Eru launataxtar verkafólks að ógna stöðugleika á íslenskum vinnumarkaði? Vilhjálmur Birgisson skrifar 28. desember 2021 14:01 Það er eins og við manninn mælt þegar fer að styttast í að kjarasamningar verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði fara að losna, að þá spretta sérhagsmunaaðilar atvinnulífsins fram með hræðsluóróður eins og enginn sé morgundagurinn. Í þessu samhengi er rétt að nefna grein sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda skrifar í Innherja 27. desember þar sem hann segir að ef aðilar vinnumarkaðarins falla enn og aftur í þá gömlu gryfju að semja um launahækkanir, sem ekki reynist innistæða fyrir. Þá er afleiðingin fullkomlega fyrirsjáanleg og gamalkunn; verðbólga, vaxtahækkanir og gengissig. Hann segir einnig að það sé fráleitt „krafa“ verkalýðshreyfingarinnar , að svokallaður hagvaxtaauki sem samið var um í lífskjarasamningum verði greiddur á næsta ári. Já framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur það vera „kröfu“ að atvinnurekendur standi við það sem samið var um í lífskjarasamningum komi til framkvæmda! En hann er ekki eini aðilinn úr ranni atvinnulífsins sem ríður nú fram á ritvöllinn með tár á hvarmi yfir því að kjarasamningar verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði verði lausir í nóvember á næsta ári og að fyrirtæki þurfi að greiða áðurnefndan hagvaxtaauka út. Hér er ég að tala um Eggert Þór Kristófersson, forstjóra Festi, sem var kjörinn í stjórn Samtaka atvinnulífsins á aðalfundi samtakanna í maí. En hann segir að Lífskjarasamningarnir, sem undirritaðir voru í apríl árið 2019, renna út eftir ár og segist hann „hafa töluverðar áhyggjur af því að kjaraviðræðurnar verði þungar“. En Eggert forstjóri Festi hefur einnig látið hafa eftir sér að ef það kemur til þess að greiða þurfi út svokallaðan hagvaxtaauka á næsta ári sem getur numið frá 3000 kr. uppí 13.000 kr. muni það leiða til hækkunar á vöruverði eða að reka þurfi starfsfólk. Þessi miskunnarlausi hræðsluáróður gagnvart því að lagfæra þurfi kjör verkafólks á lökustu kjörunum og staðið sé við gerða kjarasamninga er svo ömurlegur og það hjá aðila sem er með á sjöttu milljón á mánuði sem er um 150% hærri laun en sjálfur forsætisráðherra er með. Það rétt að sýna almenningi hver grunnlaunataxtar verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði eru til að það geti sett þennan málflutning hjá grátkór atvinnurekenda í samhengi. En hérna eru launataxtar sem 90% af verkafólki þarf að búa við. Og myndu hálauna forstjórar sem græða á daginn og grilla á kvöldin treysta sér til að framfleyta sínum fjölskyldum á slíkum launatöxtum? Ætlar einhver að halda því fram að verkafólk sem tekur laun eftir þessum launatöxtum sé að ógna stöðugleika í íslensku samfélagi? Rétt er að ítreka enn og aftur að um 90% af verkafólki á hinum almenna vinnumarkaði tekur laun eftir þessum töxtum. Nei þessir launataxtar eru atvinnurekendum, okkur í verkalýðshreyfingunni og samfélaginu öllu til skammar. Okkur ber siðferðisleg skylda til að halda áfram að vinna að því að lagfæra kjör verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði með það að markmiði að hægt sé að framfleyta sér á þeim launatöxtum sem verkafólki er boðið upp á frá mánuði til mánaðar og til að það geti haldið mannlegri reisn. Slíku er ekki til að dreifa í dag og forréttindapésar sem eru jafnvel með sextánföld laun miðað við launataxta verkafólks eiga í mínum huga að skammast sín og reyna að setja sig í spor lágtekjufólks sem ekki nær endum saman um hver mánaðarmót. Já það þarf í næstu kjarasamningum að gera þjóðarsátt um að tryggja þeim sem lökustu kjörin hafa að þau nái að framfleyta sér frá mánuði til mánaðar og halda mannlegri reisn. Í mínum huga er það þannig að atvinnurekendur sem treysta sér ekki til að greiða laun sem duga fyrir þó ekki væri nema fyrir nauðþurftum út mánuðinn, eiga vart tilverurétt á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Það er eins og við manninn mælt þegar fer að styttast í að kjarasamningar verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði fara að losna, að þá spretta sérhagsmunaaðilar atvinnulífsins fram með hræðsluóróður eins og enginn sé morgundagurinn. Í þessu samhengi er rétt að nefna grein sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda skrifar í Innherja 27. desember þar sem hann segir að ef aðilar vinnumarkaðarins falla enn og aftur í þá gömlu gryfju að semja um launahækkanir, sem ekki reynist innistæða fyrir. Þá er afleiðingin fullkomlega fyrirsjáanleg og gamalkunn; verðbólga, vaxtahækkanir og gengissig. Hann segir einnig að það sé fráleitt „krafa“ verkalýðshreyfingarinnar , að svokallaður hagvaxtaauki sem samið var um í lífskjarasamningum verði greiddur á næsta ári. Já framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur það vera „kröfu“ að atvinnurekendur standi við það sem samið var um í lífskjarasamningum komi til framkvæmda! En hann er ekki eini aðilinn úr ranni atvinnulífsins sem ríður nú fram á ritvöllinn með tár á hvarmi yfir því að kjarasamningar verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði verði lausir í nóvember á næsta ári og að fyrirtæki þurfi að greiða áðurnefndan hagvaxtaauka út. Hér er ég að tala um Eggert Þór Kristófersson, forstjóra Festi, sem var kjörinn í stjórn Samtaka atvinnulífsins á aðalfundi samtakanna í maí. En hann segir að Lífskjarasamningarnir, sem undirritaðir voru í apríl árið 2019, renna út eftir ár og segist hann „hafa töluverðar áhyggjur af því að kjaraviðræðurnar verði þungar“. En Eggert forstjóri Festi hefur einnig látið hafa eftir sér að ef það kemur til þess að greiða þurfi út svokallaðan hagvaxtaauka á næsta ári sem getur numið frá 3000 kr. uppí 13.000 kr. muni það leiða til hækkunar á vöruverði eða að reka þurfi starfsfólk. Þessi miskunnarlausi hræðsluáróður gagnvart því að lagfæra þurfi kjör verkafólks á lökustu kjörunum og staðið sé við gerða kjarasamninga er svo ömurlegur og það hjá aðila sem er með á sjöttu milljón á mánuði sem er um 150% hærri laun en sjálfur forsætisráðherra er með. Það rétt að sýna almenningi hver grunnlaunataxtar verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði eru til að það geti sett þennan málflutning hjá grátkór atvinnurekenda í samhengi. En hérna eru launataxtar sem 90% af verkafólki þarf að búa við. Og myndu hálauna forstjórar sem græða á daginn og grilla á kvöldin treysta sér til að framfleyta sínum fjölskyldum á slíkum launatöxtum? Ætlar einhver að halda því fram að verkafólk sem tekur laun eftir þessum launatöxtum sé að ógna stöðugleika í íslensku samfélagi? Rétt er að ítreka enn og aftur að um 90% af verkafólki á hinum almenna vinnumarkaði tekur laun eftir þessum töxtum. Nei þessir launataxtar eru atvinnurekendum, okkur í verkalýðshreyfingunni og samfélaginu öllu til skammar. Okkur ber siðferðisleg skylda til að halda áfram að vinna að því að lagfæra kjör verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði með það að markmiði að hægt sé að framfleyta sér á þeim launatöxtum sem verkafólki er boðið upp á frá mánuði til mánaðar og til að það geti haldið mannlegri reisn. Slíku er ekki til að dreifa í dag og forréttindapésar sem eru jafnvel með sextánföld laun miðað við launataxta verkafólks eiga í mínum huga að skammast sín og reyna að setja sig í spor lágtekjufólks sem ekki nær endum saman um hver mánaðarmót. Já það þarf í næstu kjarasamningum að gera þjóðarsátt um að tryggja þeim sem lökustu kjörin hafa að þau nái að framfleyta sér frá mánuði til mánaðar og halda mannlegri reisn. Í mínum huga er það þannig að atvinnurekendur sem treysta sér ekki til að greiða laun sem duga fyrir þó ekki væri nema fyrir nauðþurftum út mánuðinn, eiga vart tilverurétt á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun