Neyðarstigi lýst yfir á Landspítala Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. desember 2021 15:18 Neyðarstigi hefur verið lýst yfir á Landspítala. Vísir Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Mikið álag hefur verið á spítalanum undanfarna daga og vikur. Yfir fimm þúsund manns eru nú í eftirliti á Covid-19 göngudeild Landspítalans og fjölgaði þeim um 791 milli daga. 21 er inniliggjandi á spítalanum með Covid og fjórir á gjörgæslu, þar af eru þrír í öndunarvél. Landspítali var færður upp á hættustig þann 5. nóvember síðastliðinn og hefur ástandið aðeins versnað síðan þá. Álagið er svo mikið að spítalinn tilkynnti í dag að flytja eigi þrjátíu sjúklinga af spítalanum og á aðrar heilbrigðisstofnanir vegna álags undan Covid. Þá hefur óbólusettum verið óheimilt að heimsækja aðstandendur sína á spítalann síðan á aðfangadag. Fram kemur í tilkynningu á vef Landspítalans að álagið á spítalanum eigi sér margar skýringar en þar beri fyrst að nefna útbreiðslu veirunnar skæðu í samfélaginu og innan spítalans. Nú séu til að mynda meira en hundrað starfsmenn frá vinnu vegna Covid-smits. Annar eins hópur sé í sóttkví og hafi því verið gripið til þess neyðarúrræðis að kalla inn til vinnu starfsmenn sem séu í sóttkví að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Hluti legurýma sé sérútbúinn fyrir sjúklinga með Covid og þau rými séu flest í notkun og ekki laus fyrir aðra. Innlögnum á spítalann vegna Covid fari fjölgandi og nú hafi bæst við smit sem hafi greinst óvænt innan spítalans, til dæmis á bráðamóttöku, hjartadeild, Landakoti og fleiri deildum. „Nú er svo komið að margar deildir þurfa að sinna Covid smituðum skjólstæðingum þar sem þeir greinast. Við þetta bætist síðan að ekki hefur náðst að útskrifa fólk sem þegar hefur lokið meðferð á spítalanum,“ segir í tilkynningunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Fer fram á að ríkisstjórnin fordæmi ákvörðun Persónuverndar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar fer fram á það fyrir hönd fyrirtækisins að ríkisstjórnin lýsi vanþóknun sinni á þeirri ákvörðun Persónuverndar að Íslensk erfðagreining hafi brotið lög með mótefnamælingunum og heiti því að vernda fyrirtækið meðan það leitar réttar síns fyrir dómstólum. 27. desember 2021 19:48 Mest aukning hjá tvíbólusettum en minnst hjá þríbólusettum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að nýgengi smita sé nú á mestri uppleið hjá þeim sem þegið hafi tvær bólusetningar. Hann hvetur alla til að þiggja örvunarbólusetningu því að nýgengið sé langlægst hjá þeim sem það hafa gert. Hann er ekki með tillögur að hertum aðgerðum í smíðum, þrátt fyrir að metfjöldi greinist með Covid-19 á degi hverjum. 28. desember 2021 12:55 Flytja 30 af Landspítala á aðrar stofnanir til að létta álag Þrjátíu sjúklingar, sem nú liggja á Landspítala, verða fluttir þaðan á aðrar heilbrigðisstofnanir víðs vegar um land til að bregðast við erfiðum aðstæðum á spítalanum vegna Covid. 28. desember 2021 12:04 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Yfir fimm þúsund manns eru nú í eftirliti á Covid-19 göngudeild Landspítalans og fjölgaði þeim um 791 milli daga. 21 er inniliggjandi á spítalanum með Covid og fjórir á gjörgæslu, þar af eru þrír í öndunarvél. Landspítali var færður upp á hættustig þann 5. nóvember síðastliðinn og hefur ástandið aðeins versnað síðan þá. Álagið er svo mikið að spítalinn tilkynnti í dag að flytja eigi þrjátíu sjúklinga af spítalanum og á aðrar heilbrigðisstofnanir vegna álags undan Covid. Þá hefur óbólusettum verið óheimilt að heimsækja aðstandendur sína á spítalann síðan á aðfangadag. Fram kemur í tilkynningu á vef Landspítalans að álagið á spítalanum eigi sér margar skýringar en þar beri fyrst að nefna útbreiðslu veirunnar skæðu í samfélaginu og innan spítalans. Nú séu til að mynda meira en hundrað starfsmenn frá vinnu vegna Covid-smits. Annar eins hópur sé í sóttkví og hafi því verið gripið til þess neyðarúrræðis að kalla inn til vinnu starfsmenn sem séu í sóttkví að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Hluti legurýma sé sérútbúinn fyrir sjúklinga með Covid og þau rými séu flest í notkun og ekki laus fyrir aðra. Innlögnum á spítalann vegna Covid fari fjölgandi og nú hafi bæst við smit sem hafi greinst óvænt innan spítalans, til dæmis á bráðamóttöku, hjartadeild, Landakoti og fleiri deildum. „Nú er svo komið að margar deildir þurfa að sinna Covid smituðum skjólstæðingum þar sem þeir greinast. Við þetta bætist síðan að ekki hefur náðst að útskrifa fólk sem þegar hefur lokið meðferð á spítalanum,“ segir í tilkynningunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Fer fram á að ríkisstjórnin fordæmi ákvörðun Persónuverndar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar fer fram á það fyrir hönd fyrirtækisins að ríkisstjórnin lýsi vanþóknun sinni á þeirri ákvörðun Persónuverndar að Íslensk erfðagreining hafi brotið lög með mótefnamælingunum og heiti því að vernda fyrirtækið meðan það leitar réttar síns fyrir dómstólum. 27. desember 2021 19:48 Mest aukning hjá tvíbólusettum en minnst hjá þríbólusettum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að nýgengi smita sé nú á mestri uppleið hjá þeim sem þegið hafi tvær bólusetningar. Hann hvetur alla til að þiggja örvunarbólusetningu því að nýgengið sé langlægst hjá þeim sem það hafa gert. Hann er ekki með tillögur að hertum aðgerðum í smíðum, þrátt fyrir að metfjöldi greinist með Covid-19 á degi hverjum. 28. desember 2021 12:55 Flytja 30 af Landspítala á aðrar stofnanir til að létta álag Þrjátíu sjúklingar, sem nú liggja á Landspítala, verða fluttir þaðan á aðrar heilbrigðisstofnanir víðs vegar um land til að bregðast við erfiðum aðstæðum á spítalanum vegna Covid. 28. desember 2021 12:04 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fer fram á að ríkisstjórnin fordæmi ákvörðun Persónuverndar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar fer fram á það fyrir hönd fyrirtækisins að ríkisstjórnin lýsi vanþóknun sinni á þeirri ákvörðun Persónuverndar að Íslensk erfðagreining hafi brotið lög með mótefnamælingunum og heiti því að vernda fyrirtækið meðan það leitar réttar síns fyrir dómstólum. 27. desember 2021 19:48
Mest aukning hjá tvíbólusettum en minnst hjá þríbólusettum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að nýgengi smita sé nú á mestri uppleið hjá þeim sem þegið hafi tvær bólusetningar. Hann hvetur alla til að þiggja örvunarbólusetningu því að nýgengið sé langlægst hjá þeim sem það hafa gert. Hann er ekki með tillögur að hertum aðgerðum í smíðum, þrátt fyrir að metfjöldi greinist með Covid-19 á degi hverjum. 28. desember 2021 12:55
Flytja 30 af Landspítala á aðrar stofnanir til að létta álag Þrjátíu sjúklingar, sem nú liggja á Landspítala, verða fluttir þaðan á aðrar heilbrigðisstofnanir víðs vegar um land til að bregðast við erfiðum aðstæðum á spítalanum vegna Covid. 28. desember 2021 12:04