Fá ekki krónu þrátt fyrir mistök lögmanns Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. desember 2021 21:47 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið og fyrrverandi lögmaður hjóna hafa verið sýknuð af kröfu hjónanna um að ríkinu og lögmanninum bæri að greiða þeim 25,8 milljónir króna vegna mistaka lögmannsins og meintrar ólögmætrar nauðungarsölu sýslumanns á íbúð í þeirra eigu. Málið snerist um nauðungarsölu á fasteign sem lokið var í september 2018. Hjónin leituðu til ótilgreinds lögmanns til þess að gæta hagsmuna þeirra í nauðungarsölumálinu. Hjónin byggðu skaðabótakröfu sína á hendur ríkinu á þeim grundvelli að sú ákvörðun fulltrúa sýslumanns að láta beiðnir um nauðungarsölu á íbúðunni fram að ganga hafi verið andstæð lögum um nauðungarsölu. Byggðist það á því að þau töldu veðrétt fjárnámanna sem þær byggðust á hafa verið fallinn niður þegar beiðnir um nauðungarsölu bárust embætti sýslimanns. Vísa hafi átt þeim frá. Þá töldu hjónin að umræddur lögmaður hafi gert mistök þar sem hann hafi átt að tilkynna fulltrúa sýslumanns við fyrstu eða aðra fyrirtöku málsins, að þau hyggðist bera gildi nauðungarsölunnar undir héraðsdóm. Þá töldu þau hann einnig hafa átt að tilkynna héraðsdómi þessa fyrirætlun þeirra innan réttra tímamarka. Töldu það að ef hann hefði gert það hefði nauðungarsalan fallið niður. Gerðu hjónin kröfu um að fá greiddar 25,8 milljónir króna vegna málsins. Allt bendi til þess að mistök lögmannsins hafi ekki skipt máli Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur er fallist á það að lögmaðurinn hafi gert mistök þegar hann tilkynnti héraðsdómi með tölvupósti að hjónin hyggðust leita réttar síns vegna málsins. Telur héraðsdómur að tölvupóstur geti ekki talist vera skrifleg tilkynning, því hafi lögmaðurinn gert mistök með því að senda tilkyninningu í því formi. Taldi héraðsdómur þó ekki að þessi mistök hafi leitt til fjárhagslegs tjóns fyrir hjónin enda bendi allt til þess að ekki hafi verið skilyrði til þess að ógilda nauðungarsöluna. Íslenska ríkið var einnig sýknað af kröfu hjónanna en héraðsdómur taldi fullgilda heimild hafa verið fyrir nauðungarsölunni. Dómsmál Húsnæðismál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Málið snerist um nauðungarsölu á fasteign sem lokið var í september 2018. Hjónin leituðu til ótilgreinds lögmanns til þess að gæta hagsmuna þeirra í nauðungarsölumálinu. Hjónin byggðu skaðabótakröfu sína á hendur ríkinu á þeim grundvelli að sú ákvörðun fulltrúa sýslumanns að láta beiðnir um nauðungarsölu á íbúðunni fram að ganga hafi verið andstæð lögum um nauðungarsölu. Byggðist það á því að þau töldu veðrétt fjárnámanna sem þær byggðust á hafa verið fallinn niður þegar beiðnir um nauðungarsölu bárust embætti sýslimanns. Vísa hafi átt þeim frá. Þá töldu hjónin að umræddur lögmaður hafi gert mistök þar sem hann hafi átt að tilkynna fulltrúa sýslumanns við fyrstu eða aðra fyrirtöku málsins, að þau hyggðist bera gildi nauðungarsölunnar undir héraðsdóm. Þá töldu þau hann einnig hafa átt að tilkynna héraðsdómi þessa fyrirætlun þeirra innan réttra tímamarka. Töldu það að ef hann hefði gert það hefði nauðungarsalan fallið niður. Gerðu hjónin kröfu um að fá greiddar 25,8 milljónir króna vegna málsins. Allt bendi til þess að mistök lögmannsins hafi ekki skipt máli Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur er fallist á það að lögmaðurinn hafi gert mistök þegar hann tilkynnti héraðsdómi með tölvupósti að hjónin hyggðust leita réttar síns vegna málsins. Telur héraðsdómur að tölvupóstur geti ekki talist vera skrifleg tilkynning, því hafi lögmaðurinn gert mistök með því að senda tilkyninningu í því formi. Taldi héraðsdómur þó ekki að þessi mistök hafi leitt til fjárhagslegs tjóns fyrir hjónin enda bendi allt til þess að ekki hafi verið skilyrði til þess að ógilda nauðungarsöluna. Íslenska ríkið var einnig sýknað af kröfu hjónanna en héraðsdómur taldi fullgilda heimild hafa verið fyrir nauðungarsölunni.
Dómsmál Húsnæðismál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði