Skorar á Sjálfstæðismenn að styðja frekar almennt prófkjör Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. desember 2021 13:16 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir óráðlegt að flokkurinn fari inn í annað kjörtímabil þar sem borgarfulltrúar hafa ekki sótt umboð til flokksmanna. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gagnrýnir tillögu um svokallað leiðtogaprófkjör fyrir kosningarnar í vor og skorar á flokksmenn að styðja frekar við almennt prófkjör. Oddviti flokksins í borginni segir að frambjóðendur eigi ekki að fá að stjórna því hvernig prófkjörum er háttað. Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, lagði til á fundi sínum í gær að notast yrði við sama fyrirkomulag í kosningunum í vor og var gert árið 2018, þar sem efnt var til prófkjörs um hver myndi leiða lista flokksins í borginni. Þá var skipuð kjörnefnd til að raða í önnur sæti listans. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir tillöguna og segist frekar hlynnt almennu prófkjöri. „Mér finnst kannski ekki sérstaklega sterkt ef við ætlum að fara inn í annað kjörtímabil og vera átta ár borgarfulltrúar sem hafa ekki sótt umboð til flokksmanna,“ segir Hildur. Hún segist undrandi yfir niðurstöðu Varðar og segist skynja það hjá flokksmönnum að þau vilji frekar almennt prófkjör. „Við erum lýðræðislegur flokkur og við höfum farið lýðræðislegar leiðir til að velja fólk á okkar lista og þannig tel ég rétt að við höfum það áfram,“ segir Hildur. „Þetta var einhver tilraun síðast, gott og vel, en ég held að það sé ekki gott að við förum í þetta aftur.“ Hún bendir á að fulltrúaráð eigi eftir að samþykkja tillöguna. „Það verður bara að koma í ljós hver niðurstaðan verður en ég skora á Sjálfstæðismenn að styðja mun fremur almennt prófkjör og boða bara til öflugs prófkjörs í febrúar og nota það sem slagkraft inn í öfluga kosningabaráttu,“ segir Hildur. Ekki frambjóðendur sem stjórna Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er þó á öðru máli en Hildur. Hann segir að Vörður ráði leikreglunum í prófkjörinu og þannig eigi það að vera. „Hér er þessi aðferð rökstudd með því að það séu skýrar línur og ég horfi bara á það að grasrótin er með þessa tillögu og hún í rauninni á að ráða hvernig stillt er upp á lista en ekki frambjóðendur,“ segir Eyþór. Hann segist þó skilja að skiptar skoðanir séu á fyrirkomulaginu en bendir á að um prófkjör sé að ræða engu að síður. „Þannig ég held að það sé jákvætt að flokksmenn fái að velja. Þarna er farin sú leið að velja um efsta sætið og það er gott að fólk fái þá möguleika að kjósa um það, það er jákvætt. En það eru alltaf skiptar skoðanir um allt í pólitík,“ segir Eyþór. „Það er eðlilegt að þeir sem ákveða hvernig reglurnar eru ákveði það en frambjóðendur fari síðan bara eftir því.“ Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Hildur stefnir á oddvitasætið: Ætlar sér að verða borgarstjóri Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Hún stefnir á að vera borgarstjóri og ætlar sér að setja samgöngumál og leikskólamál á oddinn. 8. desember 2021 19:00 „Fólk þarf að gera upp við sig hvor aðilinn sé líklegri til að vinna kosningar“ Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir mættu í Silfur Egils á RÚV í morgun þar sem meðal annars var rætt um slaginn sem fram undan er þeirra á milli um oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni. 12. desember 2021 14:56 Baráttan um borgina að hefjast Fyrirséð er að hart verður barist um hylli kjósenda í komandi borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. Áður en til kosninganna kemur, þurfa flokkarnir ýmist að stilla upp á lista eða fara í prófkjör og því ekki seinna vænna að flokkarnir fari að velja sér forystufólk. Fjölmörg ný nöfn eru nefnd til skjalanna í þeim efnum og sum hver kunnugleg. 20. nóvember 2021 10:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, lagði til á fundi sínum í gær að notast yrði við sama fyrirkomulag í kosningunum í vor og var gert árið 2018, þar sem efnt var til prófkjörs um hver myndi leiða lista flokksins í borginni. Þá var skipuð kjörnefnd til að raða í önnur sæti listans. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir tillöguna og segist frekar hlynnt almennu prófkjöri. „Mér finnst kannski ekki sérstaklega sterkt ef við ætlum að fara inn í annað kjörtímabil og vera átta ár borgarfulltrúar sem hafa ekki sótt umboð til flokksmanna,“ segir Hildur. Hún segist undrandi yfir niðurstöðu Varðar og segist skynja það hjá flokksmönnum að þau vilji frekar almennt prófkjör. „Við erum lýðræðislegur flokkur og við höfum farið lýðræðislegar leiðir til að velja fólk á okkar lista og þannig tel ég rétt að við höfum það áfram,“ segir Hildur. „Þetta var einhver tilraun síðast, gott og vel, en ég held að það sé ekki gott að við förum í þetta aftur.“ Hún bendir á að fulltrúaráð eigi eftir að samþykkja tillöguna. „Það verður bara að koma í ljós hver niðurstaðan verður en ég skora á Sjálfstæðismenn að styðja mun fremur almennt prófkjör og boða bara til öflugs prófkjörs í febrúar og nota það sem slagkraft inn í öfluga kosningabaráttu,“ segir Hildur. Ekki frambjóðendur sem stjórna Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er þó á öðru máli en Hildur. Hann segir að Vörður ráði leikreglunum í prófkjörinu og þannig eigi það að vera. „Hér er þessi aðferð rökstudd með því að það séu skýrar línur og ég horfi bara á það að grasrótin er með þessa tillögu og hún í rauninni á að ráða hvernig stillt er upp á lista en ekki frambjóðendur,“ segir Eyþór. Hann segist þó skilja að skiptar skoðanir séu á fyrirkomulaginu en bendir á að um prófkjör sé að ræða engu að síður. „Þannig ég held að það sé jákvætt að flokksmenn fái að velja. Þarna er farin sú leið að velja um efsta sætið og það er gott að fólk fái þá möguleika að kjósa um það, það er jákvætt. En það eru alltaf skiptar skoðanir um allt í pólitík,“ segir Eyþór. „Það er eðlilegt að þeir sem ákveða hvernig reglurnar eru ákveði það en frambjóðendur fari síðan bara eftir því.“
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Hildur stefnir á oddvitasætið: Ætlar sér að verða borgarstjóri Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Hún stefnir á að vera borgarstjóri og ætlar sér að setja samgöngumál og leikskólamál á oddinn. 8. desember 2021 19:00 „Fólk þarf að gera upp við sig hvor aðilinn sé líklegri til að vinna kosningar“ Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir mættu í Silfur Egils á RÚV í morgun þar sem meðal annars var rætt um slaginn sem fram undan er þeirra á milli um oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni. 12. desember 2021 14:56 Baráttan um borgina að hefjast Fyrirséð er að hart verður barist um hylli kjósenda í komandi borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. Áður en til kosninganna kemur, þurfa flokkarnir ýmist að stilla upp á lista eða fara í prófkjör og því ekki seinna vænna að flokkarnir fari að velja sér forystufólk. Fjölmörg ný nöfn eru nefnd til skjalanna í þeim efnum og sum hver kunnugleg. 20. nóvember 2021 10:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Hildur stefnir á oddvitasætið: Ætlar sér að verða borgarstjóri Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Hún stefnir á að vera borgarstjóri og ætlar sér að setja samgöngumál og leikskólamál á oddinn. 8. desember 2021 19:00
„Fólk þarf að gera upp við sig hvor aðilinn sé líklegri til að vinna kosningar“ Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir mættu í Silfur Egils á RÚV í morgun þar sem meðal annars var rætt um slaginn sem fram undan er þeirra á milli um oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni. 12. desember 2021 14:56
Baráttan um borgina að hefjast Fyrirséð er að hart verður barist um hylli kjósenda í komandi borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. Áður en til kosninganna kemur, þurfa flokkarnir ýmist að stilla upp á lista eða fara í prófkjör og því ekki seinna vænna að flokkarnir fari að velja sér forystufólk. Fjölmörg ný nöfn eru nefnd til skjalanna í þeim efnum og sum hver kunnugleg. 20. nóvember 2021 10:00