Sterk fjárhagsstaða er forsenda góðrar þjónustu Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 1. desember 2021 11:31 Fjárhagsstaðan í Garðabæ er sterk, álögur lágar og skuldir hóflegar. Þetta skiptir máli enda er sterk fjárhagsstaða forsenda góðrar þjónustu. Og oftast er fylgni milli góðrar þjónustu og ánægju íbúa. Útsvarshlutfallið í Garðabæ verður áfram það lægsta sem þekkist meðal stærri sveitarfélaga og verður óbreytt, 13,7%. Álögum verður haldið lágum og skuldahlutfallið verður svipað og undanfarin ár. Á kjörtímabilinu höfum við lækkað álagningarprósentu fasteignaskatts en fasteignamat hefur hækkað mikið og mikilvægt að horfa til frekari lækkana á álagningarprósentu fasteignaskatts. Uppbygging heldur áfram Í Garðabæ mun uppbygging halda áfram en íbúafjöldi fór yfir 18.000 á þessu ári. Áfram verður framboð af lóðum fyrir íbúðir og atvinnushúsnæði en mikil uppbygging er fyrirhuguð í Vífilsstaðalandi, Hnoðraholti, Urriðaholti og á Álftanesi. Á næstu sjö árum er stefnt að því að byggja hátt í 3.000 íbúðir sem verða sambland af fjölbýli, rað – og parhúsum ásamt sérbýli. Uppbyggingu fylgja fjárfestingar, vöxtur kallar á uppbyggingu innviða. Stærstu framkvæmdirnar á árinu 2022 verða í Urriðaholti við næsta áfanga í Urriðaholtsskóla auk nýs leikskóla. Fjölnota íþróttahúsið í Vetrarmýri verður tekið í notkun 2022. Byggður verður nýr búsetukjarni fyrir fatlað fólk og þá verða endurbætur við skólalóðir, íþróttavelli og opin svæði. Viðhald gatna og stíga, aukin hljóðvist og fleira. Í Garðabæ verða áfram lágar álögur á bæjarbúa á sama tíma og fjárfest er myndarlega í uppbyggingu á ýmsum sviðum. Þjónustan verður áfram góð og ekki verður dregið úr grunnþjónustu. Þetta er hægt vegna þess að sterk fjárhagsstaða er grunnurinn að góðri þjónustu. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Garðabær Mest lesið Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fjárhagsstaðan í Garðabæ er sterk, álögur lágar og skuldir hóflegar. Þetta skiptir máli enda er sterk fjárhagsstaða forsenda góðrar þjónustu. Og oftast er fylgni milli góðrar þjónustu og ánægju íbúa. Útsvarshlutfallið í Garðabæ verður áfram það lægsta sem þekkist meðal stærri sveitarfélaga og verður óbreytt, 13,7%. Álögum verður haldið lágum og skuldahlutfallið verður svipað og undanfarin ár. Á kjörtímabilinu höfum við lækkað álagningarprósentu fasteignaskatts en fasteignamat hefur hækkað mikið og mikilvægt að horfa til frekari lækkana á álagningarprósentu fasteignaskatts. Uppbygging heldur áfram Í Garðabæ mun uppbygging halda áfram en íbúafjöldi fór yfir 18.000 á þessu ári. Áfram verður framboð af lóðum fyrir íbúðir og atvinnushúsnæði en mikil uppbygging er fyrirhuguð í Vífilsstaðalandi, Hnoðraholti, Urriðaholti og á Álftanesi. Á næstu sjö árum er stefnt að því að byggja hátt í 3.000 íbúðir sem verða sambland af fjölbýli, rað – og parhúsum ásamt sérbýli. Uppbyggingu fylgja fjárfestingar, vöxtur kallar á uppbyggingu innviða. Stærstu framkvæmdirnar á árinu 2022 verða í Urriðaholti við næsta áfanga í Urriðaholtsskóla auk nýs leikskóla. Fjölnota íþróttahúsið í Vetrarmýri verður tekið í notkun 2022. Byggður verður nýr búsetukjarni fyrir fatlað fólk og þá verða endurbætur við skólalóðir, íþróttavelli og opin svæði. Viðhald gatna og stíga, aukin hljóðvist og fleira. Í Garðabæ verða áfram lágar álögur á bæjarbúa á sama tíma og fjárfest er myndarlega í uppbyggingu á ýmsum sviðum. Þjónustan verður áfram góð og ekki verður dregið úr grunnþjónustu. Þetta er hægt vegna þess að sterk fjárhagsstaða er grunnurinn að góðri þjónustu. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar