðstoð væri á leiðinni bara étið það sem úti frýs,“ segir Jón Bjarni. Hann segir að það sé ákvörðun þeirra sem ráða og hann spyr hverjar afleiðingarnar verði af því sem hann kallar sinnuleysi? Og svarar sér sjálfur: „Þær eru margvíslegar, en það er álit höfundar, að sé það ekki nú þegar hafið þá mun þetta ástand mjög fljótlega fara að leiða til þess að aðilar leiti allra leiða til þess að kreista út það sem hægt er. Jón Bjarni segir að nú sé komið gott. Það eru allir í veitingageiranum búnir að hagræða og kreista út það sem hægt er. Gjaldþrotahrina blasi við ef ekkert verður að gert. aðsend Það eru allir löngu búnir að hagræða af sér neðri endann. Næsta skref er að þeir sem verst eru staddir fari að taka fram hjá sjóði og borga fólki svart. Sem er sérstaklega sorglegt í ljósi þess að síðustu 10-15 ár hefur þessi iðnaður mjög hratt þróast í þá átt að þessir hlutir séu almennt í mjög góðu lagi.“ Hann segir að komið sé að þolmörkum í þessum rekstri og skilaboðin frá yfirvöldum séu einfaldlega þau að þeim sé skítsama. „Kannski halda þau að þetta leysist bara með stórri gjaldþrotahrinu núna á vormánuðum.“ Vill fella niður áfengisgjöld Vísir hafði samband við Jón Bjarna og spurði hann hvað væri til ráða, það er ef hann fengi að ráða? „Að mínu mati er lang einfaldasta, gagnlegasta og sanngjarnasta leiðin til þess að aðstoða vínveitingastaði, krár og skemmtistaði sú að fella tímabundið niður áfengisgjald. Ef vilji er til þess að styrkja afturvirkt er hægt að fara sömu leið gegn skilum á reikningum fyrir áfengiskaup Það er mjög lítið mál að framkvæma hana þannig að hún nýtist bara þeim sem eru með leyfi til vínveitinga.“ Tómlegt hefur verið um að litast á Laugaveginum á Covidtíma sem nú er að nálgast tvö ár. Veitingamenn segja rekstur sinn kominn að þolmörkum.vísir/vilhelm Jón Bjarni segir að öfugt við aðrar leiðir sem hafa verið farnar þá hvetur hún ekki til skattaundanskota og leiðir til svika eru næstum engar. „Bónusáhrif af þessari leið að ef rekstaraðilar þurfa að skila inn reikningum vegna áfengiskaupa til þess að fá niðurfellingu gjalda eru yfirvöld komin með öll þau tól sem þau þurfa til að fylgjast síðan með því að skattskil viðkomandi séu í lagi.“ Tekjufalls- og viðspyrnustyrkir letjandi Þetta segir Jón Bjarni „win-win“ leið eins og hann orðar það. Hið eina sem þyrfti þá að skoða að auki væri stuðningur við þá staði sem hafa hreinlega ekki getað haft opið eins og skemmtistaðir sem byggja á nætursölu, en þeir eru ekki svo margir og hægt að skoða þá bara sérstaklega hvern fyrir sig og þá aðstoða með beinum styrkjum. „Tekjufalls- og viðspyrnustyrkir hafa nýst ágætlega, en þeir eru gallaðir að því leyti að þeir eru letjandi í tekjuöflun og auðvelt er að freistast til þess að vantelja tekjur til að hámarka styrki.“ Jón Bjarni bætir því við að hann sé tilbúinn að taka að sér launalaus störf til að aðstoða yfirvöld, sé þess óskað, enda sé lítið að gera hjá honum þessa dagana.
Veitingastaðir Næturlíf Fjárlagafrumvarp 2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi Heimsfaraldur Covid hefur leikið heiminn grátt síðustu tæpu tvö ár. Fólk og fyrirtæki hafa fundið mismikið fyrir áhrifum hans, sumir blómstra á meðan aðrir hafa þurft að reyna lifa af við mikil höft. 29. desember 2021 14:09 Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við 20 manns, opnunartími veitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf. Sérstök undanþága verður veitt fyrir rekstraraðila og tónleikahaldara á morgun. 23. desember 2021 00:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi Heimsfaraldur Covid hefur leikið heiminn grátt síðustu tæpu tvö ár. Fólk og fyrirtæki hafa fundið mismikið fyrir áhrifum hans, sumir blómstra á meðan aðrir hafa þurft að reyna lifa af við mikil höft. 29. desember 2021 14:09
Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við 20 manns, opnunartími veitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf. Sérstök undanþága verður veitt fyrir rekstraraðila og tónleikahaldara á morgun. 23. desember 2021 00:00