Enn ekið á gangandi og fólk á rafhlaupahjóli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2021 23:11 Fjölmörg slys hafa orðið í umferðinni undanfarið þar sem ekið hefur verið á gangandi vegfarendur. Myndin er úr safni. Vísir/vilhelm Ekið var á gangandi vegfaranda í Hlíðarbergi í Hafnarfirði á sjöunda tímanum í kvöld. Töluvert var um umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í dag og fólk flutt á slysadeild. Þetta kemur fram í skeyti lögreglu til fjölmiðla í kvöld. Nokkuð hefur verið um slys í umferðinni undanfarið og skemmst að minnast tveggja banaslysa í Reykjavík í nóvember þar sem gangandi vegfarandi annars vegar og ökumaður rafhlaupahjóls létu lífið í umferðarslysi snemma dags. Rétt fyrir klukkan þrjú var tilkynnt um umferðarslys á Arnarnesvegi sem skilur að Kópavog og Garðabæ. Draga þurfi tvær bifreiðar af vettvangi og flytja þurfti einn einstakling á slysadeild til skoðunar vegna minniháttar eymsla. Á fjórða tímanum varð aftanákeyrsla á Reykjanesbraut við Kaldárselsveg. Ástæðuna má meðal annars, samkvæmt skeyti lögreglu, rekja til skyndilegrar bilunar í annarri bifreiðinni. Ökumaður bifreiðarinnar sem ók aftan á hina náði ekki að stöðva bifreiðina í tæka tíð. Á rafhlaupahjóli í Kópavogi Um klukkan hálf fjögur var ekið á aðila sem var á rafhlaupahjóli á Digranesvegi í Kópavogi. Viðkomandi var á eða við gangbraut þegar atvikið átti sér stað. Sá var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en lögregla hefur ekki upplýsingar um líðan eða meiðsli viðkomandi. Lögregla minnir á mikilvægi endurskinsmerkja í skeyti sínu.Samgöngustofa Á sjöunda tímanum í kvöld var ekið á gangandi vegfarandi í Hlíðarbergi í Hafnarfirði. Hinn slasaði var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. „Þarna skorti endurskinsmerki hjá hinum gangandi en ökumaður sá ekki viðkomandi fyrr en hann hafnaði á bifreiðinni. Mjög slæm birtuskilyrði og veðuraðstæður voru á vettvangi,“ segir í skeyti lögreglu. Þá varð minniháttar umferðaróhapp á Flókagötu í Reykjavík á níunda tímanum. Lítið tjón varð á bifreiðum og enginn slasaðist. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá löggæslusviði lögreglu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu í gær að óvenjumörg, og of mörg, alvarleg slys hafi orðið í umdæmi lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á stuttum tíma. Veistu meira um slysin sem urðu í umferðinni í dag? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið. Samgönguslys Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Konan lést eftir að hafa orðið fyrir strætisvagni Konan sem lést í umferðarslysinu á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs á níunda tímanum í morgun varð fyrir strætisvagni. Þetta fékk fréttastofa staðfest frá Strætó bs. 25. nóvember 2021 18:39 Ökumaður rafhlaupahjólsins látinn og hinn á gjörgæslu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa til rannsóknar hvort átt hafi verið við innsigli á rafhlaupahjóli og vespu, sem rákust á í morgun, svo hægt væri að aka hraðar á þeim. 10. nóvember 2021 15:52 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Nokkuð hefur verið um slys í umferðinni undanfarið og skemmst að minnast tveggja banaslysa í Reykjavík í nóvember þar sem gangandi vegfarandi annars vegar og ökumaður rafhlaupahjóls létu lífið í umferðarslysi snemma dags. Rétt fyrir klukkan þrjú var tilkynnt um umferðarslys á Arnarnesvegi sem skilur að Kópavog og Garðabæ. Draga þurfi tvær bifreiðar af vettvangi og flytja þurfti einn einstakling á slysadeild til skoðunar vegna minniháttar eymsla. Á fjórða tímanum varð aftanákeyrsla á Reykjanesbraut við Kaldárselsveg. Ástæðuna má meðal annars, samkvæmt skeyti lögreglu, rekja til skyndilegrar bilunar í annarri bifreiðinni. Ökumaður bifreiðarinnar sem ók aftan á hina náði ekki að stöðva bifreiðina í tæka tíð. Á rafhlaupahjóli í Kópavogi Um klukkan hálf fjögur var ekið á aðila sem var á rafhlaupahjóli á Digranesvegi í Kópavogi. Viðkomandi var á eða við gangbraut þegar atvikið átti sér stað. Sá var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en lögregla hefur ekki upplýsingar um líðan eða meiðsli viðkomandi. Lögregla minnir á mikilvægi endurskinsmerkja í skeyti sínu.Samgöngustofa Á sjöunda tímanum í kvöld var ekið á gangandi vegfarandi í Hlíðarbergi í Hafnarfirði. Hinn slasaði var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. „Þarna skorti endurskinsmerki hjá hinum gangandi en ökumaður sá ekki viðkomandi fyrr en hann hafnaði á bifreiðinni. Mjög slæm birtuskilyrði og veðuraðstæður voru á vettvangi,“ segir í skeyti lögreglu. Þá varð minniháttar umferðaróhapp á Flókagötu í Reykjavík á níunda tímanum. Lítið tjón varð á bifreiðum og enginn slasaðist. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá löggæslusviði lögreglu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu í gær að óvenjumörg, og of mörg, alvarleg slys hafi orðið í umdæmi lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á stuttum tíma. Veistu meira um slysin sem urðu í umferðinni í dag? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Veistu meira um slysin sem urðu í umferðinni í dag? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Samgönguslys Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Konan lést eftir að hafa orðið fyrir strætisvagni Konan sem lést í umferðarslysinu á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs á níunda tímanum í morgun varð fyrir strætisvagni. Þetta fékk fréttastofa staðfest frá Strætó bs. 25. nóvember 2021 18:39 Ökumaður rafhlaupahjólsins látinn og hinn á gjörgæslu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa til rannsóknar hvort átt hafi verið við innsigli á rafhlaupahjóli og vespu, sem rákust á í morgun, svo hægt væri að aka hraðar á þeim. 10. nóvember 2021 15:52 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Konan lést eftir að hafa orðið fyrir strætisvagni Konan sem lést í umferðarslysinu á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs á níunda tímanum í morgun varð fyrir strætisvagni. Þetta fékk fréttastofa staðfest frá Strætó bs. 25. nóvember 2021 18:39
Ökumaður rafhlaupahjólsins látinn og hinn á gjörgæslu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa til rannsóknar hvort átt hafi verið við innsigli á rafhlaupahjóli og vespu, sem rákust á í morgun, svo hægt væri að aka hraðar á þeim. 10. nóvember 2021 15:52