Rúmlega sjö þúsund mættu í örvun í dag: „Þetta er allt að hafast hjá okkur“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. nóvember 2021 18:01 Bólusett var með bóluefni Moderna í dag. Vísir/Vilhelm Þriðja vika örvunarbólusetningarátaksis fór vel af stað í morgun en rúmlega sjö þúsund manns fengu þar þriðja skammtinn í dag. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir daginn hafa gengið vel og að það hafi verið gaman að fá sjálfan sóttvarnalækni í sprautu. Það var strax fullt út úr dyrum þegar opnað var fyrir örvunarbólusetningar á nýjan leik klukkan tíu í morgun en bólusetningum lauk klukkan þrjú í dag og höfðu þá rúmlega sjö þúsund manns fengið þriðja skammtinn. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir daginn hafa gengið mjög vel. „Það hefur gengið bara ljómandi vel í dag. Það komu til okkar um 7150 manns sem er bara nokkuð gott, þetta er í annað sinn sem við erum að slá þetta 7000 manna met, við slóum það líklegast fyrst einn daginn í viku eitt, þannig þetta er bara mjög góð aðsókn,“ segir Ragnheiður. Þórólfur Guðnason var meðal þeirra sem mættu í örvun í dag en sjálfur var hann fullbólusettur með AstraZeneca. Grínaðist hann þá með að hann væri að svíkja lit með því að fá örvunarskammt með Moderna. Ragnheiður segir gaman að fá sóttvarnalækni í bólusetningu. „Það er alltaf gaman og hann svona slær tóninn með því að koma til okkar,“ segir Ragnheiður. Mæting í örvunarbólusetningu hefur verið um 70 prósent undanfarnar tvær vikur en einnig hefur fólk nýtt sér opna bólusetningadaga á fimmtudögum og föstudögum. Þannig gætu fleiri hafa skilað sér í bólusetningu. Ragnheiður segist binda miklar vonir við mætingu næstu daga og hvetur alla sem geta að mæta þegar þeir fá boð. „Við vonum að gangurinn verði bara góður áfram hjá okkur þessa viku og svo næstu, sem er þá síðasta vikan. Það voru líklega um 23 þúsund manns sem fengu boð í þessari viku og svo eru heldur færri í næstu viku þannig þetta er allt svona að hafast hjá okkur,“ segir Ragnheiður. Þeir sem komast ekki á boðuðum tíma þurfa þó ekki að örvænta en allir sem hafa fengið boð eiga rétt á að mæta þegar verið er að bólusetja. Að því er kemur fram á covid.is hefur þátttaka í bólusetningu verið heldur góð en 82 prósent þeirra sem áttu að mæta í örvun fyrir nóvember hafa fengið sinn skammt og 66 prósent þeirra sem áttu að mæta í nóvember. Þá hafa einhverjir sem áttu að mæta í desember fengið að mæta fyrr þar sem 18 prósent þeirra fengið sinn skammt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Sjá meira
Það var strax fullt út úr dyrum þegar opnað var fyrir örvunarbólusetningar á nýjan leik klukkan tíu í morgun en bólusetningum lauk klukkan þrjú í dag og höfðu þá rúmlega sjö þúsund manns fengið þriðja skammtinn. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir daginn hafa gengið mjög vel. „Það hefur gengið bara ljómandi vel í dag. Það komu til okkar um 7150 manns sem er bara nokkuð gott, þetta er í annað sinn sem við erum að slá þetta 7000 manna met, við slóum það líklegast fyrst einn daginn í viku eitt, þannig þetta er bara mjög góð aðsókn,“ segir Ragnheiður. Þórólfur Guðnason var meðal þeirra sem mættu í örvun í dag en sjálfur var hann fullbólusettur með AstraZeneca. Grínaðist hann þá með að hann væri að svíkja lit með því að fá örvunarskammt með Moderna. Ragnheiður segir gaman að fá sóttvarnalækni í bólusetningu. „Það er alltaf gaman og hann svona slær tóninn með því að koma til okkar,“ segir Ragnheiður. Mæting í örvunarbólusetningu hefur verið um 70 prósent undanfarnar tvær vikur en einnig hefur fólk nýtt sér opna bólusetningadaga á fimmtudögum og föstudögum. Þannig gætu fleiri hafa skilað sér í bólusetningu. Ragnheiður segist binda miklar vonir við mætingu næstu daga og hvetur alla sem geta að mæta þegar þeir fá boð. „Við vonum að gangurinn verði bara góður áfram hjá okkur þessa viku og svo næstu, sem er þá síðasta vikan. Það voru líklega um 23 þúsund manns sem fengu boð í þessari viku og svo eru heldur færri í næstu viku þannig þetta er allt svona að hafast hjá okkur,“ segir Ragnheiður. Þeir sem komast ekki á boðuðum tíma þurfa þó ekki að örvænta en allir sem hafa fengið boð eiga rétt á að mæta þegar verið er að bólusetja. Að því er kemur fram á covid.is hefur þátttaka í bólusetningu verið heldur góð en 82 prósent þeirra sem áttu að mæta í örvun fyrir nóvember hafa fengið sinn skammt og 66 prósent þeirra sem áttu að mæta í nóvember. Þá hafa einhverjir sem áttu að mæta í desember fengið að mæta fyrr þar sem 18 prósent þeirra fengið sinn skammt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Sjá meira