Mega skoða síma vegna rannsóknar á andláti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. desember 2021 12:08 Lögreglan rannsakar andlát manns og fær nú aðgang að síma félaga mannsins. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur heimilað lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að rannsaka síma og innihald hans í tengslum við rannsókn á andláti. Þann 3. nóvember síðastliðinn fékk lögreglan tilkynningu um meðvitundarlausan einstakling. Endurlífgunartilraunur báru ekki árangur. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að strax á vettvangi hafi vaknað grunur um að maðurinn hafi látist af völdum ofneyslu fíkniefna. Fjórir voru handteknir á vettvangi vegna rannsóknar málsins, þar á meðal eigandi umrædds síma sem lögregla lagði hald á. Segist hafa sprautað hinn látna með amfetamíni til að hressa hann við Rannsókn lögreglu hefur beinst að því að reyna að upplýsa hvað hafi átt sér stað í aðdraganda andlátsins. Telur lögregla ljóst að sá sem lést hafi komið, ásamt eiganda símans, á staðinn þar sem hann lést kvöldið áður. Hann hafi þá þegar verið í slæmu ásigkomulagi. Illa hefur gengið hjá lögreglu að fá greinargóðar lýsingar á því hvað hafi átt sér stað umrætt kvöld frá þeim sem handteknir voru á staðnum. Eigandi símans hefur ekki viljað upplýsa um hvaðan hann og hinn látni komu, hvað þeir hafi gert áður umrætt kvöld eða hver hafi komið með þeim. Þó hefur eigandi símans upplýst lögreglu um að hann hafi haft áhyggjur af ástandi hins látna og því gripið til þess ráðs að sprauta hinn látna með amfetamíni í því skyni að reyna að hressa hann við. Lögregla telur mikilvægt að rannsaka efni símans, þar á meðal myndskeið eða hljóðupptökur, í því skyni að varpa ljósi á hvað átti sér stað umrætt kvöld. Einnig til að skoða hvort að eigandi símans eða sá sem lést hafi verið í sambandi við einhverja aðra um kvöldið. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Þann 3. nóvember síðastliðinn fékk lögreglan tilkynningu um meðvitundarlausan einstakling. Endurlífgunartilraunur báru ekki árangur. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að strax á vettvangi hafi vaknað grunur um að maðurinn hafi látist af völdum ofneyslu fíkniefna. Fjórir voru handteknir á vettvangi vegna rannsóknar málsins, þar á meðal eigandi umrædds síma sem lögregla lagði hald á. Segist hafa sprautað hinn látna með amfetamíni til að hressa hann við Rannsókn lögreglu hefur beinst að því að reyna að upplýsa hvað hafi átt sér stað í aðdraganda andlátsins. Telur lögregla ljóst að sá sem lést hafi komið, ásamt eiganda símans, á staðinn þar sem hann lést kvöldið áður. Hann hafi þá þegar verið í slæmu ásigkomulagi. Illa hefur gengið hjá lögreglu að fá greinargóðar lýsingar á því hvað hafi átt sér stað umrætt kvöld frá þeim sem handteknir voru á staðnum. Eigandi símans hefur ekki viljað upplýsa um hvaðan hann og hinn látni komu, hvað þeir hafi gert áður umrætt kvöld eða hver hafi komið með þeim. Þó hefur eigandi símans upplýst lögreglu um að hann hafi haft áhyggjur af ástandi hins látna og því gripið til þess ráðs að sprauta hinn látna með amfetamíni í því skyni að reyna að hressa hann við. Lögregla telur mikilvægt að rannsaka efni símans, þar á meðal myndskeið eða hljóðupptökur, í því skyni að varpa ljósi á hvað átti sér stað umrætt kvöld. Einnig til að skoða hvort að eigandi símans eða sá sem lést hafi verið í sambandi við einhverja aðra um kvöldið.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira