Andstæðingar ríkisstjórnar Eþíópíu fylkja liði Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2021 16:50 Átökin í Eþíópíu er sögðu hafa dreifst út um landið en því hafnar ríkisstjórn Abiy Ahmed. AP/Ben Curtis Her Eþíópíu hefur kallað hermenn sem sest hafa í helgan stein aftur til starfa. Það var gert eftir að hópur fylkinga landsins sem eru andvíg ríkisstjórn Abiy Ahmed, forsætisráðherra, fylktu liði og vilja koma honum frá völdum. Bandalag þetta inniheldur meðal annars Frelsisfylkinguna í Tigray-héraði, sem hefur barist við stjórnarher Eþíópíu í rúmt ár. Aðrar fylkingar eru einnig með vopnaðar sveitir en ekki er víst hve margar og hve fjölmennar þær sveitir eru, samkvæmt frétt Reuters. Á þessu ári sem átökin hafa staðið yfir hafa þau að mestu farið fram í Tigray í norðurhluta Eþíópíu. Þau hafa þó verið að dreifast um landið og hefur ríkisstjórnin lýsti yfir neyðarástandi. Fregnir hafa borist af uppreisnarmönnum nálgast höfuðborg landsins en ríkisstjórn Abiy Ahmed hefur beðið íbúa Addis Ababa um að skrá byssur sínar og vera tilbúna til að verja heimili sín. Frá því þegar forsvarsmenn níu fylkinga í Eþíópíu tilkynntu bandalag gegn ríkisstjórn landsins í dag.AP/Gemunu Amarasinghe Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sakaði í vikunni allar stríðandi fylkingar í Eþíópíu um ýmis ódæði og mögulega glæpi gegn mannkyninu. Sjá einnig: Sameinuðu þjóðirnar saka allar stríðandi fylkingar um morð og nauðganir Í samtali við Reuters segir einn forsvarsmanna þessa nýja bandalags að markmiðið sé að koma Abiy Ahmed frá völdum og mynda nýja ríkisstjórn og halda kosningar. Þetta þurfi að gerast eins fljótt og mögulegt sé. AP fréttaveitan segir meðlimi bandalagsins einnig vilja verja stjórnarskrá landsins frá 1995 og þá sérstaklega þann hluta hennar þar sem kveðið er á um sjálfsstjórnarrétt héraða Eþíópíu. Átökin í Eþíópíu hófust fyrir ári síðan. Stjórnarher landsins réðst þá til atlögu gegn Frelsisfylkingunni í Tigray, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður þar til Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra landsins árið 2018. Ráðamenn víðsvegar að hafa kallað eftir því að vopnahléi verði komið á í Eþíópu. DW hefur eftir þýskum þingmanni að Eþíópíu sé í hættu á að leysast upp og átökin þar geti haft gífurlegar afleiðingar fyrir alla Afríku. Evrópusambandið er meðal þeirra sem hefur kallað eftir vopnahléi en það hafa Bandaríkin gert einnig. Sérstakur erindreki Bandaríkjanna er í Kampala að reyna að stilla til friðar. Sendiráð Bandaríkjanna hefur beðið bandaríska ríkisborgara um að yfirgefa Eþíópíu hið snarasta. Eþíópía Hernaður Tengdar fréttir Tugir þúsunda flýja hersveitir frá Tigray Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni. 22. júlí 2021 14:41 Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20 Lýsa yfir vopnahléi til að tryggja uppskeruna Stjórnvöld í Tigray héraði í Eþíópíu hafa flúið höfuðborgina Mekelle undan sókn uppreisnarmanna og landstjórnin hefur lýst yfir vopnahléi á svæðinu. 29. júní 2021 06:38 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Sjá meira
Bandalag þetta inniheldur meðal annars Frelsisfylkinguna í Tigray-héraði, sem hefur barist við stjórnarher Eþíópíu í rúmt ár. Aðrar fylkingar eru einnig með vopnaðar sveitir en ekki er víst hve margar og hve fjölmennar þær sveitir eru, samkvæmt frétt Reuters. Á þessu ári sem átökin hafa staðið yfir hafa þau að mestu farið fram í Tigray í norðurhluta Eþíópíu. Þau hafa þó verið að dreifast um landið og hefur ríkisstjórnin lýsti yfir neyðarástandi. Fregnir hafa borist af uppreisnarmönnum nálgast höfuðborg landsins en ríkisstjórn Abiy Ahmed hefur beðið íbúa Addis Ababa um að skrá byssur sínar og vera tilbúna til að verja heimili sín. Frá því þegar forsvarsmenn níu fylkinga í Eþíópíu tilkynntu bandalag gegn ríkisstjórn landsins í dag.AP/Gemunu Amarasinghe Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sakaði í vikunni allar stríðandi fylkingar í Eþíópíu um ýmis ódæði og mögulega glæpi gegn mannkyninu. Sjá einnig: Sameinuðu þjóðirnar saka allar stríðandi fylkingar um morð og nauðganir Í samtali við Reuters segir einn forsvarsmanna þessa nýja bandalags að markmiðið sé að koma Abiy Ahmed frá völdum og mynda nýja ríkisstjórn og halda kosningar. Þetta þurfi að gerast eins fljótt og mögulegt sé. AP fréttaveitan segir meðlimi bandalagsins einnig vilja verja stjórnarskrá landsins frá 1995 og þá sérstaklega þann hluta hennar þar sem kveðið er á um sjálfsstjórnarrétt héraða Eþíópíu. Átökin í Eþíópíu hófust fyrir ári síðan. Stjórnarher landsins réðst þá til atlögu gegn Frelsisfylkingunni í Tigray, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður þar til Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra landsins árið 2018. Ráðamenn víðsvegar að hafa kallað eftir því að vopnahléi verði komið á í Eþíópu. DW hefur eftir þýskum þingmanni að Eþíópíu sé í hættu á að leysast upp og átökin þar geti haft gífurlegar afleiðingar fyrir alla Afríku. Evrópusambandið er meðal þeirra sem hefur kallað eftir vopnahléi en það hafa Bandaríkin gert einnig. Sérstakur erindreki Bandaríkjanna er í Kampala að reyna að stilla til friðar. Sendiráð Bandaríkjanna hefur beðið bandaríska ríkisborgara um að yfirgefa Eþíópíu hið snarasta.
Eþíópía Hernaður Tengdar fréttir Tugir þúsunda flýja hersveitir frá Tigray Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni. 22. júlí 2021 14:41 Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20 Lýsa yfir vopnahléi til að tryggja uppskeruna Stjórnvöld í Tigray héraði í Eþíópíu hafa flúið höfuðborgina Mekelle undan sókn uppreisnarmanna og landstjórnin hefur lýst yfir vopnahléi á svæðinu. 29. júní 2021 06:38 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Sjá meira
Tugir þúsunda flýja hersveitir frá Tigray Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni. 22. júlí 2021 14:41
Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20
Lýsa yfir vopnahléi til að tryggja uppskeruna Stjórnvöld í Tigray héraði í Eþíópíu hafa flúið höfuðborgina Mekelle undan sókn uppreisnarmanna og landstjórnin hefur lýst yfir vopnahléi á svæðinu. 29. júní 2021 06:38