Nýr vegarkafli að opnast á leiðinni ofan Flókalundar Kristján Már Unnarsson skrifar 16. nóvember 2021 22:22 Frá vegagerðinni í Helluskarði í síðdegissólinni í dag. Börkur Hrólfsson Stefnt er að því að nýr kafli Vestfjarðavegar á leiðinni upp á Dynjandisheiði ofan Flókalundar verði opnaður umferð í næstu viku. Þar með leggst af einn varasamasti hluti vesturleiðarinnar milli Ísafjarðar og Reykjavíkur; einbreiða brúin yfir Þverdalsá og beygjurnar við brúna. Vegarkaflinn liggur upp úr Vatnsfirði um svokallaðan Pennusneiðing í Penningsdal og að gatnamótum Bíldudalsvegar í Helluskarði. Íslenskir aðalverktakar hófu vegagerðina um miðjan október í fyrra og var vonast til að kaflinn yrði tilbúinn með bundnu slitlagi fyrir veturinn. Gamla einbreiða brúin yfir Þverdalsá í dag. Fyrir ofan liggur nýi vegurinn. Fjær til vinstri sést út á Breiðafjörð.ÍAV/Bjarki Laxdal Klæðningarflokkur frá Borgarverki, sem áður hafði lagt bundið slitlag á nýjan kafla í Arnarfirði, beið með tækjabúnað sinn á Brjánslæk eftir því að veður leyfði útlögn slitlagsins á Pennusneiðing. Héldu menn lengi í vonina um nokkurra daga góðan veðurkafla allt þar til snjóaði yfir vinnusvæðið í gær. Þótt markmiðið um klæðningu hafi ekki náðst verður hluti vegarins engu að síður opnaður umferð en án slitlags. Þar skiptir mestu að búið er að setja upp vegrið. Vegrið er komið á nýja kaflann um Pennusneiðing. Vinstra megin sér niður í Penningsdal.ÍAV/Bjarki Laxdal „Þetta verður opnað mjög fljótlega í næstu viku. Harðpakkað burðarlag er komið á,“ segir Bjarki Laxdal, verkstjóri ÍAV á Dynjandisheiði. Verktakinn er að leggja samtals 8,2 kílómetra kafla, þar af eru um 600 metrar á Bíldudalsvegi, en þar færast gatnamótin. Kaflinn sem nú verður opnaður er um Pennusneiðing og upp í Þverdal. „Það verður opnaður kaflinn sem átti að klæða, 3,8 kílómetrar. Þar fyrir ofan er umferðin á nýja veginum að stærstum hluta upp að Norðdalsbrú, en að vísu er sá kafli án styrktarlags og burðalags. Samt breiður og góður vegur.“ Nýi vegarkaflinn við Þverdalsvatn. Fjær sér út á Breiðafjörð.ÍAV/Bjarki Laxdal Starfsmenn ÍAV halda áfram vegavinnu á svæðinu fram til áramóta og eitthvað fram í janúar, að sögn Bjarka, en þó mun fækka í vinnuflokknum. Slitlagið verður svo lagt á allan kaflann í byrjun næsta sumars. „Við fáum rúma átta kílómetra vonandi fyrir lok júní,“ segir Bjarki. Áður var búið að opna 4,3 kílómetra kafla í Arnarfirði milli Mjólkár og Dynjanda. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá vegagerðinni í september: Vegagerð Samgöngur Vesturbyggð Dýrafjarðargöng Umferðaröryggi Tengdar fréttir Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44 Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11 Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Vegarkaflinn liggur upp úr Vatnsfirði um svokallaðan Pennusneiðing í Penningsdal og að gatnamótum Bíldudalsvegar í Helluskarði. Íslenskir aðalverktakar hófu vegagerðina um miðjan október í fyrra og var vonast til að kaflinn yrði tilbúinn með bundnu slitlagi fyrir veturinn. Gamla einbreiða brúin yfir Þverdalsá í dag. Fyrir ofan liggur nýi vegurinn. Fjær til vinstri sést út á Breiðafjörð.ÍAV/Bjarki Laxdal Klæðningarflokkur frá Borgarverki, sem áður hafði lagt bundið slitlag á nýjan kafla í Arnarfirði, beið með tækjabúnað sinn á Brjánslæk eftir því að veður leyfði útlögn slitlagsins á Pennusneiðing. Héldu menn lengi í vonina um nokkurra daga góðan veðurkafla allt þar til snjóaði yfir vinnusvæðið í gær. Þótt markmiðið um klæðningu hafi ekki náðst verður hluti vegarins engu að síður opnaður umferð en án slitlags. Þar skiptir mestu að búið er að setja upp vegrið. Vegrið er komið á nýja kaflann um Pennusneiðing. Vinstra megin sér niður í Penningsdal.ÍAV/Bjarki Laxdal „Þetta verður opnað mjög fljótlega í næstu viku. Harðpakkað burðarlag er komið á,“ segir Bjarki Laxdal, verkstjóri ÍAV á Dynjandisheiði. Verktakinn er að leggja samtals 8,2 kílómetra kafla, þar af eru um 600 metrar á Bíldudalsvegi, en þar færast gatnamótin. Kaflinn sem nú verður opnaður er um Pennusneiðing og upp í Þverdal. „Það verður opnaður kaflinn sem átti að klæða, 3,8 kílómetrar. Þar fyrir ofan er umferðin á nýja veginum að stærstum hluta upp að Norðdalsbrú, en að vísu er sá kafli án styrktarlags og burðalags. Samt breiður og góður vegur.“ Nýi vegarkaflinn við Þverdalsvatn. Fjær sér út á Breiðafjörð.ÍAV/Bjarki Laxdal Starfsmenn ÍAV halda áfram vegavinnu á svæðinu fram til áramóta og eitthvað fram í janúar, að sögn Bjarka, en þó mun fækka í vinnuflokknum. Slitlagið verður svo lagt á allan kaflann í byrjun næsta sumars. „Við fáum rúma átta kílómetra vonandi fyrir lok júní,“ segir Bjarki. Áður var búið að opna 4,3 kílómetra kafla í Arnarfirði milli Mjólkár og Dynjanda. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá vegagerðinni í september:
Vegagerð Samgöngur Vesturbyggð Dýrafjarðargöng Umferðaröryggi Tengdar fréttir Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44 Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11 Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46
Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44
Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11
Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08