Mótmæli í Serbíu vegna Rio Tinto Smári Jökull Jónsson skrifar 5. desember 2021 12:05 Mótmælendur í Serbíu lokuðu götum borgarinnar vegna áforma Rio Tinto Þúsundir mótmælenda lokuðu götum víða um Serbíu í gær vegna stuðnings ráðamanna þjóðarinnar við liþíumvinnslu Rio Tinto í landinu. Í höfuðborginni Belgrad lokuðu mótmælendur stórri hraðbraut og brú sem tengir miðborgina við úthverfin. Sungnir voru mótmælasöngvar og mótmælendur héldu á skiltum þar sem áformum Rio Tinto var mótmælt. Umtalsvert magn af liþíum er að finna í jörðu við bæinn Loznica og hefur Rio Tinto verið að kaupa landsvæði þar í kring en á enn eftir að fá grænt ljós frá yfirvöldum til að hefja námugröft. Forstjóri Rio Sava, dótturfyrirtækis Rio Tinto í Serbíu, segir að fyrirtækið ætli að fjárfesta fyrir 2,4 milljarða dollara í verkefninu en liþíum er meðal annars notað til að framleiða rafgeyma í bíla. Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic er meðal þeirra sem hefur tjáð sig um málið á Instagram en hann birti mynd af mótmælunum og skrifaði að hreint loft, vatn og matur væru grundvöllur fyrir góðri heilsu. Án þessara hluta væri allt tal um góða heilsu fáránlegt. „Þeir leyfa erlendum stórfyrirtækjum að gera það sem þau vilja í okkar landi. Allir geta komið og tekið það sem þeir vilja,“ sagði einn mótmælendanna en Aleksander Vucic forseti Serbíu hefur fengið mikla gagnrýni í málinu fyrir að gera fyrirtækinu kleift að eignast land með ólögmætum hætti og hunsa umhverfisáhrif framkvæmdanna. Kosningar fara fram í Serbíu á næsta ári og hafa gagnrýnendur mótmælanna sakað þá um að mótmælin séu tilraun til að grafa undan Vucic í aðdraganda þeirra. Í júlí birtust fréttir um það að Rio Tinto hefði samþykkt að kosta rannsóknir vegna umhverfisáhrifa Panguna námunnar á eyjunni Bougainville en fyrirtækið flúði þaðan árið 1989. Á eyjunni var á sínum tíma ein stærsta gull- og koparnáma í heimi. Serbía Umhverfismál Tengdar fréttir Rio Tinto kostar rannsókn á áhrifum Panguna námunnar í Bougainville Þrjátíu og tveimur árum eftir að Rio Tinto flúði eyjuna Bougainville hefur námufyrirtækið lofað að kosta rannsókn, á vegum sjálfstæðra eftirlitsaðila, á umhverfisáhrifum Panguna námunnar. Landeigendur segja það mikilvægt skref til að snú aftur áratuga mengun og umhverfisspjöllum. 21. júlí 2021 07:50 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Í höfuðborginni Belgrad lokuðu mótmælendur stórri hraðbraut og brú sem tengir miðborgina við úthverfin. Sungnir voru mótmælasöngvar og mótmælendur héldu á skiltum þar sem áformum Rio Tinto var mótmælt. Umtalsvert magn af liþíum er að finna í jörðu við bæinn Loznica og hefur Rio Tinto verið að kaupa landsvæði þar í kring en á enn eftir að fá grænt ljós frá yfirvöldum til að hefja námugröft. Forstjóri Rio Sava, dótturfyrirtækis Rio Tinto í Serbíu, segir að fyrirtækið ætli að fjárfesta fyrir 2,4 milljarða dollara í verkefninu en liþíum er meðal annars notað til að framleiða rafgeyma í bíla. Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic er meðal þeirra sem hefur tjáð sig um málið á Instagram en hann birti mynd af mótmælunum og skrifaði að hreint loft, vatn og matur væru grundvöllur fyrir góðri heilsu. Án þessara hluta væri allt tal um góða heilsu fáránlegt. „Þeir leyfa erlendum stórfyrirtækjum að gera það sem þau vilja í okkar landi. Allir geta komið og tekið það sem þeir vilja,“ sagði einn mótmælendanna en Aleksander Vucic forseti Serbíu hefur fengið mikla gagnrýni í málinu fyrir að gera fyrirtækinu kleift að eignast land með ólögmætum hætti og hunsa umhverfisáhrif framkvæmdanna. Kosningar fara fram í Serbíu á næsta ári og hafa gagnrýnendur mótmælanna sakað þá um að mótmælin séu tilraun til að grafa undan Vucic í aðdraganda þeirra. Í júlí birtust fréttir um það að Rio Tinto hefði samþykkt að kosta rannsóknir vegna umhverfisáhrifa Panguna námunnar á eyjunni Bougainville en fyrirtækið flúði þaðan árið 1989. Á eyjunni var á sínum tíma ein stærsta gull- og koparnáma í heimi.
Serbía Umhverfismál Tengdar fréttir Rio Tinto kostar rannsókn á áhrifum Panguna námunnar í Bougainville Þrjátíu og tveimur árum eftir að Rio Tinto flúði eyjuna Bougainville hefur námufyrirtækið lofað að kosta rannsókn, á vegum sjálfstæðra eftirlitsaðila, á umhverfisáhrifum Panguna námunnar. Landeigendur segja það mikilvægt skref til að snú aftur áratuga mengun og umhverfisspjöllum. 21. júlí 2021 07:50 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Rio Tinto kostar rannsókn á áhrifum Panguna námunnar í Bougainville Þrjátíu og tveimur árum eftir að Rio Tinto flúði eyjuna Bougainville hefur námufyrirtækið lofað að kosta rannsókn, á vegum sjálfstæðra eftirlitsaðila, á umhverfisáhrifum Panguna námunnar. Landeigendur segja það mikilvægt skref til að snú aftur áratuga mengun og umhverfisspjöllum. 21. júlí 2021 07:50