„Madame la capitale“ er úr takti við tíðarandann Tómas Ellert Tómasson skrifar 5. desember 2021 14:10 Öldur jólabókaflóðsins eru nú að nálgast háflóð. Háflóðið skellur á landanum þegar fjárlagafrumvarp höfuðborgarstjórnarinnar, „Madame la capitale“ verður lögfest síðar í mánuðinum. Frumvarpið sem er það fimmta í ritröð maddömunar er á köflum hin áhugaverðasta lesning. Það sem gerir frumvarpið áhugavert, er hve fyrirsjáanlegt innihaldið er og hvernig það stangast á við fagurgalana í aðdraganda kosninga. Fyrirheitin í fjárlagafrumvarpinu um að þar „endurspeglist áhersla á að vaxa út úr kreppunni og halda áfram að byggja upp velsæld með traustum efnahag, fjárfestingum í fólki, innviðum og nýsköpun“, eru hvergi að sjá þegar frumvarpið er lesið og krufið. Heldur þvert á móti að þá gefur það til kynna ekki bara áframhaldandi kyrrstöðu um mikilvæg málefni heldur einnig mikla afturför, svo sem í fjárfestingu í innviðum og fólki, þá sérstaklega á landsbyggðinni. Loforð fyrir kosningar um átak í samgöngumálum og bætt fjarskipti í þorpum og bæjum á landsbyggðinni eru nú fallin í gleymskunnar dá. Nú skulu öll vötn renna til Reykjavíkur, til kostunar kosningaloforða borgarstjórnarmeirihlutans. Borgarlínubrellan mun fá á þriðja milljarð króna á ári næstu árin. Reykjavíkurflugvöllur og Sundabraut fá að bíða enn. Fjárfestingar fegraðar Það er nokkuð skondið að sjá í fjárlagafrumvarpinu á bls. 95 hvernig opinber fjárfesting næsta árs er framsett í línuriti sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF), hún sögð öflug, yfir 2% meðaltali síðustu ára og verði 2,7% á næsta ári að meðtalinni borgarlínubrellunni (rauða brotalínan) (sjá línurit að neðan). Í fjárlagafrumvarpinu er valið að nota árið 2005 sem jaðarskilyrði til samanburðar við fjárfestingu ársins 2022. Það er augljóslega gert til að fá sem lægsta samnefnarann og gera fjárfestinguna fegurri en hún er í raun. Því miður fyrir fjármálaráðherra að þá fyrirfórst það hjá starfsmönnum hans í fjármálaráðuneytinu að hreinsa út eldri tölurnar í ítargögnunum sem fylgja fjárlagafrumvarpinu, þannig að nú má sjá fegrunaraðgerðina með berum augum. Frekar klaufalegt, því í ítargögnunum má nefnilega sjá fjárfestingar ríkisins aftur til ársins 1998 sem hlutfall af VLF sem gefa allt aðra mynd en sýnd er. Ef árið 1998 hefði verið notað sem jaðarskilyrði og til samanburðar við fjárfestingu ársins 2022 þá lítur myndin ekki eins vel út (sjá línurit að neðan). Þá má sjá að á tímabilinu 1998-2004, árunum sem var sleppt í samanburðinum, var meðaltal fjárfestinga 2,7% af VLF og að hæst fór fjárfestingin í 3,1% af VLF. Einnig má sjá að meðaltal fjárfestinga frá árinu 1998 til 2022 er 2,2%. Auk þessa má sjá hve gríðarleg uppsöfnuð fjárfestingaþörfin er hjá ríkinu sem rímar vel við niðurstöður úttektar Samtaka Iðnaðarins og félags ráðgjafaverkfræðinga sem kynnt var fyrr á árinu - „Innviðir á Íslandi 2021- ástand og framtíðarhorfur“. Í þeirri skýrslu segir meðal annars: Fjárfesting í dag er hagvöxtur á morgun Með fjárfestingum í innviðum er fjárfest í lífsgæðum og hagvexti framtíðarinnar. Innviðafjárfesting á mörgum sviðum hefur verið lítil undanfarin ár og að óbreyttu eru horfurnar víða ekki góðar. Innviðauppbyggingu þarf nauðsynlega að setja í forgang til að mæta nýjum áskorunum og tækifærum sem felast í samfélagsbreytingum og efnahagsþróun næstu ára. Fallin í fimmta sinn Þegar gamlar hetjur senda frá sér nýjar bækur bíður þeirra ávallt dyggur hópur lesenda sem dásamar gömlu glæðurnar. Bækurnar fá endalausa umfjöllun í sjónvarpi og útvarpi, sem stjórnað er af fólki sem hrifust af þeim þegar þeir voru upp á sitt besta og hrífast enn. Það sama er upp á teningunum nú þó þetta nýjasta fjárlagafrumvarp sé hvorki erfiður sagnastíll né nýstárleg tilraun með ferskum blæ. Þetta eru gamlar tuggur, þægilega kunnuglegar fyrir þá sem til þekkja og í engu samræmi við fagurgalana sem hljómuðu í september síðastliðnum. Það er helst að upp komi í hugann við lesturinn, dægurflugan „Fallinn“ með Tívolí sem fjallar um námsmann sem er fullur vonleysis og vanlíðanar þar sem eitt skelfilega skiptið enn, hann er fallinn með 4,9. Það sama á við um fjárlagafrumvarpið 2022, „Madame la capitale“ er nú fallin í fimmta sinn og í engum takti við tíðarandann. Höfundur er byggingarverkfræðingur og bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg Fjárlagafrumvarpið ásamt ítargögnum má finna hér: https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarlog/fjarlog-fyrir-arid-2022/#gogn „Innviðir á Íslandi 2021- ástand og framtíðarhorfur“ https://www.si.is/media/_eplica-uppsetning/Innvidir-a-Islandi_skyrsla_opnur.pdf „Fallinn“ með Tívolí https://www.youtube.com/watch?v=XOLam7JaTZs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárlagafrumvarp 2022 Tómas Ellert Tómasson Miðflokkurinn Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Öldur jólabókaflóðsins eru nú að nálgast háflóð. Háflóðið skellur á landanum þegar fjárlagafrumvarp höfuðborgarstjórnarinnar, „Madame la capitale“ verður lögfest síðar í mánuðinum. Frumvarpið sem er það fimmta í ritröð maddömunar er á köflum hin áhugaverðasta lesning. Það sem gerir frumvarpið áhugavert, er hve fyrirsjáanlegt innihaldið er og hvernig það stangast á við fagurgalana í aðdraganda kosninga. Fyrirheitin í fjárlagafrumvarpinu um að þar „endurspeglist áhersla á að vaxa út úr kreppunni og halda áfram að byggja upp velsæld með traustum efnahag, fjárfestingum í fólki, innviðum og nýsköpun“, eru hvergi að sjá þegar frumvarpið er lesið og krufið. Heldur þvert á móti að þá gefur það til kynna ekki bara áframhaldandi kyrrstöðu um mikilvæg málefni heldur einnig mikla afturför, svo sem í fjárfestingu í innviðum og fólki, þá sérstaklega á landsbyggðinni. Loforð fyrir kosningar um átak í samgöngumálum og bætt fjarskipti í þorpum og bæjum á landsbyggðinni eru nú fallin í gleymskunnar dá. Nú skulu öll vötn renna til Reykjavíkur, til kostunar kosningaloforða borgarstjórnarmeirihlutans. Borgarlínubrellan mun fá á þriðja milljarð króna á ári næstu árin. Reykjavíkurflugvöllur og Sundabraut fá að bíða enn. Fjárfestingar fegraðar Það er nokkuð skondið að sjá í fjárlagafrumvarpinu á bls. 95 hvernig opinber fjárfesting næsta árs er framsett í línuriti sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF), hún sögð öflug, yfir 2% meðaltali síðustu ára og verði 2,7% á næsta ári að meðtalinni borgarlínubrellunni (rauða brotalínan) (sjá línurit að neðan). Í fjárlagafrumvarpinu er valið að nota árið 2005 sem jaðarskilyrði til samanburðar við fjárfestingu ársins 2022. Það er augljóslega gert til að fá sem lægsta samnefnarann og gera fjárfestinguna fegurri en hún er í raun. Því miður fyrir fjármálaráðherra að þá fyrirfórst það hjá starfsmönnum hans í fjármálaráðuneytinu að hreinsa út eldri tölurnar í ítargögnunum sem fylgja fjárlagafrumvarpinu, þannig að nú má sjá fegrunaraðgerðina með berum augum. Frekar klaufalegt, því í ítargögnunum má nefnilega sjá fjárfestingar ríkisins aftur til ársins 1998 sem hlutfall af VLF sem gefa allt aðra mynd en sýnd er. Ef árið 1998 hefði verið notað sem jaðarskilyrði og til samanburðar við fjárfestingu ársins 2022 þá lítur myndin ekki eins vel út (sjá línurit að neðan). Þá má sjá að á tímabilinu 1998-2004, árunum sem var sleppt í samanburðinum, var meðaltal fjárfestinga 2,7% af VLF og að hæst fór fjárfestingin í 3,1% af VLF. Einnig má sjá að meðaltal fjárfestinga frá árinu 1998 til 2022 er 2,2%. Auk þessa má sjá hve gríðarleg uppsöfnuð fjárfestingaþörfin er hjá ríkinu sem rímar vel við niðurstöður úttektar Samtaka Iðnaðarins og félags ráðgjafaverkfræðinga sem kynnt var fyrr á árinu - „Innviðir á Íslandi 2021- ástand og framtíðarhorfur“. Í þeirri skýrslu segir meðal annars: Fjárfesting í dag er hagvöxtur á morgun Með fjárfestingum í innviðum er fjárfest í lífsgæðum og hagvexti framtíðarinnar. Innviðafjárfesting á mörgum sviðum hefur verið lítil undanfarin ár og að óbreyttu eru horfurnar víða ekki góðar. Innviðauppbyggingu þarf nauðsynlega að setja í forgang til að mæta nýjum áskorunum og tækifærum sem felast í samfélagsbreytingum og efnahagsþróun næstu ára. Fallin í fimmta sinn Þegar gamlar hetjur senda frá sér nýjar bækur bíður þeirra ávallt dyggur hópur lesenda sem dásamar gömlu glæðurnar. Bækurnar fá endalausa umfjöllun í sjónvarpi og útvarpi, sem stjórnað er af fólki sem hrifust af þeim þegar þeir voru upp á sitt besta og hrífast enn. Það sama er upp á teningunum nú þó þetta nýjasta fjárlagafrumvarp sé hvorki erfiður sagnastíll né nýstárleg tilraun með ferskum blæ. Þetta eru gamlar tuggur, þægilega kunnuglegar fyrir þá sem til þekkja og í engu samræmi við fagurgalana sem hljómuðu í september síðastliðnum. Það er helst að upp komi í hugann við lesturinn, dægurflugan „Fallinn“ með Tívolí sem fjallar um námsmann sem er fullur vonleysis og vanlíðanar þar sem eitt skelfilega skiptið enn, hann er fallinn með 4,9. Það sama á við um fjárlagafrumvarpið 2022, „Madame la capitale“ er nú fallin í fimmta sinn og í engum takti við tíðarandann. Höfundur er byggingarverkfræðingur og bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg Fjárlagafrumvarpið ásamt ítargögnum má finna hér: https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/opinber-fjarmal/fjarlog/fjarlog-fyrir-arid-2022/#gogn „Innviðir á Íslandi 2021- ástand og framtíðarhorfur“ https://www.si.is/media/_eplica-uppsetning/Innvidir-a-Islandi_skyrsla_opnur.pdf „Fallinn“ með Tívolí https://www.youtube.com/watch?v=XOLam7JaTZs
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun