Það þýðir ekki að horfa bara á fjölda innlagna Marta Jóns Hjördísardóttir skrifar 12. nóvember 2021 21:01 Segjum að 16 sjúklingar þurfi innlögn á Landspítala vegna Covid – hvað þýðir það? Hvers vegna hafa háar smittölur svona mikil áhrif? Til að sinna 16 sjúklingum með Covid þarf um það bil helmingi fleira starfsfólk heldur annars. Á Íslandi er ein smitsjúkdómadeild. Þar eru 20 legurými. Rúmanýting þar var um og yfir 100% síðustu þrjá mánuði 2019, fyrir Covid. Þegar Covid-innlagnir aukast þarf að loka smitsjúkdómadeild fyrir öðrum en Covid sjúklingum. Þá þurfa þeir 20 sjúklingar sem þar dvelja jafnan að fara eitthvað annað. Rúmanýting á flestum legudeildum er í kringum 100%, þannig að það gefur augaleið að þegar Covid innlögnum fjölgar hefur það víðtæk áhrif. En það er fleira sem gerist heldur en að fólk leggist inn á smitsjúkdómadeild. Á Covid göngudeildinni í Birkiborg er tekið á móti fólki sem þarf skoðun, eftirlit og stuðningsmeðferð (vökva t.d.). Með því að veita þétt eftirlit og kalla fólk inn í rannsóknir, skoðun og meðferð áður en það verður alvarlega veikt er hægt að koma í veg fyrir frekari versnun og jafnvel innlögn. Til að sinna þessu starfi þarf að sjálfsögðu mikinn mannskap þar sem allir þessi einstaklingar eru í einangrun. Þegar svona mikið af smitum eru í samfélaginu er óhjákvæmilegt að eitthvað berist inn á spítalann. Það hefur gerst a.m.k. tvisvar sinnum í þessari viku. Þá þarf að grípa til víðtækra ráðstafana til að koma í veg fyrir að smit breiðist út í þeim viðkvæma hópi sem eru sjúklingar Landspítala.Það getur verið flókin rakning, t.d. ef það þarf að rekja ferðir sjúklings sem hefur farið víða í rannsóknir eða önnur inngrip. Þess vegna er spítalinn með sérstakt rakningarteymi, þar starfar sérhæft fólk sem þekkir stofnunina vel og er ótrúlega öflugt að hnýta alla lausa enda. Þetta fólk sinnir venjulega öðrum störfum sem fara á bið.Einnig þarf að loka fyrir innlagnir á viðkomandi deild á meðan á rakningu stendur og það getur tekið nokkra daga, sérstaklega ef smitin reynast fleiri en eitt. Sjúklingar sem þurfa innlögn þurfa þá að fara á aðrar deildir, sem eru fyrir líklega með um og yfir 100% rúmanýtingu, eða bíða áfram á bráðamóttöku. Starfsfólk lendir líka í sóttkví, fær covid eða er heima með börnum í sóttkví. Það er öllum ljóst að það er skortur á heilbrigðisstarfsfólki og þá sérstaklega hefur verið bent á skort á hjúkrunarfræðingum undanfarin ár. Það gefur því augaleið að það er mjög erfitt að manna starfsemi þegar mikið er um veikindi eða fjarveru tengda Covid. Á sama tíma eru komur á bráðamóttöku og innlagnir af öðrum ástæðum en Covid svipað margar og í venjulegu árferði. Starfsfólk Landspítala hefur staðið sig gríðarlega vel og lagt á sig ómælda auka vinnu undanfarna 20 mánuði og öll árin þar á undan. Starfsumhverfið krefst útsjónarsemi, seiglu og þrautseigju. Það er krefjandi að vita aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér, að þurfa sífellt að umbreyta starfi sínu og starfa undir miklu álagi í langan tíma. Síðast en ekki síst er mjög krefjandi að þurfa stöðugt að sannfæra fólk um að við séum að segja satt, svona er raunverulega staðan. Sem betur fer starfar á Landspítala stórkostlegt fólk, fólk sem heldur þessu öllu saman gangandi. Starfsfólk Landspítala er allt að gera sitt besta, alltaf að leita leiða til að gera betur. Ef það eru fleiri þarna úti með góðar hugmyndir, endilega látið þær berast. Við erum hér, að vinna. Höfundur er hjúkrunarfræðingur/verkefnastjóri MPM og formaður fagráðs Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Segjum að 16 sjúklingar þurfi innlögn á Landspítala vegna Covid – hvað þýðir það? Hvers vegna hafa háar smittölur svona mikil áhrif? Til að sinna 16 sjúklingum með Covid þarf um það bil helmingi fleira starfsfólk heldur annars. Á Íslandi er ein smitsjúkdómadeild. Þar eru 20 legurými. Rúmanýting þar var um og yfir 100% síðustu þrjá mánuði 2019, fyrir Covid. Þegar Covid-innlagnir aukast þarf að loka smitsjúkdómadeild fyrir öðrum en Covid sjúklingum. Þá þurfa þeir 20 sjúklingar sem þar dvelja jafnan að fara eitthvað annað. Rúmanýting á flestum legudeildum er í kringum 100%, þannig að það gefur augaleið að þegar Covid innlögnum fjölgar hefur það víðtæk áhrif. En það er fleira sem gerist heldur en að fólk leggist inn á smitsjúkdómadeild. Á Covid göngudeildinni í Birkiborg er tekið á móti fólki sem þarf skoðun, eftirlit og stuðningsmeðferð (vökva t.d.). Með því að veita þétt eftirlit og kalla fólk inn í rannsóknir, skoðun og meðferð áður en það verður alvarlega veikt er hægt að koma í veg fyrir frekari versnun og jafnvel innlögn. Til að sinna þessu starfi þarf að sjálfsögðu mikinn mannskap þar sem allir þessi einstaklingar eru í einangrun. Þegar svona mikið af smitum eru í samfélaginu er óhjákvæmilegt að eitthvað berist inn á spítalann. Það hefur gerst a.m.k. tvisvar sinnum í þessari viku. Þá þarf að grípa til víðtækra ráðstafana til að koma í veg fyrir að smit breiðist út í þeim viðkvæma hópi sem eru sjúklingar Landspítala.Það getur verið flókin rakning, t.d. ef það þarf að rekja ferðir sjúklings sem hefur farið víða í rannsóknir eða önnur inngrip. Þess vegna er spítalinn með sérstakt rakningarteymi, þar starfar sérhæft fólk sem þekkir stofnunina vel og er ótrúlega öflugt að hnýta alla lausa enda. Þetta fólk sinnir venjulega öðrum störfum sem fara á bið.Einnig þarf að loka fyrir innlagnir á viðkomandi deild á meðan á rakningu stendur og það getur tekið nokkra daga, sérstaklega ef smitin reynast fleiri en eitt. Sjúklingar sem þurfa innlögn þurfa þá að fara á aðrar deildir, sem eru fyrir líklega með um og yfir 100% rúmanýtingu, eða bíða áfram á bráðamóttöku. Starfsfólk lendir líka í sóttkví, fær covid eða er heima með börnum í sóttkví. Það er öllum ljóst að það er skortur á heilbrigðisstarfsfólki og þá sérstaklega hefur verið bent á skort á hjúkrunarfræðingum undanfarin ár. Það gefur því augaleið að það er mjög erfitt að manna starfsemi þegar mikið er um veikindi eða fjarveru tengda Covid. Á sama tíma eru komur á bráðamóttöku og innlagnir af öðrum ástæðum en Covid svipað margar og í venjulegu árferði. Starfsfólk Landspítala hefur staðið sig gríðarlega vel og lagt á sig ómælda auka vinnu undanfarna 20 mánuði og öll árin þar á undan. Starfsumhverfið krefst útsjónarsemi, seiglu og þrautseigju. Það er krefjandi að vita aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér, að þurfa sífellt að umbreyta starfi sínu og starfa undir miklu álagi í langan tíma. Síðast en ekki síst er mjög krefjandi að þurfa stöðugt að sannfæra fólk um að við séum að segja satt, svona er raunverulega staðan. Sem betur fer starfar á Landspítala stórkostlegt fólk, fólk sem heldur þessu öllu saman gangandi. Starfsfólk Landspítala er allt að gera sitt besta, alltaf að leita leiða til að gera betur. Ef það eru fleiri þarna úti með góðar hugmyndir, endilega látið þær berast. Við erum hér, að vinna. Höfundur er hjúkrunarfræðingur/verkefnastjóri MPM og formaður fagráðs Landspítala.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun