Japanir loka landamærum sínum og heilbrigðisráðherrar G7 funda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. nóvember 2021 06:39 Japanir hafa bæst í hóp þeirra þjóða sem hafa gripið til þess ráðs að loka landamærum sínum eða takmarka komur vegna Ómíkrón. AP/Hiro Komae Heilbrigðisráðherrar G7-ríkjanna munu funda í dag um Ómíkrón-afbrigði kórónuveirunnar, sem hefur nú fundist í nokkrum löndum. Japanir hafa bæst í hóp þeirra þjóða sem hafa ákveðið að loka landamærum sínum vegna afbrigðisins. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan, sagði að frá og með morgundeginum yrði erlendum ferðamönnum bannað að koma til landsins. Þá myndu Japanir hefja örvunarbólusetningar í næsta mánuði, fyrst hjá eldra fólki og heilbrigðisstarfsmönnum. Um 76 prósent Japana eru fullbólusettir. Stjórnvöld í Ísrael hafa einnig lokað landamærum sínum og þá hefur verið gripið til ferðatakmarkana í Bandaríkjunum, Bretlandi, Brasilíu og Kanada, þar sem aðgerðirnar beinast gegn ferðalöngum frá suðurhluta Afríku. Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, þar sem afbrigðið fannst fyrst, hefur gagnrýnt viðbrögð ofangreindra ríkja og hvatt þau til að aflétta ferðatakmörkunum áður en að meiri skaði hlýst af. Stjórnvöld í Suður-Afríku, auk fjölda sérfræðinga, hafa varað við því að Suðurafríkumönnum sé refsað fyrir að gera hið rétta, það er að segja greina frá nýju afbrigði, og segja slíkar aðgerðir geta fælt ríki frá því að deila mikilvægum uppýsingum. Matshidiso Moeti, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Afríku, sagði aðgerðirnar aðför að samstöðu heimsbyggðarinnar, ekki síst nú þegar afbrigðið hefði greinst víða um heim. Afbrigðið hefur fundist í um tólf löndum í Afríku, Asíu, Evrópu og Norður-Ameríku. Sérfræðingar telja líklegt að bólusetningar muni veita að minnasta kosti einhverja vörn gegn Ómíkrón en það muni taka um tvær vikur í viðbót að afla frekari upplýsinga um hinar fjölmörgu stökkbreytingar afbrigðisins. Ferðalög Japan Suður-Afríka Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan, sagði að frá og með morgundeginum yrði erlendum ferðamönnum bannað að koma til landsins. Þá myndu Japanir hefja örvunarbólusetningar í næsta mánuði, fyrst hjá eldra fólki og heilbrigðisstarfsmönnum. Um 76 prósent Japana eru fullbólusettir. Stjórnvöld í Ísrael hafa einnig lokað landamærum sínum og þá hefur verið gripið til ferðatakmarkana í Bandaríkjunum, Bretlandi, Brasilíu og Kanada, þar sem aðgerðirnar beinast gegn ferðalöngum frá suðurhluta Afríku. Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, þar sem afbrigðið fannst fyrst, hefur gagnrýnt viðbrögð ofangreindra ríkja og hvatt þau til að aflétta ferðatakmörkunum áður en að meiri skaði hlýst af. Stjórnvöld í Suður-Afríku, auk fjölda sérfræðinga, hafa varað við því að Suðurafríkumönnum sé refsað fyrir að gera hið rétta, það er að segja greina frá nýju afbrigði, og segja slíkar aðgerðir geta fælt ríki frá því að deila mikilvægum uppýsingum. Matshidiso Moeti, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Afríku, sagði aðgerðirnar aðför að samstöðu heimsbyggðarinnar, ekki síst nú þegar afbrigðið hefði greinst víða um heim. Afbrigðið hefur fundist í um tólf löndum í Afríku, Asíu, Evrópu og Norður-Ameríku. Sérfræðingar telja líklegt að bólusetningar muni veita að minnasta kosti einhverja vörn gegn Ómíkrón en það muni taka um tvær vikur í viðbót að afla frekari upplýsinga um hinar fjölmörgu stökkbreytingar afbrigðisins.
Ferðalög Japan Suður-Afríka Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira