COP26 fer í framlengingu: Enn er þrasað um loftslagsmál í Glasgow Sunna Sæmundsdóttir og Árni Sæberg skrifa 12. nóvember 2021 23:18 Alok Sharma er forseti COP26, Stöð 2 Samningaviðræður standa enn yfir á lokametrum loftslagsráðstefnunnar í Glasgow sem átti að ljúka klukkan sex í kvöld. Drög að nýju og bitlausara samkomulagi voru birt í dag. Talið er að samningaviðræðum verði ekki lokið fyrr en annað kvöld að sögn The Guardian. Ný samningsdrög sem voru birt í morgun voru mörgum vonbrigði þar sem dregið var verulega úr orðalagi um kol og jarðefnaeldsneyti. Í fyrri drögum var talað um að ríki skyldu hraða því að taka kol og niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti úr umferð. „Þetta leit mjög vel út í fyrstu. Textinn var skýr. Draga úr vinnslu og notkun kola og engar niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti. Nú er textinn óljósari, ekkert dregið úr kolabrennslu,“ segir Jennifer Tollman, ráðgjafi í loftslagsmálum. Breytingin var kannski viðbúin þar sem stórtækir framleiðendur jarðefnaeldsneytis á borð við Sádi-Arabíu, Rússland og Ástralíu þurfa að veita sitt samþykki. Margir fulltrúar ráðstefnunnar gengu út nú síðdegis og slógust í raðir mótmælenda fyrir utan. Aktívistinn Gréta Thunberg efast um árangur ráðstefnunnar og segir mörg ríki draga lappirnar. „Löndin sem þetta snertir minnst, það er þróuð ríki, neita enn að grípa til jafnvel minnstu ráðstafana. Það getur varla talist vera góður árangur,“ segir hún. Alok Sharma, forseti COP26, stappaði stálinu í sendinefndir í dag. „Þetta er sú stund sem við verðum að efna loforðin og háleitu markmiðin sem leiðtogar okkar gáfu við upphaf þessa leiðtogafundar. Við verðum að vera vandanum vaxin,“ sagði hann í ávarpi. Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Skotland Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira
Talið er að samningaviðræðum verði ekki lokið fyrr en annað kvöld að sögn The Guardian. Ný samningsdrög sem voru birt í morgun voru mörgum vonbrigði þar sem dregið var verulega úr orðalagi um kol og jarðefnaeldsneyti. Í fyrri drögum var talað um að ríki skyldu hraða því að taka kol og niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti úr umferð. „Þetta leit mjög vel út í fyrstu. Textinn var skýr. Draga úr vinnslu og notkun kola og engar niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti. Nú er textinn óljósari, ekkert dregið úr kolabrennslu,“ segir Jennifer Tollman, ráðgjafi í loftslagsmálum. Breytingin var kannski viðbúin þar sem stórtækir framleiðendur jarðefnaeldsneytis á borð við Sádi-Arabíu, Rússland og Ástralíu þurfa að veita sitt samþykki. Margir fulltrúar ráðstefnunnar gengu út nú síðdegis og slógust í raðir mótmælenda fyrir utan. Aktívistinn Gréta Thunberg efast um árangur ráðstefnunnar og segir mörg ríki draga lappirnar. „Löndin sem þetta snertir minnst, það er þróuð ríki, neita enn að grípa til jafnvel minnstu ráðstafana. Það getur varla talist vera góður árangur,“ segir hún. Alok Sharma, forseti COP26, stappaði stálinu í sendinefndir í dag. „Þetta er sú stund sem við verðum að efna loforðin og háleitu markmiðin sem leiðtogar okkar gáfu við upphaf þessa leiðtogafundar. Við verðum að vera vandanum vaxin,“ sagði hann í ávarpi.
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Skotland Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira