Miklar breytingar fram undan Snorri Másson skrifar 15. desember 2021 09:58 Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Garðabær fá nýja bæjarstjóra eftir kosningar. Í Hafnarfirði, í Kópavogi og í Hveragerði ætla sitjandi sveitarstjórar að sækjast eftir endurkjöri. Og í Vestmannaeyjum og í Reykjavík er allt enn óljóst - Íris og Dagur segja til eftir hátíðirnar. vísir Barist verður um eftirsóttar bæjarstjórastöður í sveitarfélögum í kringum Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum að sögn stjórnmálafræðings. Rúmir fimm mánuðir eru til kosninga og línurnar eru farnar að skýrast. Víðast hvar í minni sveitarfélögum landsins eru bæjarstjórarnir ráðnir en í stærri sveitarfélögum eru þeir jafnan kjörnir fulltrúar. Í sveitarfélögunum umhverfis Reykjavík hafa nokkrir þaulsetnir bæjarstjórar þegar tilkynnt að þeir hyggist ekki gefa kost á sér aftur. Farið var yfir sviðið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: Ásgerður Halldórsdóttir, sem hefur verið bæjarstjóri fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Seltjarnarnesi frá 2009, ætlar að segja þetta gott. Hið sama gildir um Harald Sverrisson bæjarstjóra í Mosfellsbæ, sem hefur verið þar fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 2007. Hann lætur nú af störfum. Og Gunnar Einarsson sem hefur verið bæjarstjóri í Garðabæ frá árinu 2005 segir þetta sömuleiðis gott eftir næstum 17 ár. „Klárlega eru þá prófkjör að fara af stað í einhverjum flokkum að minnsta kosti hjá Sjálfstæðisflokknum. Svo er fyrirséð að það verður barist um þessa stóla af því að þetta eru mjög vinsæl embætti getum við sagt,“ segir Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði.Kristinn Ingvarsson/HÍ Garðabær, Seltjarnarnes og Mosfellsbær hafa lengi verið í höndum sjálfstæðismanna og ekkert sem bendir endilega til þess að breyting verði þar á. En það er þó ekki útilokað að mati Evu. „Það er líka svolítið með sveitarstjórnarkosningar að þar geta persónutöfrar leiðtoga í flokkum skipt töluverðu máli. Þannig að einhver sem getur hrifið fólk með sér getur jafnvel unnið á, þótt flokkurinn sjálfur hafi kannski ekki alltaf verið sterkur í bænum,“ segir Eva Marín. Dagur og Íris segjast vera óákveðin Í Hafnarfirði hefur Rósa Guðbjartsdóttir gefið það út að hún gefi kost á sér áfram, en hún hefur verið bæjarstjóri frá 2018. Í Kópavogi gildir hið sama um Ármann Kr. Ólafsson, sem ætlar að taka þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í vor. Aldís Hafsteinsdóttir hefur staðfest í samtali við fréttastofu að ef hún njóti stuðnings félaga sinna áfram vilji hún gefa áfram kost á sér sem bæjarstjóra í Hveragerði. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum ætlar að taka sér hátíðirnar í að gera upp hug sinn um framhaldið og það sama gildir um Dag B. Eggertsson borgarstjóra, sem ætlar að tilkynna af eða á um málið eftir áramót. Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Rósa ætlar að halda í bæjarstjórastólinn Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, gefur áfram kost á sér í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Sömu sögu er að segja af Ármanni Kr. Ólafssyni í Kópavogi. 14. desember 2021 14:16 Mest lesið Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Innlent Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Innlent Allt að sautján stiga hiti í dag Veður Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Innlent Fleiri fréttir Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Ánægja með gjaldfrjálsar skólamáltíðir en fjármögnunin áskorun Verðbólga eykst og Alþingi í óvissu Gerðu úttekt á skrifstofu Ríkissáttasemjara Stærsti árgangur sögunnar fer í framhaldsskóla: „Það verður þétt setið í skólastofunni“ Flakk á fylginu og brunamótamatið vanáætlað Lögregla varar við „Nígeríubréfum“ og öðrum netglæpum Veita engar upplýsingar um tilboðið í Háholt Nýju tilboði í Háholt svarað með gagntilboði Sjá meira
Víðast hvar í minni sveitarfélögum landsins eru bæjarstjórarnir ráðnir en í stærri sveitarfélögum eru þeir jafnan kjörnir fulltrúar. Í sveitarfélögunum umhverfis Reykjavík hafa nokkrir þaulsetnir bæjarstjórar þegar tilkynnt að þeir hyggist ekki gefa kost á sér aftur. Farið var yfir sviðið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: Ásgerður Halldórsdóttir, sem hefur verið bæjarstjóri fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Seltjarnarnesi frá 2009, ætlar að segja þetta gott. Hið sama gildir um Harald Sverrisson bæjarstjóra í Mosfellsbæ, sem hefur verið þar fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 2007. Hann lætur nú af störfum. Og Gunnar Einarsson sem hefur verið bæjarstjóri í Garðabæ frá árinu 2005 segir þetta sömuleiðis gott eftir næstum 17 ár. „Klárlega eru þá prófkjör að fara af stað í einhverjum flokkum að minnsta kosti hjá Sjálfstæðisflokknum. Svo er fyrirséð að það verður barist um þessa stóla af því að þetta eru mjög vinsæl embætti getum við sagt,“ segir Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði.Kristinn Ingvarsson/HÍ Garðabær, Seltjarnarnes og Mosfellsbær hafa lengi verið í höndum sjálfstæðismanna og ekkert sem bendir endilega til þess að breyting verði þar á. En það er þó ekki útilokað að mati Evu. „Það er líka svolítið með sveitarstjórnarkosningar að þar geta persónutöfrar leiðtoga í flokkum skipt töluverðu máli. Þannig að einhver sem getur hrifið fólk með sér getur jafnvel unnið á, þótt flokkurinn sjálfur hafi kannski ekki alltaf verið sterkur í bænum,“ segir Eva Marín. Dagur og Íris segjast vera óákveðin Í Hafnarfirði hefur Rósa Guðbjartsdóttir gefið það út að hún gefi kost á sér áfram, en hún hefur verið bæjarstjóri frá 2018. Í Kópavogi gildir hið sama um Ármann Kr. Ólafsson, sem ætlar að taka þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í vor. Aldís Hafsteinsdóttir hefur staðfest í samtali við fréttastofu að ef hún njóti stuðnings félaga sinna áfram vilji hún gefa áfram kost á sér sem bæjarstjóra í Hveragerði. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum ætlar að taka sér hátíðirnar í að gera upp hug sinn um framhaldið og það sama gildir um Dag B. Eggertsson borgarstjóra, sem ætlar að tilkynna af eða á um málið eftir áramót.
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Rósa ætlar að halda í bæjarstjórastólinn Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, gefur áfram kost á sér í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Sömu sögu er að segja af Ármanni Kr. Ólafssyni í Kópavogi. 14. desember 2021 14:16 Mest lesið Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Innlent Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Innlent Allt að sautján stiga hiti í dag Veður Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Innlent Fleiri fréttir Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Ánægja með gjaldfrjálsar skólamáltíðir en fjármögnunin áskorun Verðbólga eykst og Alþingi í óvissu Gerðu úttekt á skrifstofu Ríkissáttasemjara Stærsti árgangur sögunnar fer í framhaldsskóla: „Það verður þétt setið í skólastofunni“ Flakk á fylginu og brunamótamatið vanáætlað Lögregla varar við „Nígeríubréfum“ og öðrum netglæpum Veita engar upplýsingar um tilboðið í Háholt Nýju tilboði í Háholt svarað með gagntilboði Sjá meira
Rósa ætlar að halda í bæjarstjórastólinn Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, gefur áfram kost á sér í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Sömu sögu er að segja af Ármanni Kr. Ólafssyni í Kópavogi. 14. desember 2021 14:16