Skorar á Sjálfstæðismenn að styðja frekar almennt prófkjör Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. desember 2021 13:16 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir óráðlegt að flokkurinn fari inn í annað kjörtímabil þar sem borgarfulltrúar hafa ekki sótt umboð til flokksmanna. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gagnrýnir tillögu um svokallað leiðtogaprófkjör fyrir kosningarnar í vor og skorar á flokksmenn að styðja frekar við almennt prófkjör. Oddviti flokksins í borginni segir að frambjóðendur eigi ekki að fá að stjórna því hvernig prófkjörum er háttað. Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, lagði til á fundi sínum í gær að notast yrði við sama fyrirkomulag í kosningunum í vor og var gert árið 2018, þar sem efnt var til prófkjörs um hver myndi leiða lista flokksins í borginni. Þá var skipuð kjörnefnd til að raða í önnur sæti listans. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir tillöguna og segist frekar hlynnt almennu prófkjöri. „Mér finnst kannski ekki sérstaklega sterkt ef við ætlum að fara inn í annað kjörtímabil og vera átta ár borgarfulltrúar sem hafa ekki sótt umboð til flokksmanna,“ segir Hildur. Hún segist undrandi yfir niðurstöðu Varðar og segist skynja það hjá flokksmönnum að þau vilji frekar almennt prófkjör. „Við erum lýðræðislegur flokkur og við höfum farið lýðræðislegar leiðir til að velja fólk á okkar lista og þannig tel ég rétt að við höfum það áfram,“ segir Hildur. „Þetta var einhver tilraun síðast, gott og vel, en ég held að það sé ekki gott að við förum í þetta aftur.“ Hún bendir á að fulltrúaráð eigi eftir að samþykkja tillöguna. „Það verður bara að koma í ljós hver niðurstaðan verður en ég skora á Sjálfstæðismenn að styðja mun fremur almennt prófkjör og boða bara til öflugs prófkjörs í febrúar og nota það sem slagkraft inn í öfluga kosningabaráttu,“ segir Hildur. Ekki frambjóðendur sem stjórna Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er þó á öðru máli en Hildur. Hann segir að Vörður ráði leikreglunum í prófkjörinu og þannig eigi það að vera. „Hér er þessi aðferð rökstudd með því að það séu skýrar línur og ég horfi bara á það að grasrótin er með þessa tillögu og hún í rauninni á að ráða hvernig stillt er upp á lista en ekki frambjóðendur,“ segir Eyþór. Hann segist þó skilja að skiptar skoðanir séu á fyrirkomulaginu en bendir á að um prófkjör sé að ræða engu að síður. „Þannig ég held að það sé jákvætt að flokksmenn fái að velja. Þarna er farin sú leið að velja um efsta sætið og það er gott að fólk fái þá möguleika að kjósa um það, það er jákvætt. En það eru alltaf skiptar skoðanir um allt í pólitík,“ segir Eyþór. „Það er eðlilegt að þeir sem ákveða hvernig reglurnar eru ákveði það en frambjóðendur fari síðan bara eftir því.“ Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Hildur stefnir á oddvitasætið: Ætlar sér að verða borgarstjóri Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Hún stefnir á að vera borgarstjóri og ætlar sér að setja samgöngumál og leikskólamál á oddinn. 8. desember 2021 19:00 „Fólk þarf að gera upp við sig hvor aðilinn sé líklegri til að vinna kosningar“ Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir mættu í Silfur Egils á RÚV í morgun þar sem meðal annars var rætt um slaginn sem fram undan er þeirra á milli um oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni. 12. desember 2021 14:56 Baráttan um borgina að hefjast Fyrirséð er að hart verður barist um hylli kjósenda í komandi borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. Áður en til kosninganna kemur, þurfa flokkarnir ýmist að stilla upp á lista eða fara í prófkjör og því ekki seinna vænna að flokkarnir fari að velja sér forystufólk. Fjölmörg ný nöfn eru nefnd til skjalanna í þeim efnum og sum hver kunnugleg. 20. nóvember 2021 10:00 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, lagði til á fundi sínum í gær að notast yrði við sama fyrirkomulag í kosningunum í vor og var gert árið 2018, þar sem efnt var til prófkjörs um hver myndi leiða lista flokksins í borginni. Þá var skipuð kjörnefnd til að raða í önnur sæti listans. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir tillöguna og segist frekar hlynnt almennu prófkjöri. „Mér finnst kannski ekki sérstaklega sterkt ef við ætlum að fara inn í annað kjörtímabil og vera átta ár borgarfulltrúar sem hafa ekki sótt umboð til flokksmanna,“ segir Hildur. Hún segist undrandi yfir niðurstöðu Varðar og segist skynja það hjá flokksmönnum að þau vilji frekar almennt prófkjör. „Við erum lýðræðislegur flokkur og við höfum farið lýðræðislegar leiðir til að velja fólk á okkar lista og þannig tel ég rétt að við höfum það áfram,“ segir Hildur. „Þetta var einhver tilraun síðast, gott og vel, en ég held að það sé ekki gott að við förum í þetta aftur.“ Hún bendir á að fulltrúaráð eigi eftir að samþykkja tillöguna. „Það verður bara að koma í ljós hver niðurstaðan verður en ég skora á Sjálfstæðismenn að styðja mun fremur almennt prófkjör og boða bara til öflugs prófkjörs í febrúar og nota það sem slagkraft inn í öfluga kosningabaráttu,“ segir Hildur. Ekki frambjóðendur sem stjórna Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er þó á öðru máli en Hildur. Hann segir að Vörður ráði leikreglunum í prófkjörinu og þannig eigi það að vera. „Hér er þessi aðferð rökstudd með því að það séu skýrar línur og ég horfi bara á það að grasrótin er með þessa tillögu og hún í rauninni á að ráða hvernig stillt er upp á lista en ekki frambjóðendur,“ segir Eyþór. Hann segist þó skilja að skiptar skoðanir séu á fyrirkomulaginu en bendir á að um prófkjör sé að ræða engu að síður. „Þannig ég held að það sé jákvætt að flokksmenn fái að velja. Þarna er farin sú leið að velja um efsta sætið og það er gott að fólk fái þá möguleika að kjósa um það, það er jákvætt. En það eru alltaf skiptar skoðanir um allt í pólitík,“ segir Eyþór. „Það er eðlilegt að þeir sem ákveða hvernig reglurnar eru ákveði það en frambjóðendur fari síðan bara eftir því.“
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Hildur stefnir á oddvitasætið: Ætlar sér að verða borgarstjóri Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Hún stefnir á að vera borgarstjóri og ætlar sér að setja samgöngumál og leikskólamál á oddinn. 8. desember 2021 19:00 „Fólk þarf að gera upp við sig hvor aðilinn sé líklegri til að vinna kosningar“ Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir mættu í Silfur Egils á RÚV í morgun þar sem meðal annars var rætt um slaginn sem fram undan er þeirra á milli um oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni. 12. desember 2021 14:56 Baráttan um borgina að hefjast Fyrirséð er að hart verður barist um hylli kjósenda í komandi borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. Áður en til kosninganna kemur, þurfa flokkarnir ýmist að stilla upp á lista eða fara í prófkjör og því ekki seinna vænna að flokkarnir fari að velja sér forystufólk. Fjölmörg ný nöfn eru nefnd til skjalanna í þeim efnum og sum hver kunnugleg. 20. nóvember 2021 10:00 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Hildur stefnir á oddvitasætið: Ætlar sér að verða borgarstjóri Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Hún stefnir á að vera borgarstjóri og ætlar sér að setja samgöngumál og leikskólamál á oddinn. 8. desember 2021 19:00
„Fólk þarf að gera upp við sig hvor aðilinn sé líklegri til að vinna kosningar“ Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir mættu í Silfur Egils á RÚV í morgun þar sem meðal annars var rætt um slaginn sem fram undan er þeirra á milli um oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni. 12. desember 2021 14:56
Baráttan um borgina að hefjast Fyrirséð er að hart verður barist um hylli kjósenda í komandi borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. Áður en til kosninganna kemur, þurfa flokkarnir ýmist að stilla upp á lista eða fara í prófkjör og því ekki seinna vænna að flokkarnir fari að velja sér forystufólk. Fjölmörg ný nöfn eru nefnd til skjalanna í þeim efnum og sum hver kunnugleg. 20. nóvember 2021 10:00