„Þetta er bara stórkostleg tilviljun“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. desember 2021 12:32 Ekki hefur orðið vart við kviku í Geldingadölum síðan 18. september, en þann dag hófst gos á La Palma. Þremur dögum eftir að gosinu lauk á La Palma hófst skjálftahrina á Reykjanesi að nýju. Vísir/Vilhelm „Þetta er bara stórkostleg tilviljun, það er engin tenging þarna á milli,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, um þá staðreynd að sama dag og hætti að gjósa í Fagradalsfjalli hafi eldgos hafist á La Palma á Kanarí, og að skömmu eftir að það hætti að gjósa á La Palma hafi skjálftahrina hafist að nýju á Reykjanesi. Stjórnvöld á Spáni lýstu formlega yfir goslokum á La Palma í gær, en ekki hefur gosið þar síðan 18. desember. Þremur dögum síðar, eða 21. desember, hófst skjálftahrinan á Reykjanesi og óvissustigi var lýst yfir í framhaldinu. Nú hefur ekki gosið í Fagradalsfjalli síðan 18. september, en þann sama dag hófst gosið á La Palma. Salóme segir þetta merkilega staðreynd en að engin tenging sé þarna á milli. Þó að gosinu sé lokið er staðan á þeim hluta eyjunnar þar sem gosið reið yfir afar slæm. Þessi mynd var tekin í lok nóvember, þegar gosið var enn í fullu fjöri.Vísir/Getty Líkt og komið hefur fram er útlit fyrir að kvika sé að reyna að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Ekkert lát er á skjálftahrinunni en um fimmtán þúsund skjálftar hafa mælst á svæðinu síðan á þriðjudag. Íbúar á suðvesturhorninu vöknuðu margir við kröftuga skjálfta um fimmleytið í morgun, sá fyrri var 3,6 að stærð og seinni 3,3 að stærð. „Það má vænta þess að hann hafi fundist á öllu suðvesturhorninu. Grindvíkingar hafa fundið töluvert mikið fyrir þessu og ég býst að þannig hafi það líka verið í Reykjanesbæ,“ segir Salóme. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos á La Palma Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Stjórnvöld á Spáni lýstu formlega yfir goslokum á La Palma í gær, en ekki hefur gosið þar síðan 18. desember. Þremur dögum síðar, eða 21. desember, hófst skjálftahrinan á Reykjanesi og óvissustigi var lýst yfir í framhaldinu. Nú hefur ekki gosið í Fagradalsfjalli síðan 18. september, en þann sama dag hófst gosið á La Palma. Salóme segir þetta merkilega staðreynd en að engin tenging sé þarna á milli. Þó að gosinu sé lokið er staðan á þeim hluta eyjunnar þar sem gosið reið yfir afar slæm. Þessi mynd var tekin í lok nóvember, þegar gosið var enn í fullu fjöri.Vísir/Getty Líkt og komið hefur fram er útlit fyrir að kvika sé að reyna að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Ekkert lát er á skjálftahrinunni en um fimmtán þúsund skjálftar hafa mælst á svæðinu síðan á þriðjudag. Íbúar á suðvesturhorninu vöknuðu margir við kröftuga skjálfta um fimmleytið í morgun, sá fyrri var 3,6 að stærð og seinni 3,3 að stærð. „Það má vænta þess að hann hafi fundist á öllu suðvesturhorninu. Grindvíkingar hafa fundið töluvert mikið fyrir þessu og ég býst að þannig hafi það líka verið í Reykjanesbæ,“ segir Salóme.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos á La Palma Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira