Kynlífsþrælkun, mansal og umfangsmikil brotastarfsemi hér á landi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. desember 2021 19:01 Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Vísir/Arnar Halldórsson Kynlífsþrælkun og mansal þrífst í miklum mæli hér á landi, að sögn greiningardeildar ríkislögreglustjóra, sem telur mikla ógn stafa af skipulagðri brotastarfsemi. Þá fari íslenskur fíkniefnamarkaður stöðugt stækkandi. Talið er að hundruð einstaklinga tengist skipulagðri brotastarfsemi hér á landi og að velta hennar hlaupi á milljörðum króna ár hvert. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í svartri skýrslu ríkislögreglustjóra sem varpar ljósi á umfangsmikla fíkniefnaneyslu, brotastarfsemi, peningaþvætti, mansal og fleira. „Þessi rannsókn leiddi í ljós að við erum á pari við aðrar borgir í Evrópu, miðað við þær rannsóknir sem þar hafa verið gerðar. Og það kom á óvart að amfetamínneysla virðist vera örlítið meiri hér á landi en í þeim borgum sem voru rannsakaðar í Evrópu,” segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Þá segir hann að ferðatakmarkanir virðist hafa haft lítil áhrif á innflutning fíkniefna til landsins. Sömuleiðis sé skipulögð brotastarfsemi hér svipuð og í nágrannalöndunum; meiri atvinnumennska, aukin notkun stafrænnar tækni og aukin fjölþjóðavæðing. Viðskiptin séu að miklu leyti að færast yfir á smáforrit en hér fyrir neðan má sjá auglýsingu þar sem fíkniefni og vændi eru auglýst. Runólfur segir ljóst að mansal þrífist hér á landi. „Það teljum við vera staðfest þó það hafi ekki farið mörg mál í gegnum ákæruferli hjá okkur. Það skýrist af því að lagaumgjörðin varð skýrari núna á þessu ári og við höfum upplýsingar um að það eru fleiri mál sem munu koma til kasta ákæruvaldsins og dómstóla í þessum málaflokki.” Helsta birtingarmyndin sé kynlífsþrælkun og vinnumansal. „Við sjáum það í byggingariðnaði, við sjáum það í ferðamannaiðnaðnum, og við sjáum að fólk lendir í mjög erfiðri stöðu. Það er verið að hagnýta sér neyð fullt af fólki. Þetta er mikið áhyggjuefni og við þurfum að bregðast við þessu,” segir Runólfur. Lögreglumál Vændi Fíkniefnabrot Lögreglan Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Talið er að hundruð einstaklinga tengist skipulagðri brotastarfsemi hér á landi og að velta hennar hlaupi á milljörðum króna ár hvert. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í svartri skýrslu ríkislögreglustjóra sem varpar ljósi á umfangsmikla fíkniefnaneyslu, brotastarfsemi, peningaþvætti, mansal og fleira. „Þessi rannsókn leiddi í ljós að við erum á pari við aðrar borgir í Evrópu, miðað við þær rannsóknir sem þar hafa verið gerðar. Og það kom á óvart að amfetamínneysla virðist vera örlítið meiri hér á landi en í þeim borgum sem voru rannsakaðar í Evrópu,” segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Þá segir hann að ferðatakmarkanir virðist hafa haft lítil áhrif á innflutning fíkniefna til landsins. Sömuleiðis sé skipulögð brotastarfsemi hér svipuð og í nágrannalöndunum; meiri atvinnumennska, aukin notkun stafrænnar tækni og aukin fjölþjóðavæðing. Viðskiptin séu að miklu leyti að færast yfir á smáforrit en hér fyrir neðan má sjá auglýsingu þar sem fíkniefni og vændi eru auglýst. Runólfur segir ljóst að mansal þrífist hér á landi. „Það teljum við vera staðfest þó það hafi ekki farið mörg mál í gegnum ákæruferli hjá okkur. Það skýrist af því að lagaumgjörðin varð skýrari núna á þessu ári og við höfum upplýsingar um að það eru fleiri mál sem munu koma til kasta ákæruvaldsins og dómstóla í þessum málaflokki.” Helsta birtingarmyndin sé kynlífsþrælkun og vinnumansal. „Við sjáum það í byggingariðnaði, við sjáum það í ferðamannaiðnaðnum, og við sjáum að fólk lendir í mjög erfiðri stöðu. Það er verið að hagnýta sér neyð fullt af fólki. Þetta er mikið áhyggjuefni og við þurfum að bregðast við þessu,” segir Runólfur.
Lögreglumál Vændi Fíkniefnabrot Lögreglan Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira