„Sjálfnærandi peningamaskína“ Gunnar Karl Ólafsson skrifar 10. nóvember 2021 13:31 Ég hef ekki ennþá fundið út hvort eigi að hlæja eða gráta yfir framkomu fráfarandi stjórnendum Eflingar, einhliða umfjöllun fjölmiðla og undirtektir margra við þeim. Gerendameðvirkni hefur verið mikið í umræðunni uppá síðkastið. Sem þolandi ofbeldis hefur það hugtak og hvað margir taka þátt í því farið í taugarnar á mér, en gerendameðvirkni með fráfarandi stjórnendum Eflingar er svakaleg. Einhliða umfjöllun og sögu falsanir hafa fengið að koma í dagsljósið án mótmæla og get ég ekki setið á mér. Einfaldlega vegna starfsfólks Eflingar, starfsfólks verkalýðshreyfingarinnar allrar, stjórnum verkalýðshreyfingarinnar, kjarabaráttu launafólks, störfum trúnaðarmanna og sannleiksgildi þeirrar baráttu sem hefur verið háð innan hreyfingarinnar síðustu ár. Fráfarandi formaður Eflingar skreytir sig einnig með rósum annarra. Vinna við lífskjara samninganna var löngu byrjuð áður en hún kom að þeim. Kjarasamningar 2015 eru einnig umdeilanlega hlutfallslega betri en lífskjara samningurinn. Í Silfrinu síðasta sunnudag segir fráfarandi formaður Eflingar að hún hafi einungis beðið starfsfólk um að þau þurfi að gefa út að það væri ekki ógnarstjórnun á skrifstofunni eða að hún hætti. Hugsið það aðeins… Í Silfrinu síðasta sunnudag segir fráfarandi formaður Eflingar að “Íslenska verkalýðshreyfingin er náttúrulega bara svona sjálf nærandi peningamaskína, peningarnir bara streyma streyma streyma” Hefur formaður til þriggja ára ekki hugmynd um í hvað þeir fara í viðbót við kjarasamningagerð? Menntastyrkir, heilsu og forvarna styrkir, sjúkradagpeningar, VIRK, lögfræðiþjónusta, Bjarg, Vinnustaðareftirlitið, rannsóknir og kannanir og svo mætti lengi telja. Kröftugt fólk stendur á bakvið öll þessi verkefni. Í silfrinu síðasta sunnudag ræðst fráfarandi formaður Eflingar enn einu sinni að starfsfólki „Allur sá aðbúnaður sem að starfsfólk skrifstofu Eflingar býr við, er bara til algerar fyrirmyndar, ekki aðeins í launakjörum, þarna er jafnvel bara svona fremur ósérhæft starfsfólk með yfir 700.00 kr á mánuði….” Það er erfitt að finna fyrirtæki á almennum vinnumarkaði búið að reka jafn óvæga atlögu að starfsfólki sínu og fráfarandi stjórnendur Eflingar hafa gert. Eiga laun og kex í skúffum að kaupa vinnufrið fólks undir ógnarstjórnun. Ef að það er kex í skúffum er þá í lagi að staðreka fólk eða öskra á það? Í öðru lagi hvað er verið að reyna að gera með að draga þetta fram? Jú til að rýra trúverðugleika starfsfólks síns sem hefur lítin sem engan málsvara annan en sína trúnaðarmenn og við sáum öll hvernig það fór. Fráfarandi stjórnendur Eflingar eru langt í frá þeir einu sem hafa „rifið upp” hreyfinguna. Verkalýðshreyfingin hefur unnið gott starf síðustu áratugi og mun halda áfram að gera það á greiðari máta án fráfarandi stjórnenda Eflingar. Hreyfingin mætti gera átak í að koma betur á framfæri því sem að við erum að vinna við dags daglega og langar mér ljúka þessum pistli á því. Vegna þess að hreyfingin er ekki einn formaður í einu félagi. Aðalverkefni mín hjá mínu félagi er að þjónusta félagsmenn, taka á móti umsóknum, reikna og greiða út menntastyrki 15. hvers mánaðar, heilsu og forvarna styrki 20. Hvers mánaðar og svo sjúkradagpeninga 1. hvers mánaðar. Einnig er ég vinnustaðareftirlitsfulltrúi og fer í heimsóknir á vinnustaði, þar hef ég unnið með allt frá kynferðislegri áreitni, ofbeldi og allveg uppí mjög flókin mannsalsmál. Tek á móti félagsmönnum sem leita til skrifstofunnar og ráðlegg þeim varðandi vangoldin laun, óréttláta meðferð á vinnustað, ógnarstjórnun, útreikninga við launakröfur, sáttarfundi, og svo margt annað. Vinn með lögmönnum félagsins við að túlka kjarasamninga, sækja vangoldin laun félagsmanna og safna gögnum því til stuðnings. Leiðbeini atvinnulausum og öðru fólki sem hættir á vinnumarkaði tímabundið vegna heilsubrests eða áfalla áfram í gegnum þau kerfi sem við höfum til staðar. Sjá um heimasíðu og er að innleiða mínar síður fyrir félagið. Tala við og styðja trúnaðarmenn. Tala fyrir betrumbótum og reglugerðarbreytingu í hinum ýmsu nefndum míns stéttarfélags og á öðrum vettvöngum. Svara fyrirspurnum um alskonar ákvæði kjarasamninga frá félagsmönnum. Er í góðu sambandi við félagsþjónustu sveitarfélaganna á mínu svæði, skattinn, lögregluna, vinnustaðareftirlit ríkisins, Heilbrigðistofnun Suðurlands, Bjarkahlíð, Vinnumálastofnun og VIRK, starfsendurhæfingu svo einhvað sé talið upp. Þetta er í aðalatriðum það sem ég geri frá degi til dags og er ég bara „starfsmaður á plani”, þannig að setja það fram að við (verkalýðshreyfingin) séum „sjálfnærandi peningamaskína” er alger óvirðing við alla þá sem starfa þar sem og því starfi sem fer fram frá degi til dags og er í raun ekkert annað en vanþekking. Sögufalsanir, persónudýrkun og gerendameðvirkni má ekki að standa án mótmæla. Höfundur starfar innan Verkalýðshreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Ólga innan Eflingar Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef ekki ennþá fundið út hvort eigi að hlæja eða gráta yfir framkomu fráfarandi stjórnendum Eflingar, einhliða umfjöllun fjölmiðla og undirtektir margra við þeim. Gerendameðvirkni hefur verið mikið í umræðunni uppá síðkastið. Sem þolandi ofbeldis hefur það hugtak og hvað margir taka þátt í því farið í taugarnar á mér, en gerendameðvirkni með fráfarandi stjórnendum Eflingar er svakaleg. Einhliða umfjöllun og sögu falsanir hafa fengið að koma í dagsljósið án mótmæla og get ég ekki setið á mér. Einfaldlega vegna starfsfólks Eflingar, starfsfólks verkalýðshreyfingarinnar allrar, stjórnum verkalýðshreyfingarinnar, kjarabaráttu launafólks, störfum trúnaðarmanna og sannleiksgildi þeirrar baráttu sem hefur verið háð innan hreyfingarinnar síðustu ár. Fráfarandi formaður Eflingar skreytir sig einnig með rósum annarra. Vinna við lífskjara samninganna var löngu byrjuð áður en hún kom að þeim. Kjarasamningar 2015 eru einnig umdeilanlega hlutfallslega betri en lífskjara samningurinn. Í Silfrinu síðasta sunnudag segir fráfarandi formaður Eflingar að hún hafi einungis beðið starfsfólk um að þau þurfi að gefa út að það væri ekki ógnarstjórnun á skrifstofunni eða að hún hætti. Hugsið það aðeins… Í Silfrinu síðasta sunnudag segir fráfarandi formaður Eflingar að “Íslenska verkalýðshreyfingin er náttúrulega bara svona sjálf nærandi peningamaskína, peningarnir bara streyma streyma streyma” Hefur formaður til þriggja ára ekki hugmynd um í hvað þeir fara í viðbót við kjarasamningagerð? Menntastyrkir, heilsu og forvarna styrkir, sjúkradagpeningar, VIRK, lögfræðiþjónusta, Bjarg, Vinnustaðareftirlitið, rannsóknir og kannanir og svo mætti lengi telja. Kröftugt fólk stendur á bakvið öll þessi verkefni. Í silfrinu síðasta sunnudag ræðst fráfarandi formaður Eflingar enn einu sinni að starfsfólki „Allur sá aðbúnaður sem að starfsfólk skrifstofu Eflingar býr við, er bara til algerar fyrirmyndar, ekki aðeins í launakjörum, þarna er jafnvel bara svona fremur ósérhæft starfsfólk með yfir 700.00 kr á mánuði….” Það er erfitt að finna fyrirtæki á almennum vinnumarkaði búið að reka jafn óvæga atlögu að starfsfólki sínu og fráfarandi stjórnendur Eflingar hafa gert. Eiga laun og kex í skúffum að kaupa vinnufrið fólks undir ógnarstjórnun. Ef að það er kex í skúffum er þá í lagi að staðreka fólk eða öskra á það? Í öðru lagi hvað er verið að reyna að gera með að draga þetta fram? Jú til að rýra trúverðugleika starfsfólks síns sem hefur lítin sem engan málsvara annan en sína trúnaðarmenn og við sáum öll hvernig það fór. Fráfarandi stjórnendur Eflingar eru langt í frá þeir einu sem hafa „rifið upp” hreyfinguna. Verkalýðshreyfingin hefur unnið gott starf síðustu áratugi og mun halda áfram að gera það á greiðari máta án fráfarandi stjórnenda Eflingar. Hreyfingin mætti gera átak í að koma betur á framfæri því sem að við erum að vinna við dags daglega og langar mér ljúka þessum pistli á því. Vegna þess að hreyfingin er ekki einn formaður í einu félagi. Aðalverkefni mín hjá mínu félagi er að þjónusta félagsmenn, taka á móti umsóknum, reikna og greiða út menntastyrki 15. hvers mánaðar, heilsu og forvarna styrki 20. Hvers mánaðar og svo sjúkradagpeninga 1. hvers mánaðar. Einnig er ég vinnustaðareftirlitsfulltrúi og fer í heimsóknir á vinnustaði, þar hef ég unnið með allt frá kynferðislegri áreitni, ofbeldi og allveg uppí mjög flókin mannsalsmál. Tek á móti félagsmönnum sem leita til skrifstofunnar og ráðlegg þeim varðandi vangoldin laun, óréttláta meðferð á vinnustað, ógnarstjórnun, útreikninga við launakröfur, sáttarfundi, og svo margt annað. Vinn með lögmönnum félagsins við að túlka kjarasamninga, sækja vangoldin laun félagsmanna og safna gögnum því til stuðnings. Leiðbeini atvinnulausum og öðru fólki sem hættir á vinnumarkaði tímabundið vegna heilsubrests eða áfalla áfram í gegnum þau kerfi sem við höfum til staðar. Sjá um heimasíðu og er að innleiða mínar síður fyrir félagið. Tala við og styðja trúnaðarmenn. Tala fyrir betrumbótum og reglugerðarbreytingu í hinum ýmsu nefndum míns stéttarfélags og á öðrum vettvöngum. Svara fyrirspurnum um alskonar ákvæði kjarasamninga frá félagsmönnum. Er í góðu sambandi við félagsþjónustu sveitarfélaganna á mínu svæði, skattinn, lögregluna, vinnustaðareftirlit ríkisins, Heilbrigðistofnun Suðurlands, Bjarkahlíð, Vinnumálastofnun og VIRK, starfsendurhæfingu svo einhvað sé talið upp. Þetta er í aðalatriðum það sem ég geri frá degi til dags og er ég bara „starfsmaður á plani”, þannig að setja það fram að við (verkalýðshreyfingin) séum „sjálfnærandi peningamaskína” er alger óvirðing við alla þá sem starfa þar sem og því starfi sem fer fram frá degi til dags og er í raun ekkert annað en vanþekking. Sögufalsanir, persónudýrkun og gerendameðvirkni má ekki að standa án mótmæla. Höfundur starfar innan Verkalýðshreyfingarinnar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun