Áform og yfirlýsingar Ísteka um dýravænt blóðmerahald standast ekki! Ole Anton Bieltvedt skrifar 21. desember 2021 08:01 Framkvæmdastjóri Ísteka birti grein á Vísi nú um helgina, þar sem hann reynir að sannfæra lesendur um, að Ísteka gæti vel að velferð dýranna, og, að blóðmeraiðja fyrirtækisins sé fagleg og dýravæn. Undirritaður hefur skrifað 7 greinar um þá óiðju, sem hann telur blóðmerahald vera, og birt þær í Morgunblaði, Fréttablaði og hér á Vísi síðustu þrjár vikur. Skal fyrst vísað til þessara greina, sem sýna, að áform og yfirlýsingar Ísteka um dýravænt blóðmerahald standast ekki. Jafnvel þó að vilji fyrirtækisins sé til staðar, sem ég efa ekki, enda gróði stórfelldur af þessari starfsemi, er dýravænt blóðmerahald óhugsandi og óframkvæmanlegt. Hér skulu helztu rökin endurtekin, til að auðvelda lesendum skoðun málsins: 1. Blóðmerarnar eru ótamdar, hálfvillt eða alvillt dýr, sem eiga ekki samskipti við menn, nema, þegar þau eru neydd í blóðtöku í 2-3 mánuði á ári. Þær eru því allar varar um sig og fælnar, eru auk þess allar með lítil folöld, sem gerir þær ennþá varkárari og styggari. 2. Það liggur í hlutarins eðli, að það er enginn vegur, að skilja svona ótamda hryssu frá folaldi, leiða hana inn í þröngan blóðtökubás, reyra hana þar niður og festa með slám og reipum og snarrífa svo höfuð upp á við og reyra það þar með hart strengdum reipum, helzt eins og í skrúfustykki, svo blóðtaka geti farið fram, í 15 langar mínútur, í góðu; án þess að dýrið streitist eða berjist á móti, oftast með öllum kröftum, til að reyna að losa sig úr prísundinni og undan ofbeldinu, líka til að komast aftur tilfolaldsins. Fullyrðingar um, að þessi blóðtaka geti farið fram með friði og spekt, í góðu, innan ramma dýravelferðar, þannig, að dýrið vinni með blóðtökumönnum, stenzt ekki; er hrein fásinna!! 3. Líffræðilegrar velferðar dýrsins er heldur alls ekki gætt á fullnægjandi hátt: A. Hryssurnar eru bæði fylfullar og með nýlega fæddu folaldi, eru sem sagt mjólkandi. Þessu fylgir mikið líkamlegt og andlegt álag fyrir hryssurnar, og bannar regluverk þýzku matvælastofnunarinnar, Bundesamt für Verbraucherschutz und Lebensmittelsicherheit, blóðtöku af hryssu, þó að hún sé aðeins fylfull, eða aðeins mjólkandi, en íslenzku blóðmerarnar eru hvorutveggja; fylfullar og mjólkandi. Þetta býður auðvitað upp á það, að hryssunum sé stórlega ofboðið, andlega og líkamlega. B. Öll vísindi, sem fyrir liggja, gefa til kynna, að ekki sé æskilegt eða dýravænt, að taka meira en 10% af blóði hryssu, sem þá er í standi til þess, að blóðtaka fari fram, og það ekki oftar en á 30 daga fresti. Þetta er líka ein af reglum þýzku matvæla-stofnunarinnar. Við höfum talið, skv. þeim gögnum, sem við höfum haft aðgang að, að blóðmagn í íslenzkri hryssu sé 35-37 lítrar. Skv. þessu mætti taka mest 3,5 lítra af íslenzkri hryssu, einu sinni í mánuði, ef velferðar hennar væri gætt. Ísteka lætur hins vegar taka 5 lítra af íslenzkum blóðmerum, í einu, og það á 7 daga fresti, alls 8 sinnum, í 2-3 mánuði, haust hvert. Miðað við öll þekkt vísindi og alla þekkta staðla, er hér auðvitað verið að misbjóða dýrunum með stórfelldum hætti, líka líffræðilega. Ísteka hefur stundað blóðtöku af íslenzkum merum í 20 ár, misboðið þeim skv. ofangreindu og haft af því milljarða gróða. Nú er mál að linni. Kæri lesandi, leggðu þitt af mörkum með því að undirrita lista um bann við blóðmerahaldi, þannig, að Alþingismenn komist ekki undan því að samþykkja bann, þegar málið kemur fyrir Alþingi. Auðvitað munu alls kyns hagsmunaaðilar, með Ítseka í fararbroddi, auk blóðmerabænda og annarra, sem hagsmuni eiga, beita öllum sínum samböndum og fjármunum til að koma í veg fyrir bann. Það er því brýnt, að almenningur, gott og dýravænt íslenzkt fólk, þið lesendur góðir, leggist öll með okkur á árarnar um það, að tryggja bann. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, samtaka um dýra- ,náttúru- og umhverfisvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Blóðmerahald Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Ísteka birti grein á Vísi nú um helgina, þar sem hann reynir að sannfæra lesendur um, að Ísteka gæti vel að velferð dýranna, og, að blóðmeraiðja fyrirtækisins sé fagleg og dýravæn. Undirritaður hefur skrifað 7 greinar um þá óiðju, sem hann telur blóðmerahald vera, og birt þær í Morgunblaði, Fréttablaði og hér á Vísi síðustu þrjár vikur. Skal fyrst vísað til þessara greina, sem sýna, að áform og yfirlýsingar Ísteka um dýravænt blóðmerahald standast ekki. Jafnvel þó að vilji fyrirtækisins sé til staðar, sem ég efa ekki, enda gróði stórfelldur af þessari starfsemi, er dýravænt blóðmerahald óhugsandi og óframkvæmanlegt. Hér skulu helztu rökin endurtekin, til að auðvelda lesendum skoðun málsins: 1. Blóðmerarnar eru ótamdar, hálfvillt eða alvillt dýr, sem eiga ekki samskipti við menn, nema, þegar þau eru neydd í blóðtöku í 2-3 mánuði á ári. Þær eru því allar varar um sig og fælnar, eru auk þess allar með lítil folöld, sem gerir þær ennþá varkárari og styggari. 2. Það liggur í hlutarins eðli, að það er enginn vegur, að skilja svona ótamda hryssu frá folaldi, leiða hana inn í þröngan blóðtökubás, reyra hana þar niður og festa með slám og reipum og snarrífa svo höfuð upp á við og reyra það þar með hart strengdum reipum, helzt eins og í skrúfustykki, svo blóðtaka geti farið fram, í 15 langar mínútur, í góðu; án þess að dýrið streitist eða berjist á móti, oftast með öllum kröftum, til að reyna að losa sig úr prísundinni og undan ofbeldinu, líka til að komast aftur tilfolaldsins. Fullyrðingar um, að þessi blóðtaka geti farið fram með friði og spekt, í góðu, innan ramma dýravelferðar, þannig, að dýrið vinni með blóðtökumönnum, stenzt ekki; er hrein fásinna!! 3. Líffræðilegrar velferðar dýrsins er heldur alls ekki gætt á fullnægjandi hátt: A. Hryssurnar eru bæði fylfullar og með nýlega fæddu folaldi, eru sem sagt mjólkandi. Þessu fylgir mikið líkamlegt og andlegt álag fyrir hryssurnar, og bannar regluverk þýzku matvælastofnunarinnar, Bundesamt für Verbraucherschutz und Lebensmittelsicherheit, blóðtöku af hryssu, þó að hún sé aðeins fylfull, eða aðeins mjólkandi, en íslenzku blóðmerarnar eru hvorutveggja; fylfullar og mjólkandi. Þetta býður auðvitað upp á það, að hryssunum sé stórlega ofboðið, andlega og líkamlega. B. Öll vísindi, sem fyrir liggja, gefa til kynna, að ekki sé æskilegt eða dýravænt, að taka meira en 10% af blóði hryssu, sem þá er í standi til þess, að blóðtaka fari fram, og það ekki oftar en á 30 daga fresti. Þetta er líka ein af reglum þýzku matvæla-stofnunarinnar. Við höfum talið, skv. þeim gögnum, sem við höfum haft aðgang að, að blóðmagn í íslenzkri hryssu sé 35-37 lítrar. Skv. þessu mætti taka mest 3,5 lítra af íslenzkri hryssu, einu sinni í mánuði, ef velferðar hennar væri gætt. Ísteka lætur hins vegar taka 5 lítra af íslenzkum blóðmerum, í einu, og það á 7 daga fresti, alls 8 sinnum, í 2-3 mánuði, haust hvert. Miðað við öll þekkt vísindi og alla þekkta staðla, er hér auðvitað verið að misbjóða dýrunum með stórfelldum hætti, líka líffræðilega. Ísteka hefur stundað blóðtöku af íslenzkum merum í 20 ár, misboðið þeim skv. ofangreindu og haft af því milljarða gróða. Nú er mál að linni. Kæri lesandi, leggðu þitt af mörkum með því að undirrita lista um bann við blóðmerahaldi, þannig, að Alþingismenn komist ekki undan því að samþykkja bann, þegar málið kemur fyrir Alþingi. Auðvitað munu alls kyns hagsmunaaðilar, með Ítseka í fararbroddi, auk blóðmerabænda og annarra, sem hagsmuni eiga, beita öllum sínum samböndum og fjármunum til að koma í veg fyrir bann. Það er því brýnt, að almenningur, gott og dýravænt íslenzkt fólk, þið lesendur góðir, leggist öll með okkur á árarnar um það, að tryggja bann. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, samtaka um dýra- ,náttúru- og umhverfisvernd.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun