Ég á mér draum Þórunn Sif Böðvarsdóttir skrifar 4. desember 2021 14:00 Ég á mér draum um að kennarastarfið hljóti þá virðingu sem það á skilið. Virðingu frá viðsemjendum okkar sem segja „nei” við fullkomlega réttmætum kröfum okkar um leiðréttingu á launum miðað við viðmiðunarstéttir. Um að við njótum réttlætis og að 5 ára gömul loforð um leiðréttingu launa verði efnd, loforð sem gefin voru fyrir ýmis réttindi sem við höfum látið af hendi. Um að kennsla og menntun verði samfélagsmál þar sem ríkið leggst á sveif með sveitarfélögum til að leiðrétta þá skekkju sem er í launaútreikningi kennara hjá sveitarfélögunum. Um að veitt verði nægilegt fé í „skóla án aðgreiningar” svo hann geti starfað samkvæmt hugmyndum stefnunnar um „skóla fyrir alla”. Um að nemendur fái þau úrræði og aðstoð sem þeim ber. Um að kennarastarfið verði samkeppnisfært og aðlaðandi fyrir nýja kennara. Um að aldrei verði samið um menntastefnur og breytingar í menntamálum án aðkomu sérfræðinga í kennslu, þ.e.a.s. kennara. Um að Kennarasamband Íslands sé með sterka forystu þar sem gætt er að því að raddir grasrótarinnar fái hljómgrunn. Um að kennarar fái aðgang að handleiðslu og öðrum úrræðum sem kynnu að koma í veg fyrir kulnun í starfi. Um að samtal á milli skólastiga verði markvisst, uppbyggilegt og styrkjandi. Um að kennarar á öllum stigum sameinist í stolti yfir því mikilvæga og skapandi starfi sem þeir eru að vinna. Það er alls engin tilviljun að greinarhöfundi skuli vera hugleikin orð mannréttindafrömuðarins Martin Luther King. Er ekki kominn tími á mannréttindasáttmála við kennara? Höfundur er í framboði til varaformanns Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Ég á mér draum um að kennarastarfið hljóti þá virðingu sem það á skilið. Virðingu frá viðsemjendum okkar sem segja „nei” við fullkomlega réttmætum kröfum okkar um leiðréttingu á launum miðað við viðmiðunarstéttir. Um að við njótum réttlætis og að 5 ára gömul loforð um leiðréttingu launa verði efnd, loforð sem gefin voru fyrir ýmis réttindi sem við höfum látið af hendi. Um að kennsla og menntun verði samfélagsmál þar sem ríkið leggst á sveif með sveitarfélögum til að leiðrétta þá skekkju sem er í launaútreikningi kennara hjá sveitarfélögunum. Um að veitt verði nægilegt fé í „skóla án aðgreiningar” svo hann geti starfað samkvæmt hugmyndum stefnunnar um „skóla fyrir alla”. Um að nemendur fái þau úrræði og aðstoð sem þeim ber. Um að kennarastarfið verði samkeppnisfært og aðlaðandi fyrir nýja kennara. Um að aldrei verði samið um menntastefnur og breytingar í menntamálum án aðkomu sérfræðinga í kennslu, þ.e.a.s. kennara. Um að Kennarasamband Íslands sé með sterka forystu þar sem gætt er að því að raddir grasrótarinnar fái hljómgrunn. Um að kennarar fái aðgang að handleiðslu og öðrum úrræðum sem kynnu að koma í veg fyrir kulnun í starfi. Um að samtal á milli skólastiga verði markvisst, uppbyggilegt og styrkjandi. Um að kennarar á öllum stigum sameinist í stolti yfir því mikilvæga og skapandi starfi sem þeir eru að vinna. Það er alls engin tilviljun að greinarhöfundi skuli vera hugleikin orð mannréttindafrömuðarins Martin Luther King. Er ekki kominn tími á mannréttindasáttmála við kennara? Höfundur er í framboði til varaformanns Kennarasambands Íslands.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar