Kennarar í forystu til framtíðar Kristín Björnsdóttir skrifar 5. desember 2021 20:01 Það er mjög dýrmætt að vakna á morgnana og hlakka til að mæta í vinnuna. Að vera kennari er það besta sem ég veit. Að hitta samstarfsfólkið sitt og nemendurna sem kenna manni eitthvað nýtt á hverjum degi. Að sjá nemendur sína ná árangri er tilfinning sem ekki verður metin til fjár. Í starfsumhverfi kennara eru mikið um álitamál og að mörgu er að hyggja. Þeir þurfa að sýna mikla útsjónarsemi og leikni í starfi til að mæta ólíkum þörfum nemenda sinna og styðja þá til árangurs. Á tímum heimsfaraldurs hefur reynt sérstaklega mikið á þessa leikni og hafa kennarar á öllum skólastigum sýnt hvers þeir eru megnugir. Mannauðurinn í íslenskum kennurum er einstakur og mikilvægt er að kennarar um allt land njóti stuðnings til sinna starfa. Að þeir eigi bakland hjá félaginu sínu, Kennarasambandi Íslands, menntamálayfirvöldum og hjá íslensku þjóðinni. Stuðningur og faglegt sjálfstæði getur reynst kennurum ómetanlegt og stuðlað að vellíðun í starfi og skólaþróun. Líði kennurum vel í starfi og séu vinnuaðstæður þeirra góðar skapast raunverulegur ágóði fyrir samfélagið í heild. Kennarar móta æsku landsins til framtíðar og er fagmennska þeirra afar mikilvæg. Mannauð og fagmennsku kennara ætti að upphefja umtalsvert og ein leið til þess er að stjórnvöld veiti því viðurkenningu með auknu markvissu samráði þegar innleiða á breytingar í menntakerfinu. Kennarar eru sérfræðingar í kennslu og eiga að hafa rödd þegar stefna er mörkuð í menntamálum. Forysta Kennarasambandsins þarf einnig að vera beitt og hnitmiðuð til þess að vinna að bættum hag og auknum árangri fyrir hönd allra kennara. Ég óska eftir stuðningi allra kennara til að vinna markvisst og af festu að málefnum kennara sem varaformaður Kennarasambands Íslands. Höfundur er frambjóðandi til varaformanns Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Það er mjög dýrmætt að vakna á morgnana og hlakka til að mæta í vinnuna. Að vera kennari er það besta sem ég veit. Að hitta samstarfsfólkið sitt og nemendurna sem kenna manni eitthvað nýtt á hverjum degi. Að sjá nemendur sína ná árangri er tilfinning sem ekki verður metin til fjár. Í starfsumhverfi kennara eru mikið um álitamál og að mörgu er að hyggja. Þeir þurfa að sýna mikla útsjónarsemi og leikni í starfi til að mæta ólíkum þörfum nemenda sinna og styðja þá til árangurs. Á tímum heimsfaraldurs hefur reynt sérstaklega mikið á þessa leikni og hafa kennarar á öllum skólastigum sýnt hvers þeir eru megnugir. Mannauðurinn í íslenskum kennurum er einstakur og mikilvægt er að kennarar um allt land njóti stuðnings til sinna starfa. Að þeir eigi bakland hjá félaginu sínu, Kennarasambandi Íslands, menntamálayfirvöldum og hjá íslensku þjóðinni. Stuðningur og faglegt sjálfstæði getur reynst kennurum ómetanlegt og stuðlað að vellíðun í starfi og skólaþróun. Líði kennurum vel í starfi og séu vinnuaðstæður þeirra góðar skapast raunverulegur ágóði fyrir samfélagið í heild. Kennarar móta æsku landsins til framtíðar og er fagmennska þeirra afar mikilvæg. Mannauð og fagmennsku kennara ætti að upphefja umtalsvert og ein leið til þess er að stjórnvöld veiti því viðurkenningu með auknu markvissu samráði þegar innleiða á breytingar í menntakerfinu. Kennarar eru sérfræðingar í kennslu og eiga að hafa rödd þegar stefna er mörkuð í menntamálum. Forysta Kennarasambandsins þarf einnig að vera beitt og hnitmiðuð til þess að vinna að bættum hag og auknum árangri fyrir hönd allra kennara. Ég óska eftir stuðningi allra kennara til að vinna markvisst og af festu að málefnum kennara sem varaformaður Kennarasambands Íslands. Höfundur er frambjóðandi til varaformanns Kennarasambands Íslands.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar