Vonast til þess að geta hafist handa í Kerlingarfjöllum næsta vor Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. desember 2021 11:31 Nærmynd af fyrirhugaðri uppbyggingu samkvæmt nýrri tillögu. Efla Stefnt er að því að draga úr fyrirhugaðri uppbyggingu í Kerlingarfjöllum frá áformum sem kynnt voru árið 2018. Vonir standa til að framkvæmdir geti hafist næsta vor fáist tilskilin leyfi. Félagið Fannborg sem rekið hefur ferðamannaaðstöðu í náttúruperlunni Kerlingarfjöllum hefur um nokkurt skeið unnið að hugmyndum um uppbyggingu á svæðinu. Fyrir nokkrum árum kynnti félagið fjóra valkosti á uppbyggingu. Skipulagsstofnun benti hins vegar á það árið 2019 að tveir af valkostunum fælu í sér uppbyggingu án fordæma í hálendismiðstöðvum á miðhálendinu. Tillögur sem lagðar voru fram árið 2018. Skipulagsstofnun var mjög gagnrýnin á tillögur þrjú og fjögur.Efla Fólu þeir meðal annars í sér gististað fyrir nærri 300 gesti, sem Skipulagsstofnun benti á að myndi verða með stærstu gististöðum landsins, utan höfuðborgarsvæðisins. Fannborg hefur nú unnið tillögu að nýju deiliskipulagi þar sem gert er ráð fyrir 156 gistirýmum, sama fjölda og er í boði miðað við núverandi aðstöðu á svæðinu. RÚV.is sagði frá um helgina. Stefnt er að því að nýjar byggingar á svæðinu verði í dökkum jarðarlitum til að falla betur inn í landslagið, ólíkt núverandi byggingum sem flestar eru rauðar og grænar. Svæðið eins og það var í sumar.Efla. Einnig er bent á að gert sé ráð fyrir að umferð bíla um svæðið verði takmörkuð og stýrt í meira mæli sem komi í veg fyrir stöðuga umferð fram hjá tjöldum og skálum. Er ætlunin með þessu að auka frið og ró gesta og tengingu þeirra við náttúruna líkt og það er orðað í skýrslu sem fylgir tillögunni. Gert er ráð fyrir heitum pottum á svæðinu en stefnt er að því að þeir muni falla vel að umhverfinu. Yfirlitsmynd yfir svæðið miðað við nýjar tillögur að fyrirhugaðri uppbyggingu. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir næsta vor eða sumar. Veltur það þó á því að öll tilskilin leyfi verði komin í hús. Ferðamennska á Íslandi Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hálendisþjóðgarður Skipulag Fjallamennska Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Félagið Fannborg sem rekið hefur ferðamannaaðstöðu í náttúruperlunni Kerlingarfjöllum hefur um nokkurt skeið unnið að hugmyndum um uppbyggingu á svæðinu. Fyrir nokkrum árum kynnti félagið fjóra valkosti á uppbyggingu. Skipulagsstofnun benti hins vegar á það árið 2019 að tveir af valkostunum fælu í sér uppbyggingu án fordæma í hálendismiðstöðvum á miðhálendinu. Tillögur sem lagðar voru fram árið 2018. Skipulagsstofnun var mjög gagnrýnin á tillögur þrjú og fjögur.Efla Fólu þeir meðal annars í sér gististað fyrir nærri 300 gesti, sem Skipulagsstofnun benti á að myndi verða með stærstu gististöðum landsins, utan höfuðborgarsvæðisins. Fannborg hefur nú unnið tillögu að nýju deiliskipulagi þar sem gert er ráð fyrir 156 gistirýmum, sama fjölda og er í boði miðað við núverandi aðstöðu á svæðinu. RÚV.is sagði frá um helgina. Stefnt er að því að nýjar byggingar á svæðinu verði í dökkum jarðarlitum til að falla betur inn í landslagið, ólíkt núverandi byggingum sem flestar eru rauðar og grænar. Svæðið eins og það var í sumar.Efla. Einnig er bent á að gert sé ráð fyrir að umferð bíla um svæðið verði takmörkuð og stýrt í meira mæli sem komi í veg fyrir stöðuga umferð fram hjá tjöldum og skálum. Er ætlunin með þessu að auka frið og ró gesta og tengingu þeirra við náttúruna líkt og það er orðað í skýrslu sem fylgir tillögunni. Gert er ráð fyrir heitum pottum á svæðinu en stefnt er að því að þeir muni falla vel að umhverfinu. Yfirlitsmynd yfir svæðið miðað við nýjar tillögur að fyrirhugaðri uppbyggingu. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir næsta vor eða sumar. Veltur það þó á því að öll tilskilin leyfi verði komin í hús.
Ferðamennska á Íslandi Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hálendisþjóðgarður Skipulag Fjallamennska Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira