Forstjóri Eskju segir útgerðina geta stundum borgað hærri kvótaskatt Kristján Már Unnarsson skrifar 22. nóvember 2021 23:50 Þorsteinn Kristjánsson skipstjóri er forstjóri og aðaleigandi Eskju á Eskifirði. Arnar Halldórsson Forstjóri og aðaleigandi Eskju á Eskifirði er opinn fyrir hærri kvótaskatti og segir að vel megi vera að gjaldtaka fyrir fiskveiðiheimildir sé of lág. Sonur Alla ríka, sem seldi hlut sinn í fyrirtækinu, hafnar því að hann hafi verið að taka út kvótagróða. Í frétt Stöðvar 2 var dæmið frá Eskifirði rifjað upp þegar tveir synir Aðalsteins Jónssonar, Alla ríka, seldu hlut sinn í Eskju. Sölunni var í grein Reynis Traustasonar í tímaritinu Mannlífi árið 2007 lýst svo að kvóti Alla ríka hefði farið til London, synirnir sagðir lifa þar í vellystingum meðan Eskifjörður væri í uppnámi. Báðir mótmæltu þeir skrifunum á sínum tíma og sögðu þau gróusögur og uppspuna, útúrsnúninga, rangfærslur og sleggjudóma. Annar sonurinn, Kristinn, er aftur fluttur heim á Eskifjörð. Kristinn Aðalsteinsson, fjárfestir á Eskifirði.Arnar Halldórsson „Mér fannst aldrei sjálfum gagnrýnisvert þó að ég seldi fyrirtæki sem var í sjávarútvegi. Ekki frekar en að þetta hefði bara verið hlutur í Hagkaupum eða einhverju slíku,“ segir Kristinn Aðalsteinsson, sem núna starfar sem fjárfestir. -Þú varst ekki að taka út kvótagróðann? „Nei, nei. Enda.. sko, það hefði nú verið svolítið skrítið ef ég hefði gefið það. Það hefði nú verið sennilega talað verr um mig þá,“ svarar Kristinn. Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, Eydís Ásbjörnsdóttir, leiddi lista félagshyggjufólk en hún kemur úr Samfylkingunni, sem vill hærri kvótagjöld. Samfylkingarkonan Eydís Ásbjörnsdóttir er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar en hún er oddviti L-lista félagshyggjufólks.Arnar Halldórsson „Þá erum við að tala um stærstu fyrirtækin, ca. 20 stærstu sjávarútvegsfyrirtækin,“ segir Eydís. Þrjú fyrirtækjanna eru í Fjarðabyggð. Telur hún að hærri kvótaskattur kæmi niður á samfélögum eins og þar? „Nei, það held ég ekki. Það myndi nýtast, - koma þjóðinni til gagns,“ svarar Eydís. Við spyrjum Þorstein Kristjánsson, tengdason Alla ríka, sem í dag er aðaleigandi Eskju, hvort skapa megi meiri sátt um kvótakerfið. Guðrún Þorkelsdóttir SU, eitt af skipum Eskju, á loðnuveiðum.KMU „Ég hef nú oftar en ekki heyrt að þessi gjaldtaka sé of lág. Það má vel vera,“ segir Þorsteinn. -Þú værir alveg til í að borga meira fyrir kvótann? „Stundum er það, já. Stundum getum við borgað meira. Þetta fer svolítið eftir mörkuðunum sem við sjáum ekki fyrir. Við sjáum ekki þegar lagt er á okkur veiðileyfagjaldið hvað við losnum við fiskinn á,“ svarar Þorsteinn. Fjallað var um arfleifð Alla ríka í þættinum Um land allt í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Sjávarútvegur Fjarðabyggð Um land allt Tengdar fréttir Makrílafli innan lögsögu Íslands dregist verulega saman í sumar Makrílstofninn í Norðaustur-Atlantshafi mælist nærri sextíu prósentum minni en í fyrra og hefur ekki mælst minni í áratug. Makrílafli innan lögsögu Íslands hefur einnig snarminnkað í sumar og hafa útgerðir þurft að sækja megnið af makrílnum alla leið í Smuguna. 30. ágúst 2021 20:58 Heilaskurðlæknir á Eskifirði hyggst mergsjúga Austfirði „Ég kynntist hérna manni og kom hérna og hugsaði: Váá! Þetta er geggjaður staður,“ svarar Borgnesingurinn Kristín Lilja Eyglóardóttir, þegar hún er spurð hvað heilaskurðlæknir sé að gera á Eskifirði. 18. nóvember 2021 21:01 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Í frétt Stöðvar 2 var dæmið frá Eskifirði rifjað upp þegar tveir synir Aðalsteins Jónssonar, Alla ríka, seldu hlut sinn í Eskju. Sölunni var í grein Reynis Traustasonar í tímaritinu Mannlífi árið 2007 lýst svo að kvóti Alla ríka hefði farið til London, synirnir sagðir lifa þar í vellystingum meðan Eskifjörður væri í uppnámi. Báðir mótmæltu þeir skrifunum á sínum tíma og sögðu þau gróusögur og uppspuna, útúrsnúninga, rangfærslur og sleggjudóma. Annar sonurinn, Kristinn, er aftur fluttur heim á Eskifjörð. Kristinn Aðalsteinsson, fjárfestir á Eskifirði.Arnar Halldórsson „Mér fannst aldrei sjálfum gagnrýnisvert þó að ég seldi fyrirtæki sem var í sjávarútvegi. Ekki frekar en að þetta hefði bara verið hlutur í Hagkaupum eða einhverju slíku,“ segir Kristinn Aðalsteinsson, sem núna starfar sem fjárfestir. -Þú varst ekki að taka út kvótagróðann? „Nei, nei. Enda.. sko, það hefði nú verið svolítið skrítið ef ég hefði gefið það. Það hefði nú verið sennilega talað verr um mig þá,“ svarar Kristinn. Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, Eydís Ásbjörnsdóttir, leiddi lista félagshyggjufólk en hún kemur úr Samfylkingunni, sem vill hærri kvótagjöld. Samfylkingarkonan Eydís Ásbjörnsdóttir er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar en hún er oddviti L-lista félagshyggjufólks.Arnar Halldórsson „Þá erum við að tala um stærstu fyrirtækin, ca. 20 stærstu sjávarútvegsfyrirtækin,“ segir Eydís. Þrjú fyrirtækjanna eru í Fjarðabyggð. Telur hún að hærri kvótaskattur kæmi niður á samfélögum eins og þar? „Nei, það held ég ekki. Það myndi nýtast, - koma þjóðinni til gagns,“ svarar Eydís. Við spyrjum Þorstein Kristjánsson, tengdason Alla ríka, sem í dag er aðaleigandi Eskju, hvort skapa megi meiri sátt um kvótakerfið. Guðrún Þorkelsdóttir SU, eitt af skipum Eskju, á loðnuveiðum.KMU „Ég hef nú oftar en ekki heyrt að þessi gjaldtaka sé of lág. Það má vel vera,“ segir Þorsteinn. -Þú værir alveg til í að borga meira fyrir kvótann? „Stundum er það, já. Stundum getum við borgað meira. Þetta fer svolítið eftir mörkuðunum sem við sjáum ekki fyrir. Við sjáum ekki þegar lagt er á okkur veiðileyfagjaldið hvað við losnum við fiskinn á,“ svarar Þorsteinn. Fjallað var um arfleifð Alla ríka í þættinum Um land allt í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Sjávarútvegur Fjarðabyggð Um land allt Tengdar fréttir Makrílafli innan lögsögu Íslands dregist verulega saman í sumar Makrílstofninn í Norðaustur-Atlantshafi mælist nærri sextíu prósentum minni en í fyrra og hefur ekki mælst minni í áratug. Makrílafli innan lögsögu Íslands hefur einnig snarminnkað í sumar og hafa útgerðir þurft að sækja megnið af makrílnum alla leið í Smuguna. 30. ágúst 2021 20:58 Heilaskurðlæknir á Eskifirði hyggst mergsjúga Austfirði „Ég kynntist hérna manni og kom hérna og hugsaði: Váá! Þetta er geggjaður staður,“ svarar Borgnesingurinn Kristín Lilja Eyglóardóttir, þegar hún er spurð hvað heilaskurðlæknir sé að gera á Eskifirði. 18. nóvember 2021 21:01 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Makrílafli innan lögsögu Íslands dregist verulega saman í sumar Makrílstofninn í Norðaustur-Atlantshafi mælist nærri sextíu prósentum minni en í fyrra og hefur ekki mælst minni í áratug. Makrílafli innan lögsögu Íslands hefur einnig snarminnkað í sumar og hafa útgerðir þurft að sækja megnið af makrílnum alla leið í Smuguna. 30. ágúst 2021 20:58
Heilaskurðlæknir á Eskifirði hyggst mergsjúga Austfirði „Ég kynntist hérna manni og kom hérna og hugsaði: Váá! Þetta er geggjaður staður,“ svarar Borgnesingurinn Kristín Lilja Eyglóardóttir, þegar hún er spurð hvað heilaskurðlæknir sé að gera á Eskifirði. 18. nóvember 2021 21:01