Með húmorinn að vopni við mótmæli gegn bólusetningum barna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. desember 2021 17:51 Hvenær er faraldur faraldur, Haraldur? Þegar stórt er spurt er fátt um svör. vísir Andstæðingar bólusetninga og aðgerða stjórnvalda gegn heimsfaraldrinum virðast hafa þróað með sér örlítinn húmor og smekk fyrir orðaleikjum. Á annað hundrað manns tóku þátt í mótmælum gegn bólusetningum barna í dag og voru slagorð mótmælenda mörg í frumlegri kantinum. Mótmælin fóru eflaust ekki fram hjá neinum sem átti leið um miðbæinn á milli klukkan 16 og 17 í dag en óvenjumargir sóttu mótmælin í samanburði við fyrri mótmæli þeirra sem efast um gildi bólusetninga. Eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þá auglýsti hópurinn mótmælin undir heitinu Friðarganga, hernaðarandstæðingum til lítillar ánægju en þeir hafa haldið árlega friðargöngu á Þorláksmessu frá árinu 1980. Sérstaklega sveið þessi nafnastuldur vegna þess að hernaðarandstæðingar hafa aflýst göngu sinni í ár af tilliti til sóttvarnatakmarkana. Í samtali við fréttastofu í gær þvertóku skipuleggjendur mótmælanna fyrir að nafnið væri fengið frá friðargöngu hernaðarandstæðinga. En sama hvort mótmælendur hafi haft hina fjörutíu ára gömlu jólahefð hernaðarandstæðinga í huga við nafngiftina eða ekki verður óumdeilt að titillinn er góður á mótmæli. Á annað hundrað manns tóku þátt í mótmælunum í dag. Og slagorð mótmælanda sem sjá mátti á skiltum þeirra voru einnig mörg nokkuð frumleg og jafnvel fyndin, sama hvað hverjum kann að finnast um boðskapinn sjálfan. Þar mátti sjá bregða fyrir hinu klassíska stílbragði, rími, hjá einum sem gekk framarlega í hópnum niður Laugaveginn: „Hvenær verður faraldur faraldur, Haraldur?“ og má þar ætla að spurningunni sé beint að fyrrverandi sóttvarnalækni Haraldi Briem. Og annar virtist ósáttur með gjöfina sem hann hafði fengið í skóinn hjá Hurðaskelli í nótt, kannski skiljanlega en á hans skilti stóð: „Hvað fékkstu í skóinn? Ég fékk 2ja metra málband“. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Slagorð úr vopnabúri hernaðarandstæðinga nýtt gegn bólusetningum barna Hernaðarandstæðingar eru afar ósáttir við að andstæðingar bólusetninga skuli nota þekkt slagorð úr þeirra vopnabúri. Boðað hefur verið til mótmæla þeirra sem gjalda varhug við bólusetningum undir yfirskriftinni Friðarganga. 17. desember 2021 23:00 Óbólusett börn geta veikst mikið af nýjum veiruafbrigðum Prófessor í barnalækningum og smitsjúkdómum segir það samfélagslega ábyrgð fullorðinna að láta bólusetja börnin sín, sem geti veikst alvarlega af nýju afbrigðum veirunnar. Ljósið í myrkrinu, að börnin mundu öll sleppa vel, er slokknað. Faraldurinn er á hraðri uppleið enn á ný og það eru óbólusett börn sem halda honum uppi, segir sóttvarnalæknir. 16. desember 2021 20:01 Gengst við því að hafa gert of mikið úr veikindum barna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur gengist við gagnrýni á umfjöllun hans um veikindi barna af völdum Covid-19 og leiðrétt fyrra mat sitt í samræmi við það. 17. desember 2021 15:34 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Mótmælin fóru eflaust ekki fram hjá neinum sem átti leið um miðbæinn á milli klukkan 16 og 17 í dag en óvenjumargir sóttu mótmælin í samanburði við fyrri mótmæli þeirra sem efast um gildi bólusetninga. Eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þá auglýsti hópurinn mótmælin undir heitinu Friðarganga, hernaðarandstæðingum til lítillar ánægju en þeir hafa haldið árlega friðargöngu á Þorláksmessu frá árinu 1980. Sérstaklega sveið þessi nafnastuldur vegna þess að hernaðarandstæðingar hafa aflýst göngu sinni í ár af tilliti til sóttvarnatakmarkana. Í samtali við fréttastofu í gær þvertóku skipuleggjendur mótmælanna fyrir að nafnið væri fengið frá friðargöngu hernaðarandstæðinga. En sama hvort mótmælendur hafi haft hina fjörutíu ára gömlu jólahefð hernaðarandstæðinga í huga við nafngiftina eða ekki verður óumdeilt að titillinn er góður á mótmæli. Á annað hundrað manns tóku þátt í mótmælunum í dag. Og slagorð mótmælanda sem sjá mátti á skiltum þeirra voru einnig mörg nokkuð frumleg og jafnvel fyndin, sama hvað hverjum kann að finnast um boðskapinn sjálfan. Þar mátti sjá bregða fyrir hinu klassíska stílbragði, rími, hjá einum sem gekk framarlega í hópnum niður Laugaveginn: „Hvenær verður faraldur faraldur, Haraldur?“ og má þar ætla að spurningunni sé beint að fyrrverandi sóttvarnalækni Haraldi Briem. Og annar virtist ósáttur með gjöfina sem hann hafði fengið í skóinn hjá Hurðaskelli í nótt, kannski skiljanlega en á hans skilti stóð: „Hvað fékkstu í skóinn? Ég fékk 2ja metra málband“.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Slagorð úr vopnabúri hernaðarandstæðinga nýtt gegn bólusetningum barna Hernaðarandstæðingar eru afar ósáttir við að andstæðingar bólusetninga skuli nota þekkt slagorð úr þeirra vopnabúri. Boðað hefur verið til mótmæla þeirra sem gjalda varhug við bólusetningum undir yfirskriftinni Friðarganga. 17. desember 2021 23:00 Óbólusett börn geta veikst mikið af nýjum veiruafbrigðum Prófessor í barnalækningum og smitsjúkdómum segir það samfélagslega ábyrgð fullorðinna að láta bólusetja börnin sín, sem geti veikst alvarlega af nýju afbrigðum veirunnar. Ljósið í myrkrinu, að börnin mundu öll sleppa vel, er slokknað. Faraldurinn er á hraðri uppleið enn á ný og það eru óbólusett börn sem halda honum uppi, segir sóttvarnalæknir. 16. desember 2021 20:01 Gengst við því að hafa gert of mikið úr veikindum barna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur gengist við gagnrýni á umfjöllun hans um veikindi barna af völdum Covid-19 og leiðrétt fyrra mat sitt í samræmi við það. 17. desember 2021 15:34 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Slagorð úr vopnabúri hernaðarandstæðinga nýtt gegn bólusetningum barna Hernaðarandstæðingar eru afar ósáttir við að andstæðingar bólusetninga skuli nota þekkt slagorð úr þeirra vopnabúri. Boðað hefur verið til mótmæla þeirra sem gjalda varhug við bólusetningum undir yfirskriftinni Friðarganga. 17. desember 2021 23:00
Óbólusett börn geta veikst mikið af nýjum veiruafbrigðum Prófessor í barnalækningum og smitsjúkdómum segir það samfélagslega ábyrgð fullorðinna að láta bólusetja börnin sín, sem geti veikst alvarlega af nýju afbrigðum veirunnar. Ljósið í myrkrinu, að börnin mundu öll sleppa vel, er slokknað. Faraldurinn er á hraðri uppleið enn á ný og það eru óbólusett börn sem halda honum uppi, segir sóttvarnalæknir. 16. desember 2021 20:01
Gengst við því að hafa gert of mikið úr veikindum barna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur gengist við gagnrýni á umfjöllun hans um veikindi barna af völdum Covid-19 og leiðrétt fyrra mat sitt í samræmi við það. 17. desember 2021 15:34