Stuðningur við námsmenn er stuðningur við framtíðina Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 21. desember 2021 07:30 Árum saman hefur komið fram af hálfu Stúdentaráðs að grunnframfærsla námslána sé of lág til að námsmenn geti framfleytt sér í námi. Þess vegna vinna stúdentar á Íslandi margir hverjir töluvert mikið með námi. Þessar aðstæður námsmanna eru til þess fallnar að draga úr námshraða og námsárangri. Ég lagði nýlega fram frumvarp um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna til að tryggja að námsmenn geti framfleytt sér án þess að þurfa að vinna með námi og að bæta með því námsframvindu námsmanna. Tillögurnar eru tvíþættar og að norrænni fyrirmynd. Námsstyrkir innleiddir Í fyrsta lagi að nemendur geti sótt um námsstyrk sem nemur 72.000 kr. á mánuði miðað við fulla námsframvindu, í að hámarki 5 skólaár. Þessu fyrirkomulagi er ætlað að skapa aðstæður og hvata fyrir námsmenn til vera í fullu námi og að bæta þar með námsframvindu. Með því að tryggja námsmönnum betri kjör má ná því fram að námsmenn á Íslandi tefjist ekki í námi sínu vegna mikillar vinnu samhliða námi. Betri kjör námsmanna eru því ekki aðeins námsmönnum til góða heldur háskólunum, atvinnulífinu og ríkiskassanum. Í öðru lagi er lagt til að grunnframfærsla námslána skuli að lágmarki nema neysluviðmiði félagsmálaráðuneytis og skuli taka hækkunum í samræmi við verðlag. Svo er ekki í núgildandi lögum. Með þessari breytingu yrði tryggt að grunnframfærsla námslána yrði hin sama og stuðst er við í viðmiðum félagsmálaráðuneytis um aðra hópa. Í gildandi lögum um Menntasjóð námsmanna segir ekki skýrt hver framfærsluviðmiðin skuli vera og námsmönnum er heldur ekki tryggð hækkun á framfærslu í samræmi við verðlag. Þessar breytingar eru mikilvægar fyrir námsmenn en um leið mikilvægar fyrir háskólana. Ef nemendur útskrifast almennt á skemmri tíma og ef dregur úr brotfalli úr námi þá nýtist fjármagn háskólanna betur. Þetta eru því tvær einfaldar en þýðingarmiklar breytingar sem óskandi er að fái umfjöllun á þinginu og verði að lögum. Framtíðin er í menntakerfinu Viðreisn hefur frá því að flokkurinn var stofnaður árið 2016 lagt þunga áherslu á menntamál. Við teljum að hér eigi að gera betur. Eftir efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldurs er enn meiri ástæða til að fjárfesta markvisst í menntun og í menntakerfinu og taka þannig markviss skref í átt að fjölbreyttara atvinnulífi. Með aukinni áherslu á menntun og nýsköpun sköpum við eftirsóknarverð störf, framleiðni eykst og við mótum samfélag sem laðar að sér hæfileikaríka einstaklinga. Stjórnvöld verða að standa með og standa vörð um háskólamenntun með því að gera háskólum kleift á að sækja fram. Það er gert með því að búa háskólunum góð rekstrarskilyrði og upp á það hefur því miður skort, enda stöndum við Norðurlandaþjóðum að baki hvað varðar framlög til háskólamenntunar. Stjórnvöld sem hafa metnaðarfulla sýn í menntamálum sýna það jafnframt í verki með því að tryggja háskólastúdentum viðundandi aðstæður til náms. Þessu frumvarpi er ætlað að ná fram þessu grundvallarmarkmiði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Hagsmunir stúdenta Námslán Viðreisn Alþingi Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Árum saman hefur komið fram af hálfu Stúdentaráðs að grunnframfærsla námslána sé of lág til að námsmenn geti framfleytt sér í námi. Þess vegna vinna stúdentar á Íslandi margir hverjir töluvert mikið með námi. Þessar aðstæður námsmanna eru til þess fallnar að draga úr námshraða og námsárangri. Ég lagði nýlega fram frumvarp um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna til að tryggja að námsmenn geti framfleytt sér án þess að þurfa að vinna með námi og að bæta með því námsframvindu námsmanna. Tillögurnar eru tvíþættar og að norrænni fyrirmynd. Námsstyrkir innleiddir Í fyrsta lagi að nemendur geti sótt um námsstyrk sem nemur 72.000 kr. á mánuði miðað við fulla námsframvindu, í að hámarki 5 skólaár. Þessu fyrirkomulagi er ætlað að skapa aðstæður og hvata fyrir námsmenn til vera í fullu námi og að bæta þar með námsframvindu. Með því að tryggja námsmönnum betri kjör má ná því fram að námsmenn á Íslandi tefjist ekki í námi sínu vegna mikillar vinnu samhliða námi. Betri kjör námsmanna eru því ekki aðeins námsmönnum til góða heldur háskólunum, atvinnulífinu og ríkiskassanum. Í öðru lagi er lagt til að grunnframfærsla námslána skuli að lágmarki nema neysluviðmiði félagsmálaráðuneytis og skuli taka hækkunum í samræmi við verðlag. Svo er ekki í núgildandi lögum. Með þessari breytingu yrði tryggt að grunnframfærsla námslána yrði hin sama og stuðst er við í viðmiðum félagsmálaráðuneytis um aðra hópa. Í gildandi lögum um Menntasjóð námsmanna segir ekki skýrt hver framfærsluviðmiðin skuli vera og námsmönnum er heldur ekki tryggð hækkun á framfærslu í samræmi við verðlag. Þessar breytingar eru mikilvægar fyrir námsmenn en um leið mikilvægar fyrir háskólana. Ef nemendur útskrifast almennt á skemmri tíma og ef dregur úr brotfalli úr námi þá nýtist fjármagn háskólanna betur. Þetta eru því tvær einfaldar en þýðingarmiklar breytingar sem óskandi er að fái umfjöllun á þinginu og verði að lögum. Framtíðin er í menntakerfinu Viðreisn hefur frá því að flokkurinn var stofnaður árið 2016 lagt þunga áherslu á menntamál. Við teljum að hér eigi að gera betur. Eftir efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldurs er enn meiri ástæða til að fjárfesta markvisst í menntun og í menntakerfinu og taka þannig markviss skref í átt að fjölbreyttara atvinnulífi. Með aukinni áherslu á menntun og nýsköpun sköpum við eftirsóknarverð störf, framleiðni eykst og við mótum samfélag sem laðar að sér hæfileikaríka einstaklinga. Stjórnvöld verða að standa með og standa vörð um háskólamenntun með því að gera háskólum kleift á að sækja fram. Það er gert með því að búa háskólunum góð rekstrarskilyrði og upp á það hefur því miður skort, enda stöndum við Norðurlandaþjóðum að baki hvað varðar framlög til háskólamenntunar. Stjórnvöld sem hafa metnaðarfulla sýn í menntamálum sýna það jafnframt í verki með því að tryggja háskólastúdentum viðundandi aðstæður til náms. Þessu frumvarpi er ætlað að ná fram þessu grundvallarmarkmiði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar