„Seiðmaðurinn“ dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2021 17:59 Jacob Chansley (til hægri) hefur viðurkennt að hafa verið meðal þeirra fyrstu þrjátíu sem fóru inn í þinghúsið. AP/Manuel Balce Ceneta Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, hefur dæmdur í 41 mánaðar fangelsi fyrir aðkomu hans að árásinni á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafði farið fram á þunga refsingu til að setja fordæmi í aðdraganda fleiri dómsmála gegn fólki sem tók þátt í árásinni. Í heildina er búið að ákæra rúmlega 660 vegna árásarinnar. Af þeim hafa um 130 gengist við því að hafa brotið lögin en einungis sextán hafa játað á sig alvarlegan glæp. Chansley er sá fjórði sem er dæmdur. Sá fyrsti var dæmdur í átta mánaða fangelsi, sá annar í fjórtán mánaða fangelsi en sá þriðji, sem kýldi lögregluþjón var einnig dæmdur í 41 mánaða fangelsi, samkvæmt frétt Washington Post. Chansley naut mikillar athygli þann 6. janúar vegna klæðaburðar hans og stillti hann sér ítrekað upp í myndatökur inn í þinghúsinu. Hann hefur setið í fangelsi í tíu mánuði og lögmaður hans hefur sagt það eiga að vera næga refsingu. Saksóknarar fóru fram á að hann yrði dæmdur í 51 mánaða fangelsi. Þann 6. janúar brutu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að koma í veg fyrir að niðurstaða forsetakosninganna í fyrra, sem Joe Biden vann, yrðu staðfestar. Chansley hefur viðurkennt að vera meðal þeirra þrjátíu sem voru fyrstir inn í þinghúsið og fór hann rakleiðis inn í sal öldungadeildar Bandaríkjaþings, þar sem Mike Pence, varaforseti, hafði verið skömmu áður. Trump hafði krafist þess að Pence stöðvaði staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna en það hafði Pence ekki vald til að gera. Stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur fyrir svik og skildi Chansley eftir miða á þinginu þar sem hann hótaði Pence. Vill lifa eins og Jesú og Gandí Í frétt CNN segir að Chansley hafi rætt við Royce Lamberth, dómara, í um hálftíma á dómsuppkvaðningunni í dag. Þá sagðist seiðmaðurinn svokallaði sjá eftir því að hafa tekið þátt í árásinni og sagðist með mikið samviskubit yfir því að hafa brotið lögin. Chansley sagðist ekki vera uppreisnarseggur eða hryðjuverkamaður. Vitnaði hann í orð Clarence Thomas, hæstaréttardómara, og kvikmyndina Shawshank Redemption í máli sínu við Lamberth. Þá sagðist Chansley vilja lifa lífi sínu eins og Jesú og Gandí. Dómarinn líkti Chansley við Martin Luther King Lamberth sagðist trúa því að Chansley sæi eftir gjörðum sínum og lofaði seiðmanninn fyrir orð sín og líkti þeim jafnvel við orð Martins Luther King. Dómarinn sagði þó að Chansley hefði vísvitandi vakið mikla athygli og hann hafi í raun gert sjálfan sig að táknmynd árásarinnar og að framferði hans hefði verið hrottalegt. Hann dæmdi hann því til 41 mánaða fangelsisvistar, eins og áður hefur komið fram, en það var lágmarksrefsing sem hann gat fengið miðað við þau brot sem hann var ákærður fyrir. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Trump skilur að stuðningsmenn sínir hafi viljað hengja Pence Það var heilbrigð skynsemi hjá stuðningsmönnum Donalds Trump að kyrja um að þeir ætluðu sér að hengja Mike Pence, varaforseta, þegar þeir réðust á bandaríska þinghúsið í janúar, að mati fyrrverandi Bandaríkjaforsetans. 12. nóvember 2021 14:42 Þinghúsið í Washington: Herða öryggi fyrir samkomu til stuðnings rósturseggja Áformað er að herða á öryggisráðstöfunum í kringum þinghúsið í Washingtonborg fyrir næstu helgi þegar hinir ýmsu öfgahópar hliðhollir Donald Trumps fyrrverandi forseta hyggjast koma saman. 12. september 2021 10:35 Telja ekki að árásin á þinghúsið hafi verið þaulskipulögð Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar segjast hafa fundið fáar vísbendingar um að árás hóps stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hafi verið skipulögð til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í nóvember. 23. ágúst 2021 10:45 Pence stígur aftur á svið og fer fögrum orðum um Trump Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu pólitísku ræðu í gær eftir að ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, lét af völdum í upphafi árs. Þrátt fyrir að samband þeirra beið verulega hnekki undir lok ríkisstjórnarinnar og að stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði myrtur, fór hann fögrum orðum um fyrrverandi yfirmann sinn. 30. apríl 2021 13:38 Kallaði McConnell heimskan tíkarson Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, jós úr skálum reiði sinnar yfir Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings um helgina. Það gerði Trump í ræðu á ráðstefnu íhaldsmanna í sveitaklúbbi hans í Flórída á laugardagskvöldið. 12. apríl 2021 11:35 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Sjá meira
Í heildina er búið að ákæra rúmlega 660 vegna árásarinnar. Af þeim hafa um 130 gengist við því að hafa brotið lögin en einungis sextán hafa játað á sig alvarlegan glæp. Chansley er sá fjórði sem er dæmdur. Sá fyrsti var dæmdur í átta mánaða fangelsi, sá annar í fjórtán mánaða fangelsi en sá þriðji, sem kýldi lögregluþjón var einnig dæmdur í 41 mánaða fangelsi, samkvæmt frétt Washington Post. Chansley naut mikillar athygli þann 6. janúar vegna klæðaburðar hans og stillti hann sér ítrekað upp í myndatökur inn í þinghúsinu. Hann hefur setið í fangelsi í tíu mánuði og lögmaður hans hefur sagt það eiga að vera næga refsingu. Saksóknarar fóru fram á að hann yrði dæmdur í 51 mánaða fangelsi. Þann 6. janúar brutu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að koma í veg fyrir að niðurstaða forsetakosninganna í fyrra, sem Joe Biden vann, yrðu staðfestar. Chansley hefur viðurkennt að vera meðal þeirra þrjátíu sem voru fyrstir inn í þinghúsið og fór hann rakleiðis inn í sal öldungadeildar Bandaríkjaþings, þar sem Mike Pence, varaforseti, hafði verið skömmu áður. Trump hafði krafist þess að Pence stöðvaði staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna en það hafði Pence ekki vald til að gera. Stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur fyrir svik og skildi Chansley eftir miða á þinginu þar sem hann hótaði Pence. Vill lifa eins og Jesú og Gandí Í frétt CNN segir að Chansley hafi rætt við Royce Lamberth, dómara, í um hálftíma á dómsuppkvaðningunni í dag. Þá sagðist seiðmaðurinn svokallaði sjá eftir því að hafa tekið þátt í árásinni og sagðist með mikið samviskubit yfir því að hafa brotið lögin. Chansley sagðist ekki vera uppreisnarseggur eða hryðjuverkamaður. Vitnaði hann í orð Clarence Thomas, hæstaréttardómara, og kvikmyndina Shawshank Redemption í máli sínu við Lamberth. Þá sagðist Chansley vilja lifa lífi sínu eins og Jesú og Gandí. Dómarinn líkti Chansley við Martin Luther King Lamberth sagðist trúa því að Chansley sæi eftir gjörðum sínum og lofaði seiðmanninn fyrir orð sín og líkti þeim jafnvel við orð Martins Luther King. Dómarinn sagði þó að Chansley hefði vísvitandi vakið mikla athygli og hann hafi í raun gert sjálfan sig að táknmynd árásarinnar og að framferði hans hefði verið hrottalegt. Hann dæmdi hann því til 41 mánaða fangelsisvistar, eins og áður hefur komið fram, en það var lágmarksrefsing sem hann gat fengið miðað við þau brot sem hann var ákærður fyrir.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Trump skilur að stuðningsmenn sínir hafi viljað hengja Pence Það var heilbrigð skynsemi hjá stuðningsmönnum Donalds Trump að kyrja um að þeir ætluðu sér að hengja Mike Pence, varaforseta, þegar þeir réðust á bandaríska þinghúsið í janúar, að mati fyrrverandi Bandaríkjaforsetans. 12. nóvember 2021 14:42 Þinghúsið í Washington: Herða öryggi fyrir samkomu til stuðnings rósturseggja Áformað er að herða á öryggisráðstöfunum í kringum þinghúsið í Washingtonborg fyrir næstu helgi þegar hinir ýmsu öfgahópar hliðhollir Donald Trumps fyrrverandi forseta hyggjast koma saman. 12. september 2021 10:35 Telja ekki að árásin á þinghúsið hafi verið þaulskipulögð Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar segjast hafa fundið fáar vísbendingar um að árás hóps stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hafi verið skipulögð til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í nóvember. 23. ágúst 2021 10:45 Pence stígur aftur á svið og fer fögrum orðum um Trump Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu pólitísku ræðu í gær eftir að ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, lét af völdum í upphafi árs. Þrátt fyrir að samband þeirra beið verulega hnekki undir lok ríkisstjórnarinnar og að stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði myrtur, fór hann fögrum orðum um fyrrverandi yfirmann sinn. 30. apríl 2021 13:38 Kallaði McConnell heimskan tíkarson Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, jós úr skálum reiði sinnar yfir Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings um helgina. Það gerði Trump í ræðu á ráðstefnu íhaldsmanna í sveitaklúbbi hans í Flórída á laugardagskvöldið. 12. apríl 2021 11:35 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Sjá meira
Trump skilur að stuðningsmenn sínir hafi viljað hengja Pence Það var heilbrigð skynsemi hjá stuðningsmönnum Donalds Trump að kyrja um að þeir ætluðu sér að hengja Mike Pence, varaforseta, þegar þeir réðust á bandaríska þinghúsið í janúar, að mati fyrrverandi Bandaríkjaforsetans. 12. nóvember 2021 14:42
Þinghúsið í Washington: Herða öryggi fyrir samkomu til stuðnings rósturseggja Áformað er að herða á öryggisráðstöfunum í kringum þinghúsið í Washingtonborg fyrir næstu helgi þegar hinir ýmsu öfgahópar hliðhollir Donald Trumps fyrrverandi forseta hyggjast koma saman. 12. september 2021 10:35
Telja ekki að árásin á þinghúsið hafi verið þaulskipulögð Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar segjast hafa fundið fáar vísbendingar um að árás hóps stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hafi verið skipulögð til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í nóvember. 23. ágúst 2021 10:45
Pence stígur aftur á svið og fer fögrum orðum um Trump Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu pólitísku ræðu í gær eftir að ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, lét af völdum í upphafi árs. Þrátt fyrir að samband þeirra beið verulega hnekki undir lok ríkisstjórnarinnar og að stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði myrtur, fór hann fögrum orðum um fyrrverandi yfirmann sinn. 30. apríl 2021 13:38
Kallaði McConnell heimskan tíkarson Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, jós úr skálum reiði sinnar yfir Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings um helgina. Það gerði Trump í ræðu á ráðstefnu íhaldsmanna í sveitaklúbbi hans í Flórída á laugardagskvöldið. 12. apríl 2021 11:35