Af hverju er þetta ekki í lagi? Sandra B. Franks skrifar 18. nóvember 2021 09:00 Allir íbúar þessa lands njóta góðs af öflugri bráðamóttöku Landspítalans. Að sama skapi bitnar það á okkur öllum þegar ríkir neyðarástand á bráðamóttökunni. Nú hefur hver starfsstéttin á fætur annarri lýst ástandinu fyrir þjóðinni og stjórnvöldum sem skelfilegu. Þegar öryggi sjúklinga og velferð þeirra er stefnt í hættu verða stjórnvöld að hlusta. Sjúkraliðar, læknar, hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk er sammála að ástandið á bráðamóttöku er óboðlegt. Bráðamóttakan kostar 0,5%! Árlegur rekstarkostnaður bráðamóttökunnar er um 5 milljarða kr. Það er minna en 0,5% af árlegum útgjöldum ríkisins. Getum við ekki verið sammála um að tíunda ríkasta þjóð í heimi ætti að geta rekið bráðamóttöku svo sómi sé að? Getum við ekki byrjað á þeirri einingu sem tekur á móti fólki í bráðri hættu? Allur almenningur á Íslandi vill það og hafa allir stjórnmálaflokkar landsins talað fyrir slíkum aðgerðum. Fyrst og fremst vantar meira fjármagn til að tryggja nauðsynlega mönnun og flæði innan spítalans. Um helmingur útskrifaðra sjúkraliða starfa við fagið og um fjórðungur nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga hverfa til annarra betur launaðra starfa innan fimm ára. Þessi staðreynd er óhagkvæm fyrir samfélagið sem hefur í gegnum árin viðhaldið aðgreiningu kynjanna á vinnumarkaði og stutt þannig við kynbundinn launamun. Viðvarandi vanmat á vinnuframlagi þar sem konur eru í meirihluta ýtir undir flótta þeirra úr störfum. Nú er lag að laga Um daginn skrifaði yfirlæknir á skurðsviði Landspítalans eftirfarandi: „Lausnin á bráðavanda Landspítala felst nefnilega aðallega í umtalsvert bættum launakjörum hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, sérstaklega á gjörgæsludeildum og bráðamóttöku. Þannig verður unnt að fá aftur til starfa fullmenntað starfsfólk sem leitað hefur í önnur störf utan spítalans“. Hægt er að taka undir þessi orð. Og nú er tækifæri til að bregðast við þessum vanda því ekki er enn búið að leggja fram fjárlagafrumvarp næsta árs. Þegar öllu er á botninn hvolft þá ber að bregðast við þegar sjúklingar fá ekki þá faglegu aðstoð sem þeim ber samkvæmt lögum. Þegar sjúklingum er stefnt í hættu á bráðamóttöku Landspítalans ríkir neyðarástand. Lögum þetta, í þágu okkar allra. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sandra B. Franks Landspítalinn Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Allir íbúar þessa lands njóta góðs af öflugri bráðamóttöku Landspítalans. Að sama skapi bitnar það á okkur öllum þegar ríkir neyðarástand á bráðamóttökunni. Nú hefur hver starfsstéttin á fætur annarri lýst ástandinu fyrir þjóðinni og stjórnvöldum sem skelfilegu. Þegar öryggi sjúklinga og velferð þeirra er stefnt í hættu verða stjórnvöld að hlusta. Sjúkraliðar, læknar, hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk er sammála að ástandið á bráðamóttöku er óboðlegt. Bráðamóttakan kostar 0,5%! Árlegur rekstarkostnaður bráðamóttökunnar er um 5 milljarða kr. Það er minna en 0,5% af árlegum útgjöldum ríkisins. Getum við ekki verið sammála um að tíunda ríkasta þjóð í heimi ætti að geta rekið bráðamóttöku svo sómi sé að? Getum við ekki byrjað á þeirri einingu sem tekur á móti fólki í bráðri hættu? Allur almenningur á Íslandi vill það og hafa allir stjórnmálaflokkar landsins talað fyrir slíkum aðgerðum. Fyrst og fremst vantar meira fjármagn til að tryggja nauðsynlega mönnun og flæði innan spítalans. Um helmingur útskrifaðra sjúkraliða starfa við fagið og um fjórðungur nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga hverfa til annarra betur launaðra starfa innan fimm ára. Þessi staðreynd er óhagkvæm fyrir samfélagið sem hefur í gegnum árin viðhaldið aðgreiningu kynjanna á vinnumarkaði og stutt þannig við kynbundinn launamun. Viðvarandi vanmat á vinnuframlagi þar sem konur eru í meirihluta ýtir undir flótta þeirra úr störfum. Nú er lag að laga Um daginn skrifaði yfirlæknir á skurðsviði Landspítalans eftirfarandi: „Lausnin á bráðavanda Landspítala felst nefnilega aðallega í umtalsvert bættum launakjörum hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, sérstaklega á gjörgæsludeildum og bráðamóttöku. Þannig verður unnt að fá aftur til starfa fullmenntað starfsfólk sem leitað hefur í önnur störf utan spítalans“. Hægt er að taka undir þessi orð. Og nú er tækifæri til að bregðast við þessum vanda því ekki er enn búið að leggja fram fjárlagafrumvarp næsta árs. Þegar öllu er á botninn hvolft þá ber að bregðast við þegar sjúklingar fá ekki þá faglegu aðstoð sem þeim ber samkvæmt lögum. Þegar sjúklingum er stefnt í hættu á bráðamóttöku Landspítalans ríkir neyðarástand. Lögum þetta, í þágu okkar allra. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar