Blendin viðbrögð við aðgerðum: Farsóttanefnd ánægð en veitingamenn á öðru máli Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Árni Sæberg skrifa 12. nóvember 2021 21:55 Hildur Helgadóttir er verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítalans en Hrefna Sverrisdóttir er formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Þær eru ekki sammála um ágæti aðgerða. Stöð 2 Farsóttanefnd Landspítalans lýsir yfir ánægju með aðgerðir dagsins. Það sé mjög líklegt að þær leiði til þess að hægt verði að ná tökum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. Viðburðahaldarar segjast verða fyrir tjóni en geta þó haldið jólatónleika. Fjórða daginn í röð greindist mikill fjöldi með Covid-19 í gær eða 176, ríflega helmingur var utan sóttkvíar. Nú eru 23 á sjúkrahúsi 4 á gjörgæslu og einn í öndunarvél. „Geðþjónustudeild og heila-tauga-og bæklunarskurðdeild spítalans eru lokaðar vegna smits hjá sjúklingum. Þá kom upp smit í skrifstofuhúsnæði Landspítalans í Skaftahlíð í gær þar sem yfirstjórnin starfar. Smitrakning stendur yfir,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítalans, en hún er ánægð með þær sóttvarnaraðgerðir sem kynntar voru í dag. „Okkur líst mjög vel á þessar aðgerðir og teljum mjög líklegt að með þeim náum við tökum á bylgjunni sem er það sem er bráðnauðsynlegt að gera,“ segi hún. Hún segir álag á spítalanum ekki eingöngu vegna fjölgunar sjúklinga með Covid. „Göngudeildin fjöldinn þar og vinnan í kringum þann hóp. Smitrakningin innanhúss og fjöldi starfsmanna í einangrun og sóttkví er það sem veldur okkur hvað mestum búsifjum þessa dagana,“ segir Hildur. Aðgerðirnar hlutu mun blendnari viðtökur hjá viðburðahöldurum „Þetta er enn einn hræðilegur dagurinn. Þar sem við erum að reyna að skilja reglurnar,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri viðburðasviðs Senu. Hann er þó ánægður með að ekki hafi verið gengið enn lengra í sóttvarnaraðgerðum. „Það er alveg greinilegt að það er búið að hlusta á okkur. Þau hafa okkur í huga, það er hent til okkar líflínu. Það að fá líflínu þar sem það má vera með 500 manna afmörkuð svæði gegn því að allir fari í hraðpróf. Þetta þýðir að við getum haldið jólatónleika,“ segir Ísleifur. Hins vegar er líklegt að stórtónleikum þekktasta tenórs heimsins, Andrea Bocelli, verði frestað. „Þetta er alvöru tjón því við erum búinn að fara út í svo mikinn kostnað,“ segir Ísleifur. Þungt hljóð í veitingamönnum Hrefna Sverrisdóttir, formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, segir veitingamenn hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með tíðindi dagsins. „Sérstaklega á þessum tímapunkti þar sem við erum öll að detta inn í jólavertíðina sem er stærsti mánuður ársins hjá veitingamönnum,“ segir hún. Þá telur hún að með aðgerðunum sé verið að aðlaga samfélagið að bágri stöðu Landspítalans. „Að stjórnvöld séu ekki í stakk búin að binda þannig um hnútana að við getum tekið á við þessa veiru með öðrum hætti en að setja kvaðir á atvinnulífið,“ Fyrirtæki í veitingageiranum séu rúmlega eitt þúsund og starfsmenn um tíu þúsund. Því hafi aðgerðirnar áhrif á stóran hóp fólks. Hún segir fólk í geiranum vera kvíðið og að það standi frammi fyrir mjög miklum rekstrarlegum áskorunum. „Endurskipulagning, hólfaskipting, taka niður símanúmer og annað eins. Þannig þetta hefur gríðarleg áhrif á allt, bæði reksturinn og starfsemina sjálfa en ekki síður starfsfólkið,“ segir Hrefna. Að lokum segir Hrefna að haldist sóttvarnaraðgerðir í núverandi mynd munu allir þurfa að breyta áætlunum sínum á aðventunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Veitingastaðir Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Fjórða daginn í röð greindist mikill fjöldi með Covid-19 í gær eða 176, ríflega helmingur var utan sóttkvíar. Nú eru 23 á sjúkrahúsi 4 á gjörgæslu og einn í öndunarvél. „Geðþjónustudeild og heila-tauga-og bæklunarskurðdeild spítalans eru lokaðar vegna smits hjá sjúklingum. Þá kom upp smit í skrifstofuhúsnæði Landspítalans í Skaftahlíð í gær þar sem yfirstjórnin starfar. Smitrakning stendur yfir,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítalans, en hún er ánægð með þær sóttvarnaraðgerðir sem kynntar voru í dag. „Okkur líst mjög vel á þessar aðgerðir og teljum mjög líklegt að með þeim náum við tökum á bylgjunni sem er það sem er bráðnauðsynlegt að gera,“ segi hún. Hún segir álag á spítalanum ekki eingöngu vegna fjölgunar sjúklinga með Covid. „Göngudeildin fjöldinn þar og vinnan í kringum þann hóp. Smitrakningin innanhúss og fjöldi starfsmanna í einangrun og sóttkví er það sem veldur okkur hvað mestum búsifjum þessa dagana,“ segir Hildur. Aðgerðirnar hlutu mun blendnari viðtökur hjá viðburðahöldurum „Þetta er enn einn hræðilegur dagurinn. Þar sem við erum að reyna að skilja reglurnar,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri viðburðasviðs Senu. Hann er þó ánægður með að ekki hafi verið gengið enn lengra í sóttvarnaraðgerðum. „Það er alveg greinilegt að það er búið að hlusta á okkur. Þau hafa okkur í huga, það er hent til okkar líflínu. Það að fá líflínu þar sem það má vera með 500 manna afmörkuð svæði gegn því að allir fari í hraðpróf. Þetta þýðir að við getum haldið jólatónleika,“ segir Ísleifur. Hins vegar er líklegt að stórtónleikum þekktasta tenórs heimsins, Andrea Bocelli, verði frestað. „Þetta er alvöru tjón því við erum búinn að fara út í svo mikinn kostnað,“ segir Ísleifur. Þungt hljóð í veitingamönnum Hrefna Sverrisdóttir, formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, segir veitingamenn hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með tíðindi dagsins. „Sérstaklega á þessum tímapunkti þar sem við erum öll að detta inn í jólavertíðina sem er stærsti mánuður ársins hjá veitingamönnum,“ segir hún. Þá telur hún að með aðgerðunum sé verið að aðlaga samfélagið að bágri stöðu Landspítalans. „Að stjórnvöld séu ekki í stakk búin að binda þannig um hnútana að við getum tekið á við þessa veiru með öðrum hætti en að setja kvaðir á atvinnulífið,“ Fyrirtæki í veitingageiranum séu rúmlega eitt þúsund og starfsmenn um tíu þúsund. Því hafi aðgerðirnar áhrif á stóran hóp fólks. Hún segir fólk í geiranum vera kvíðið og að það standi frammi fyrir mjög miklum rekstrarlegum áskorunum. „Endurskipulagning, hólfaskipting, taka niður símanúmer og annað eins. Þannig þetta hefur gríðarleg áhrif á allt, bæði reksturinn og starfsemina sjálfa en ekki síður starfsfólkið,“ segir Hrefna. Að lokum segir Hrefna að haldist sóttvarnaraðgerðir í núverandi mynd munu allir þurfa að breyta áætlunum sínum á aðventunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Veitingastaðir Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent