Pfizer segir að fólk þurfi líklega árlega bólusetningu Eiður Þór Árnason skrifar 2. desember 2021 10:39 Albert Bourla, forstjóri Pfizer. Getty/Steven Ferdman Dr. Albert Bourla, forstjóri lyfjafyrirtækisins Pfizer, segir líklegt að fólk komi til með að þurfa árlega bólusetningu gegn Covid-19 á næstu árum til að viðhalda góðri vörn gegn kórónuveirunni. Fyrirtækið þróar nú nýja gerð af bóluefni sínu til að bregðast við hinu stökkbreytta omíkron-afbrigði. Vonast er til að nýja bóluefnið verði tilbúið á næstu hundrað dögum. Pfizer stefnir á að verða búið að afhenda þrjá milljarða skammta af bóluefni sínu fyrir lok þessa árs og áætlar að framleiða fjóra milljarða til viðbótar á næsta ári. Hlutabréfaverð Pfizer tekið hástökk Útlit er fyrir að tekjur Pfizer af Comirnaty-bóluefninu nemi minnst 35 milljörðum Bandaríkjadala árið 2021. Samhliða því hefur hlutabréfaverð Pfizer hækkað verulega á þessu ári. Hin ýmsu almannaheillafélög hafa gagnrýnt alþjóðleg lyfjafyrirtæki fyrir að hagnast á heimsfaraldrinum. Bourla segir aðalatriðið að bóluefnin hafi bjargað milljónum mannslífa og lyfjafyrirtækin hafi sparað heimshagkerfinu þúsundir milljarða Bandaríkjadala. Bourla hafnar því alfarið í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að Pfizer hafi okrað á heimsbyggðinni og segir að bóluefnið sé selt á verði stakrar máltíðar til ríkari landa. Þá sé skammturinn seldur án ágóða til láglaunalanda. Sækjast eftir leyfi fyrir notkun bóluefnisins hjá undir fimm ára Bóluefni Pfizer þarf að geyma við 70 gráður fyrir neðan frostmark og hefur það hamlað dreifingu þess í löndum með skerta heilbrigðisþjónustu. Pfizer stefnir að því að gefa út nýja gerð á næstu vikum sem hægt verður að geyma í þrjá mánuði í ísskáp. Bourla telur að varan eigi eftir að breyta miklu fyrir Afríkulönd sunnan Sahara Pfizer stendur nú fyrir rannsókn á virkni og öryggi bóluefnisins hjá börnum undir fimm ára aldri en bandarísk heilbrigðisyfirvöld leyfðu notkun þess hjá fimm til ellefu ára börnum í október. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Lyfjastofnun Evrópu mælir með bólusetningu fimm til ellefu ára Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós á að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett gegn Covid-19. Á leyfið þó einungis við um bóluefni Pfizer en þegar hefur notkun þess verið heimiluð öllum tólf ára og eldri. 25. nóvember 2021 12:02 Pfizer segir nýtt veirulyf veita mikla vörn gegn veikindum og dauða Forsvarsmenn lyfjafyrirtækisins Pfizer segja starfsmenn þess hafa þróað nýtt veirulyf sem dragi verulega úr alvarlegum veikindum og dauðsföllum vegna Covid-19. Pfizer segir rannsóknir starfsmanna fyrirtækisins sýna að lyfið hafi 89 prósenta virkni. 5. nóvember 2021 13:07 Pfizer áætlar að selja bóluefni fyrir um 4.700 milljarða króna í ár Lyfjarisinn Pfizer tilkynnti í dag að sölutekjur Covid-19 bóluefnisins, sem fyrirtækið þróaði með BioNTech, nemi 36 milljörðum Bandaríkjadala í ár. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri sem birt var í dag. 2. nóvember 2021 18:53 Forstjóri Pfizer segir líklegt að fólk muni þurfa þriðja skammtinn Albert Bourla, forstjóri lyfjafyrirtækisins Pfizer, segir líklegt að fólk muni þurfa viðbótarskammt (e. booster) af bóluefni við Covid-19 innan við ári eftir að það lýkur bólusetningu. Þá sé sá möguleiki fyrir hendi að fólk þurfi að fara í árlega bólusetningu gegn kórónuveirunni til að viðhalda vernd. 15. apríl 2021 19:09 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Fyrirtækið þróar nú nýja gerð af bóluefni sínu til að bregðast við hinu stökkbreytta omíkron-afbrigði. Vonast er til að nýja bóluefnið verði tilbúið á næstu hundrað dögum. Pfizer stefnir á að verða búið að afhenda þrjá milljarða skammta af bóluefni sínu fyrir lok þessa árs og áætlar að framleiða fjóra milljarða til viðbótar á næsta ári. Hlutabréfaverð Pfizer tekið hástökk Útlit er fyrir að tekjur Pfizer af Comirnaty-bóluefninu nemi minnst 35 milljörðum Bandaríkjadala árið 2021. Samhliða því hefur hlutabréfaverð Pfizer hækkað verulega á þessu ári. Hin ýmsu almannaheillafélög hafa gagnrýnt alþjóðleg lyfjafyrirtæki fyrir að hagnast á heimsfaraldrinum. Bourla segir aðalatriðið að bóluefnin hafi bjargað milljónum mannslífa og lyfjafyrirtækin hafi sparað heimshagkerfinu þúsundir milljarða Bandaríkjadala. Bourla hafnar því alfarið í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að Pfizer hafi okrað á heimsbyggðinni og segir að bóluefnið sé selt á verði stakrar máltíðar til ríkari landa. Þá sé skammturinn seldur án ágóða til láglaunalanda. Sækjast eftir leyfi fyrir notkun bóluefnisins hjá undir fimm ára Bóluefni Pfizer þarf að geyma við 70 gráður fyrir neðan frostmark og hefur það hamlað dreifingu þess í löndum með skerta heilbrigðisþjónustu. Pfizer stefnir að því að gefa út nýja gerð á næstu vikum sem hægt verður að geyma í þrjá mánuði í ísskáp. Bourla telur að varan eigi eftir að breyta miklu fyrir Afríkulönd sunnan Sahara Pfizer stendur nú fyrir rannsókn á virkni og öryggi bóluefnisins hjá börnum undir fimm ára aldri en bandarísk heilbrigðisyfirvöld leyfðu notkun þess hjá fimm til ellefu ára börnum í október.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Lyfjastofnun Evrópu mælir með bólusetningu fimm til ellefu ára Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós á að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett gegn Covid-19. Á leyfið þó einungis við um bóluefni Pfizer en þegar hefur notkun þess verið heimiluð öllum tólf ára og eldri. 25. nóvember 2021 12:02 Pfizer segir nýtt veirulyf veita mikla vörn gegn veikindum og dauða Forsvarsmenn lyfjafyrirtækisins Pfizer segja starfsmenn þess hafa þróað nýtt veirulyf sem dragi verulega úr alvarlegum veikindum og dauðsföllum vegna Covid-19. Pfizer segir rannsóknir starfsmanna fyrirtækisins sýna að lyfið hafi 89 prósenta virkni. 5. nóvember 2021 13:07 Pfizer áætlar að selja bóluefni fyrir um 4.700 milljarða króna í ár Lyfjarisinn Pfizer tilkynnti í dag að sölutekjur Covid-19 bóluefnisins, sem fyrirtækið þróaði með BioNTech, nemi 36 milljörðum Bandaríkjadala í ár. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri sem birt var í dag. 2. nóvember 2021 18:53 Forstjóri Pfizer segir líklegt að fólk muni þurfa þriðja skammtinn Albert Bourla, forstjóri lyfjafyrirtækisins Pfizer, segir líklegt að fólk muni þurfa viðbótarskammt (e. booster) af bóluefni við Covid-19 innan við ári eftir að það lýkur bólusetningu. Þá sé sá möguleiki fyrir hendi að fólk þurfi að fara í árlega bólusetningu gegn kórónuveirunni til að viðhalda vernd. 15. apríl 2021 19:09 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Lyfjastofnun Evrópu mælir með bólusetningu fimm til ellefu ára Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós á að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett gegn Covid-19. Á leyfið þó einungis við um bóluefni Pfizer en þegar hefur notkun þess verið heimiluð öllum tólf ára og eldri. 25. nóvember 2021 12:02
Pfizer segir nýtt veirulyf veita mikla vörn gegn veikindum og dauða Forsvarsmenn lyfjafyrirtækisins Pfizer segja starfsmenn þess hafa þróað nýtt veirulyf sem dragi verulega úr alvarlegum veikindum og dauðsföllum vegna Covid-19. Pfizer segir rannsóknir starfsmanna fyrirtækisins sýna að lyfið hafi 89 prósenta virkni. 5. nóvember 2021 13:07
Pfizer áætlar að selja bóluefni fyrir um 4.700 milljarða króna í ár Lyfjarisinn Pfizer tilkynnti í dag að sölutekjur Covid-19 bóluefnisins, sem fyrirtækið þróaði með BioNTech, nemi 36 milljörðum Bandaríkjadala í ár. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri sem birt var í dag. 2. nóvember 2021 18:53
Forstjóri Pfizer segir líklegt að fólk muni þurfa þriðja skammtinn Albert Bourla, forstjóri lyfjafyrirtækisins Pfizer, segir líklegt að fólk muni þurfa viðbótarskammt (e. booster) af bóluefni við Covid-19 innan við ári eftir að það lýkur bólusetningu. Þá sé sá möguleiki fyrir hendi að fólk þurfi að fara í árlega bólusetningu gegn kórónuveirunni til að viðhalda vernd. 15. apríl 2021 19:09