Tíu nemendur og fimm starfsmenn Klettaskóla smitaðir Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. desember 2021 14:40 Smitin eru að mestu bundin við tvo árganga skólans. Vísir/Vilhelm Þó nokkrir nemendur Klettaskóla og starfsmenn hafa verið sendir í sóttkví eftir að smit greindist innan skólans fyrir helgi. Skólastjóri bindur vonir við að fleiri greinist ekki á næstu dögum en ómögulegt sé að segja til um framhaldið. Smit af völdum Covid-19 hefur nú komið upp í sérskólanum Klettaskóla í Reykjavík en í heildina hafa tíu nemendur og fimm starfsmenn greinst smitaðir. Arnheiður Helgadóttir, skólastjóri Klettaskóla, segir í samtali við fréttastofu að smitin séu að mestu bundin við tvo árganga skólans og að þeim hafi tekist að einangra tilfellin nokkuð vel. Skólastarf hefur ekki verið fellt niður en bæði starfsmenn og nemendur, hafa verið sendir í sóttkví vegna málsins sem hefur áhrif á skólastarf, líkt og gefur að skilja. Þau fari nú alfarið eftir tilmælum heilbrigðisyfirvalda eins og þau hafa alltaf gert. Mögulegt er að grípa þurfi til hertra aðgerða innan skólans ef fleiri greinast á næstu dögum. Um leið og smitin komu upp fyrir helgi var ráðist í smitrakningu að sögn Arnheiðar og bindur hún vonir við að fleiri muni ekki greinast á næstu dögum. „En þetta fyrirbæri er nú þannig að við höfum ekki hugmynd um hvert morgundagurinn leiðir okkur,“ segir Arnheiður. Hún bendir á að staðan í Klettaskóla sé ekki frábrugðin stöðunni í öðrum skólum hér á landi þar sem börn hafa í auknum mæli verið að greinast smituð í haust og vetur. Þetta sé þó í fyrsta sinn sem að hópsmit komi upp innan Klettaskóla og segir Arnheiður að þau hafi verið heppin með það. „Ég þakka fyrst og fremst foreldrum og svo hins vegar starfsfólki sem hefur staðið sig ótrúlega vel,“ segir Arnheiður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Spurning hvort þróunin sé að snúast við og við séum að fara upp á við Í gær greindust 149 með kórónuveiruna innanlands en fleiri hafa ekki greinst með veiruna í hálfan mánuð. Sóttvarnalæknir segir spurningu hvort að þróunin sé að snúast við og faraldurinn að fara upp á við aftur. 9. desember 2021 11:46 Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Smit af völdum Covid-19 hefur nú komið upp í sérskólanum Klettaskóla í Reykjavík en í heildina hafa tíu nemendur og fimm starfsmenn greinst smitaðir. Arnheiður Helgadóttir, skólastjóri Klettaskóla, segir í samtali við fréttastofu að smitin séu að mestu bundin við tvo árganga skólans og að þeim hafi tekist að einangra tilfellin nokkuð vel. Skólastarf hefur ekki verið fellt niður en bæði starfsmenn og nemendur, hafa verið sendir í sóttkví vegna málsins sem hefur áhrif á skólastarf, líkt og gefur að skilja. Þau fari nú alfarið eftir tilmælum heilbrigðisyfirvalda eins og þau hafa alltaf gert. Mögulegt er að grípa þurfi til hertra aðgerða innan skólans ef fleiri greinast á næstu dögum. Um leið og smitin komu upp fyrir helgi var ráðist í smitrakningu að sögn Arnheiðar og bindur hún vonir við að fleiri muni ekki greinast á næstu dögum. „En þetta fyrirbæri er nú þannig að við höfum ekki hugmynd um hvert morgundagurinn leiðir okkur,“ segir Arnheiður. Hún bendir á að staðan í Klettaskóla sé ekki frábrugðin stöðunni í öðrum skólum hér á landi þar sem börn hafa í auknum mæli verið að greinast smituð í haust og vetur. Þetta sé þó í fyrsta sinn sem að hópsmit komi upp innan Klettaskóla og segir Arnheiður að þau hafi verið heppin með það. „Ég þakka fyrst og fremst foreldrum og svo hins vegar starfsfólki sem hefur staðið sig ótrúlega vel,“ segir Arnheiður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Spurning hvort þróunin sé að snúast við og við séum að fara upp á við Í gær greindust 149 með kórónuveiruna innanlands en fleiri hafa ekki greinst með veiruna í hálfan mánuð. Sóttvarnalæknir segir spurningu hvort að þróunin sé að snúast við og faraldurinn að fara upp á við aftur. 9. desember 2021 11:46 Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Spurning hvort þróunin sé að snúast við og við séum að fara upp á við Í gær greindust 149 með kórónuveiruna innanlands en fleiri hafa ekki greinst með veiruna í hálfan mánuð. Sóttvarnalæknir segir spurningu hvort að þróunin sé að snúast við og faraldurinn að fara upp á við aftur. 9. desember 2021 11:46
Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46