Kári segir faraldurinn farinn gjörsamlega úr böndunum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. nóvember 2021 19:10 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í íslensku samfélagi þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita vera ógnvænlega. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir kórónuveirufaraldurinn farinn gjörsamlega úr böndunum. Ef ekki verði brugðist við komi faraldurinn til með að rústa atvinnulífi landsins í náinni framtíð. Þá vill hann hætta að nota hraðpróf þar sem þau greini fólk of seint. Kári er á því að nú sé tímabært að herða sóttvarnaraðgerðir á ný en tvö hundruð greindust með kórónuveiruna í dag. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem met er slegið. „Þetta er farið gjörsamlega úr böndum og nú verðum við að setja töluverðar takmarkanir á hegðun fólks til þess að ná þessu „under control“. Við kunnum að gera það. Við getum gert það og í þetta skipti þá held ég að það eigi ekki að þurfa að endast lengi vegna þess að við erum búin að bólusetja yfir 90% fullorðinna,“ segir Kári. Þá vill hann að börn á aldrinum 5-12 ára verði bólusett. Aðeins er í boði að bólusetja börn tólf ára og eldri hér á landi en Lyfjastofnun Evrópu skoðar nú hvort leyfilegt verði að nota bóluefni Pfizer fyrir börn á aldrinum 5-12 ára innan Evrópu. „Það kom út vísindagrein í New England Journal of Medicine í dag eða í gær sem að lýsir því að bólusetning barna frá 5-12 ára sé hættulítil og hafi mikil áhrif. Þannig að nú þurfum við bara að gefa í hvað bólusetningu snertir. Bólusetja börnin. Bólusetja aukaskammt í alla fullorðna. Við þurfum að herða takmarkanir á landamærum eða að minnsta kosti sjá til þess að það sé ekki stöðugt streymi á veirunni inn í landið.“ Vill aðeins nota PCR prófin Kári telur ekki lengur rétt að nota hraðpróf líkt og gert hefur verið undanfarið. „Við þurfum að gera er að hætta að nota hraðpróf og fara að nota PCR prófin þessi næmustu próf. Vegna þess að við erum að greina fólk of seint.“ Kári telur að hægt sé að grípa til nauðsynlegra aðgerða án þess að það valdi mikill röskun á atvinnulífi landsins. „Ef við bíðum mikið með þetta, ef við bregðumst ekki við hratt, þá kemur þessi til með að ríða röftum yfir hátíðirnar. Koma til með að rústa atvinnulífi landsins í náinni framtíð. Þannig það er eins gott að bregðast við þessu skynsamlega. Ekki fara að ráðast í þetta með hálfkáki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leggur til hertar aðgerðir í nýju minnisblaði Sóttvarnalæknir leggur til hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í nýju minnisblaði sem hann sendi Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fyrir stundu. 11. nóvember 2021 18:20 Hundrað smitaðir eftir villibráðarkvöld í Garðabæ Aldrei áður hafa jafn margir verið í einangrun með kórónuveiruna hér á landi og nú eða fimmtán hundruð manns. Sóttvarnalæknir segir hópsýkingar hafa verið margar í þessari bylgju faraldursins. Um eitt hundrað manns hafa greinst með veiruna út frá villibráðarhlaðborði sem haldið var í Garðabæ um síðustu helgi. 11. nóvember 2021 11:43 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Sjá meira
Kári er á því að nú sé tímabært að herða sóttvarnaraðgerðir á ný en tvö hundruð greindust með kórónuveiruna í dag. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem met er slegið. „Þetta er farið gjörsamlega úr böndum og nú verðum við að setja töluverðar takmarkanir á hegðun fólks til þess að ná þessu „under control“. Við kunnum að gera það. Við getum gert það og í þetta skipti þá held ég að það eigi ekki að þurfa að endast lengi vegna þess að við erum búin að bólusetja yfir 90% fullorðinna,“ segir Kári. Þá vill hann að börn á aldrinum 5-12 ára verði bólusett. Aðeins er í boði að bólusetja börn tólf ára og eldri hér á landi en Lyfjastofnun Evrópu skoðar nú hvort leyfilegt verði að nota bóluefni Pfizer fyrir börn á aldrinum 5-12 ára innan Evrópu. „Það kom út vísindagrein í New England Journal of Medicine í dag eða í gær sem að lýsir því að bólusetning barna frá 5-12 ára sé hættulítil og hafi mikil áhrif. Þannig að nú þurfum við bara að gefa í hvað bólusetningu snertir. Bólusetja börnin. Bólusetja aukaskammt í alla fullorðna. Við þurfum að herða takmarkanir á landamærum eða að minnsta kosti sjá til þess að það sé ekki stöðugt streymi á veirunni inn í landið.“ Vill aðeins nota PCR prófin Kári telur ekki lengur rétt að nota hraðpróf líkt og gert hefur verið undanfarið. „Við þurfum að gera er að hætta að nota hraðpróf og fara að nota PCR prófin þessi næmustu próf. Vegna þess að við erum að greina fólk of seint.“ Kári telur að hægt sé að grípa til nauðsynlegra aðgerða án þess að það valdi mikill röskun á atvinnulífi landsins. „Ef við bíðum mikið með þetta, ef við bregðumst ekki við hratt, þá kemur þessi til með að ríða röftum yfir hátíðirnar. Koma til með að rústa atvinnulífi landsins í náinni framtíð. Þannig það er eins gott að bregðast við þessu skynsamlega. Ekki fara að ráðast í þetta með hálfkáki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leggur til hertar aðgerðir í nýju minnisblaði Sóttvarnalæknir leggur til hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í nýju minnisblaði sem hann sendi Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fyrir stundu. 11. nóvember 2021 18:20 Hundrað smitaðir eftir villibráðarkvöld í Garðabæ Aldrei áður hafa jafn margir verið í einangrun með kórónuveiruna hér á landi og nú eða fimmtán hundruð manns. Sóttvarnalæknir segir hópsýkingar hafa verið margar í þessari bylgju faraldursins. Um eitt hundrað manns hafa greinst með veiruna út frá villibráðarhlaðborði sem haldið var í Garðabæ um síðustu helgi. 11. nóvember 2021 11:43 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Sjá meira
Leggur til hertar aðgerðir í nýju minnisblaði Sóttvarnalæknir leggur til hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í nýju minnisblaði sem hann sendi Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fyrir stundu. 11. nóvember 2021 18:20
Hundrað smitaðir eftir villibráðarkvöld í Garðabæ Aldrei áður hafa jafn margir verið í einangrun með kórónuveiruna hér á landi og nú eða fimmtán hundruð manns. Sóttvarnalæknir segir hópsýkingar hafa verið margar í þessari bylgju faraldursins. Um eitt hundrað manns hafa greinst með veiruna út frá villibráðarhlaðborði sem haldið var í Garðabæ um síðustu helgi. 11. nóvember 2021 11:43