Uppsögn starfsmanns Menntamálastofnunar dæmd ólögmæt Viktor Örn Ásgeirsson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 11. nóvember 2021 08:01 Arnór hefur gegnt embætti forstjóra Menntamálastofnunar frá stofnun hennar, árið 2015. Hann var endurskipaður af menntamálaráðherra í fyrra fram til ársins, 2025. vísir/vilhelm Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkið til að greiða starfsmanni Menntamálastofnunar tæpar níu milljónir króna í bætur fyrir ólögmæta uppsögn fyrir tveimur árum. Það var Arnór Guðmundsson, forstjóri stofnunarinnar, sem hafði sagt starfsmanninum upp fyrirvaralaust tveimur árum fyrr og þannig gerst brotlegur við stjórnsýslulög. Starfsmaðurinn var 59 ára gamall þegar hann missti starfið og hafði unnið sem tölvunarfræðingur í 20 ár. Hann sótti árangurslaust um áttatíu störf í kjölfar uppsagnarinnar. Maðurinn var ráðinn í starf forritara hjá Menntamálastofnun en sagt upp störfum vegna meintrar tilfærslu verkefna. Forritarinn taldi hafa verið brotið á sér með ólögmætum hætti, enda hafi honum verið vikið fyrirvaralaust úr starfi, án þess að gætt hafi verið að ákvæðum stjórnsýslulaga. Gerður að blóraböggli Starfsmaðurinn taldi enn fremur að raunveruleg ástæða uppsagnarinnar hafi tengst kerfishruni sem varð hjá hýsingarfyrirtækinu 1984. Hann hafi verið gerður að blóraböggli í kjölfar uppsagnarinnar og að forstjóri Menntamálastofnunar, Arnór Guðmundsson, hafi kennt honum um tjónið sem kunni að hafa orðið í kjölfar hruns hýsingarþjónustunnar. Arnór boðaði starfsmanninn á fund á föstudegi 17. nóvember, til að ræða kerfishrunið, en sagði honum upp fyrirvaralaust upp störfum beint eftir helgi, eða á mánudeginum 20. nóvember. Í málinu lá fyrir að forritaranum hafi ekki verið veittur andmælaréttur eins og almennt er áskilið þegar um uppsagnir ríkisstarfsmanna er að ræða. Ljóst að stjórnsýslulög hafi verið brotin Arnór bar fyrir sig að málefnalegar forsendur hafi legið til grundvallar uppsögninni. Þá væri engin skylda að upplýsa starfsfólk um rekstur stofnunarinnar, eða hvort það væri til skoðunar að hagræða til í rekstri. Arnór sagði einnig málefnalegt að þeir starfsmenn sem ynnu við svo viðkvæma starfsemi, eins og rekstur tölvukerfa, yrðu beðnir um að láta af störfum án tafar. Héraðsdómari taldi ljóst að ákveðið hafi verið að reka starfsmanninn í beinu framhaldi af kerfishruni hýsingarfyrirtækisins, án þess að önnur úrræði hafi verið tekin til skoðunar. Það benti ekkert til þess að brottvikningin hafi verið liður í tilfærslu stofnunarinnar heldur hafi hann þvert á móti verið rekinn vegna kerfishrunsins. Arnór var ekki talinn hafa byggt ákvörðunina á málefnalegum sjónarmiðum enda taldi héraðsdómari ljóst að hann hafi ekki gætt að málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga við ákvörðunina. Uppsögnin var því talin ólögmæt og var íslenska ríkið dæmt til að greiða tæpar níu milljónir í bætur vegna uppsagnarinnar. Arnór borinn þungum sökum Arnór hefur vægast sagt verið óvinsæll meðal starfsmanna stofnunarinnar, sem kölluðu í fyrradag eftir afsögn hans í bréfi til menntamálaráðuneytsins. Það gerðu þeir eftir nýlegt áhættumat, sem mannauðsfyrirtækið Auðna framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuneytisins, en þar er dregin upp afar slæm mynd af Arnóri og hans stjórnarháttum. Almenn óánægja með hann og hans störf hefur verið viðvarandi meðal undirmanna hans í dágóðan tíma. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í sumar segir til dæmis að kvartað hafi verið yfir eineltismálum þar allt frá stofnun Menntamálastofnunar, árið 2015. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru það mál þar sem Arnór er sakaður um einelti. Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Stjórnsýsla Dómsmál Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sjá meira
Starfsmaðurinn var 59 ára gamall þegar hann missti starfið og hafði unnið sem tölvunarfræðingur í 20 ár. Hann sótti árangurslaust um áttatíu störf í kjölfar uppsagnarinnar. Maðurinn var ráðinn í starf forritara hjá Menntamálastofnun en sagt upp störfum vegna meintrar tilfærslu verkefna. Forritarinn taldi hafa verið brotið á sér með ólögmætum hætti, enda hafi honum verið vikið fyrirvaralaust úr starfi, án þess að gætt hafi verið að ákvæðum stjórnsýslulaga. Gerður að blóraböggli Starfsmaðurinn taldi enn fremur að raunveruleg ástæða uppsagnarinnar hafi tengst kerfishruni sem varð hjá hýsingarfyrirtækinu 1984. Hann hafi verið gerður að blóraböggli í kjölfar uppsagnarinnar og að forstjóri Menntamálastofnunar, Arnór Guðmundsson, hafi kennt honum um tjónið sem kunni að hafa orðið í kjölfar hruns hýsingarþjónustunnar. Arnór boðaði starfsmanninn á fund á föstudegi 17. nóvember, til að ræða kerfishrunið, en sagði honum upp fyrirvaralaust upp störfum beint eftir helgi, eða á mánudeginum 20. nóvember. Í málinu lá fyrir að forritaranum hafi ekki verið veittur andmælaréttur eins og almennt er áskilið þegar um uppsagnir ríkisstarfsmanna er að ræða. Ljóst að stjórnsýslulög hafi verið brotin Arnór bar fyrir sig að málefnalegar forsendur hafi legið til grundvallar uppsögninni. Þá væri engin skylda að upplýsa starfsfólk um rekstur stofnunarinnar, eða hvort það væri til skoðunar að hagræða til í rekstri. Arnór sagði einnig málefnalegt að þeir starfsmenn sem ynnu við svo viðkvæma starfsemi, eins og rekstur tölvukerfa, yrðu beðnir um að láta af störfum án tafar. Héraðsdómari taldi ljóst að ákveðið hafi verið að reka starfsmanninn í beinu framhaldi af kerfishruni hýsingarfyrirtækisins, án þess að önnur úrræði hafi verið tekin til skoðunar. Það benti ekkert til þess að brottvikningin hafi verið liður í tilfærslu stofnunarinnar heldur hafi hann þvert á móti verið rekinn vegna kerfishrunsins. Arnór var ekki talinn hafa byggt ákvörðunina á málefnalegum sjónarmiðum enda taldi héraðsdómari ljóst að hann hafi ekki gætt að málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga við ákvörðunina. Uppsögnin var því talin ólögmæt og var íslenska ríkið dæmt til að greiða tæpar níu milljónir í bætur vegna uppsagnarinnar. Arnór borinn þungum sökum Arnór hefur vægast sagt verið óvinsæll meðal starfsmanna stofnunarinnar, sem kölluðu í fyrradag eftir afsögn hans í bréfi til menntamálaráðuneytsins. Það gerðu þeir eftir nýlegt áhættumat, sem mannauðsfyrirtækið Auðna framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuneytisins, en þar er dregin upp afar slæm mynd af Arnóri og hans stjórnarháttum. Almenn óánægja með hann og hans störf hefur verið viðvarandi meðal undirmanna hans í dágóðan tíma. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í sumar segir til dæmis að kvartað hafi verið yfir eineltismálum þar allt frá stofnun Menntamálastofnunar, árið 2015. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru það mál þar sem Arnór er sakaður um einelti.
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Stjórnsýsla Dómsmál Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu