Varaformaður Kennarasambands Íslands - með „puttann á púlsinum“ Simon Cramer skrifar 12. desember 2021 11:31 Eftir að hafa heimsótt nokkra skóla og rætt við kennara úr grasrótinni er mér ljóst að það er skýrt ákall eftir samheldni, samtali sem leiðir til sameiningar og valdeflingar kennara innan sambandsins, og aukinni virðingu fyrir kennurum og starfi þeirra. Einnig hefur verið kallað eftir betri skýringu á starfi varaformanns og sýnileika hans. Það sýnir einnig mikilvægi þess að sá sem hlýtur umboð kjósenda sé með „puttann á púlsinum“ og skýran skilning á því sem er að gerast í skólaumhverfinu. Frá fyrsta degi hef ég lagt áherslu á einmitt þetta í mínu framboði. Mikilvægi þess að fara út í skólana og hlusta á grasrótina er gríðarleg því þar eru hugmyndir, lausnir og ný tækifæri að finna, þar eru sérfræðingarnir. Verði ég kosinn varaformaður Kennarasambands Íslands verða megináherslur mínar að: skapa umræðugrundvöll innan sambandsins þar sem forystufólk og grasrótin kemur sér saman og ræðir um skóla- og menntamál með það að leiðarljósi að samstarf, samtal, og skilningur aukist. Hér kemur valdefling stéttarinnar einnig til sögunnar því um leið og við förum að skilja, tala, og vinna meira saman eflum við okkur einnig. Við styrkjum stöðu okkar, færum umræðuna um okkar starf til okkar og sýnum að við sem stétt ætlum að stjórna umræðunni um mál er varða okkur. kennarar séu sérfræðingar á sínu sviði. Þess vegna mun ég vinna af heilum hug að því að fá kennara á „gólfinu“ inn í ráð og nefndir sem ráðgjafa og sérfræðinga. færa varaformanninn nær félagsfólki. Mikilvægt er að hinn almenni félagsmaður þekki og viti hverju varaformaðurinn er að sinna. Ég ætla að leggja áherslu á að skýra hlutverk varaformanns og styrkja tengsl á milli hans og félagsfólks gegnum skólaheimsóknir, Teams-fundi og mánaðarleg fréttabréf varaformanns til félagsfólks. Einnig legg ég til að hafa vikulega fundartíma þar sem tími gefst til að hitta félagsfólk þegar þörf er á. við í sameiningu tryggjum samhengi milli skólanna og skólastiganna og höldum þessari mikilvægu heildarsýn yfir okkar mennta- og skólamál. vinna að lausnum. Varaformaðurinn og grasrótin þurfa að vinna mjög náið saman að aðgerðum og lausnum sem sporna gegn kulnun og brotthvarfi kennara úr starfi. vinnuumhverfi og vellíðan kennara sé í brennidepli. Stuðla þarf að umhverfi innan skólanna sem mætir slíkum væntingum og þörfum. Í svoleiðis umhverfi verður hægt að ýta undir og hvetja til miðlunar og dreifingar á þekkingu, samstarfs og samskipta. Þannig er búinn til jarðvegur fyrir lærdómssamfélag sem til lengdar á að stuðla að starfsþróun kennara. efla virðingu í samfélaginu fyrir kennurum og starfi þeirra. menntun, starf og reynsla allra kennara sé metin að verðleikum alveg eins og annarra sérfræðinga í samfélaginu. „Tækifærið er núna – tækifærið er ykkar” Núna gefst félagsfólki tækifæri á að hafa áhrif. Tækifæri til að velja sér leiðtoga sem kemur til með að vera sterk rödd kennara í skóla- og menntamálum sem og öðrum málum sem varða okkar stétt. Núna er tækifæri á að velja manneskju sem er með „puttann á púlsinum“, sem hlustar og gefur frá byrjun grasrótinni hljómgrunn og tækifæri til að hafa áhrif. Núna er tækifæri á að velja manneskju sem hefur innsýn í hvernig Kennarasambandið virkar og virðir reglur og lýðræðið sem sambandið okkar byggir á. „Ég trúi því að það sé ég” Kæra félagsfólk í tónlistar-, leik-, grunn- og framhaldsskólum – ég trúi því að það sé ég sem er sú manneskja. Gagnrýna hugsun, jákvæðni og fagmennsku hef ég að leiðarljósi í öllum þeim verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur. Styrkur minn liggur í mannlegum samskiptum þar sem ég á auðvelt með að umgangast fólk og hef starfað með fólki á mismunandi aldri og af ólíkum uppruna. Ég er félagslyndur, skapandi og metnaðarfullur einstaklingur sem tel mjög mikilvægt að sýna frumkvæði og fagmennsku í starfi. Ég kem til með að vera sterkur leiðtogi kennara; leiðtogi sem mun hlusta, taka mið af og vinna að heilum hug að málefnum er varða kennara og stéttina. „Trú á kennarastéttina og Kennarasambandið” Kennarar og stjórnendur á Íslandi sameinuðust undir fána Kennarasambandsins fyrir rúmum 20 árum síðan. Við erum stórt og öflugt samband sem þarf áfram forystu sem hefur trú á kennarastéttinni og Kennarasambandinu. Ég hef trú á því að kennarar séu sérfræðingar á sínu sviði, að skólamál séu okkar mál, að kennarar hafi haldið menntakerfinu gangandi í heimsfaraldrinum, að kennarar séu fyrirmyndir, og að kennarar séu að móta framtíð þjóðarinnar. Ég hef svo mikla trú á kennarastéttinni! Ég hef reynsluna, eldmóð og hugrekki til að vinna í þágu alls félagsfólks ásamt nýjum formanni, núna og til framtíðar. Ég vonast eftir stuðningi og umboði ykkar. Ég vona að saman getum við haft áhrif og mótað framtíð okkar. Höfundur er frambjóðandi til embættis varaformann Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Eftir að hafa heimsótt nokkra skóla og rætt við kennara úr grasrótinni er mér ljóst að það er skýrt ákall eftir samheldni, samtali sem leiðir til sameiningar og valdeflingar kennara innan sambandsins, og aukinni virðingu fyrir kennurum og starfi þeirra. Einnig hefur verið kallað eftir betri skýringu á starfi varaformanns og sýnileika hans. Það sýnir einnig mikilvægi þess að sá sem hlýtur umboð kjósenda sé með „puttann á púlsinum“ og skýran skilning á því sem er að gerast í skólaumhverfinu. Frá fyrsta degi hef ég lagt áherslu á einmitt þetta í mínu framboði. Mikilvægi þess að fara út í skólana og hlusta á grasrótina er gríðarleg því þar eru hugmyndir, lausnir og ný tækifæri að finna, þar eru sérfræðingarnir. Verði ég kosinn varaformaður Kennarasambands Íslands verða megináherslur mínar að: skapa umræðugrundvöll innan sambandsins þar sem forystufólk og grasrótin kemur sér saman og ræðir um skóla- og menntamál með það að leiðarljósi að samstarf, samtal, og skilningur aukist. Hér kemur valdefling stéttarinnar einnig til sögunnar því um leið og við förum að skilja, tala, og vinna meira saman eflum við okkur einnig. Við styrkjum stöðu okkar, færum umræðuna um okkar starf til okkar og sýnum að við sem stétt ætlum að stjórna umræðunni um mál er varða okkur. kennarar séu sérfræðingar á sínu sviði. Þess vegna mun ég vinna af heilum hug að því að fá kennara á „gólfinu“ inn í ráð og nefndir sem ráðgjafa og sérfræðinga. færa varaformanninn nær félagsfólki. Mikilvægt er að hinn almenni félagsmaður þekki og viti hverju varaformaðurinn er að sinna. Ég ætla að leggja áherslu á að skýra hlutverk varaformanns og styrkja tengsl á milli hans og félagsfólks gegnum skólaheimsóknir, Teams-fundi og mánaðarleg fréttabréf varaformanns til félagsfólks. Einnig legg ég til að hafa vikulega fundartíma þar sem tími gefst til að hitta félagsfólk þegar þörf er á. við í sameiningu tryggjum samhengi milli skólanna og skólastiganna og höldum þessari mikilvægu heildarsýn yfir okkar mennta- og skólamál. vinna að lausnum. Varaformaðurinn og grasrótin þurfa að vinna mjög náið saman að aðgerðum og lausnum sem sporna gegn kulnun og brotthvarfi kennara úr starfi. vinnuumhverfi og vellíðan kennara sé í brennidepli. Stuðla þarf að umhverfi innan skólanna sem mætir slíkum væntingum og þörfum. Í svoleiðis umhverfi verður hægt að ýta undir og hvetja til miðlunar og dreifingar á þekkingu, samstarfs og samskipta. Þannig er búinn til jarðvegur fyrir lærdómssamfélag sem til lengdar á að stuðla að starfsþróun kennara. efla virðingu í samfélaginu fyrir kennurum og starfi þeirra. menntun, starf og reynsla allra kennara sé metin að verðleikum alveg eins og annarra sérfræðinga í samfélaginu. „Tækifærið er núna – tækifærið er ykkar” Núna gefst félagsfólki tækifæri á að hafa áhrif. Tækifæri til að velja sér leiðtoga sem kemur til með að vera sterk rödd kennara í skóla- og menntamálum sem og öðrum málum sem varða okkar stétt. Núna er tækifæri á að velja manneskju sem er með „puttann á púlsinum“, sem hlustar og gefur frá byrjun grasrótinni hljómgrunn og tækifæri til að hafa áhrif. Núna er tækifæri á að velja manneskju sem hefur innsýn í hvernig Kennarasambandið virkar og virðir reglur og lýðræðið sem sambandið okkar byggir á. „Ég trúi því að það sé ég” Kæra félagsfólk í tónlistar-, leik-, grunn- og framhaldsskólum – ég trúi því að það sé ég sem er sú manneskja. Gagnrýna hugsun, jákvæðni og fagmennsku hef ég að leiðarljósi í öllum þeim verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur. Styrkur minn liggur í mannlegum samskiptum þar sem ég á auðvelt með að umgangast fólk og hef starfað með fólki á mismunandi aldri og af ólíkum uppruna. Ég er félagslyndur, skapandi og metnaðarfullur einstaklingur sem tel mjög mikilvægt að sýna frumkvæði og fagmennsku í starfi. Ég kem til með að vera sterkur leiðtogi kennara; leiðtogi sem mun hlusta, taka mið af og vinna að heilum hug að málefnum er varða kennara og stéttina. „Trú á kennarastéttina og Kennarasambandið” Kennarar og stjórnendur á Íslandi sameinuðust undir fána Kennarasambandsins fyrir rúmum 20 árum síðan. Við erum stórt og öflugt samband sem þarf áfram forystu sem hefur trú á kennarastéttinni og Kennarasambandinu. Ég hef trú á því að kennarar séu sérfræðingar á sínu sviði, að skólamál séu okkar mál, að kennarar hafi haldið menntakerfinu gangandi í heimsfaraldrinum, að kennarar séu fyrirmyndir, og að kennarar séu að móta framtíð þjóðarinnar. Ég hef svo mikla trú á kennarastéttinni! Ég hef reynsluna, eldmóð og hugrekki til að vinna í þágu alls félagsfólks ásamt nýjum formanni, núna og til framtíðar. Ég vonast eftir stuðningi og umboði ykkar. Ég vona að saman getum við haft áhrif og mótað framtíð okkar. Höfundur er frambjóðandi til embættis varaformann Kennarasambands Íslands.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar