Pfizer segir nýtt veirulyf veita mikla vörn gegn veikindum og dauða Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2021 13:07 Vísindamenn Pfizer segja lyfið veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum og dauða vegna Covid-19. Þetta eru ekki pillurnar sem um ræðir. Getty/Pavlo Gonchar Forsvarsmenn lyfjafyrirtækisins Pfizer segja starfsmenn þess hafa þróað nýtt veirulyf sem dragi verulega úr alvarlegum veikindum og dauðsföllum vegna Covid-19. Pfizer segir rannsóknir starfsmanna fyrirtækisins sýna að lyfið hafi 89 prósenta virkni. Smitaðir myndu taka lyfið í pilluformi í fimm daga og á það að koma í veg fyrir að kórónuveiran geti fjölgað sér. Flest öll önnur lyf gegn Covid-19 eru veitt í æð. 775 óbólusettir aðilar tóku þátt í rannsókn Pfizer. Minna en eitt prósent þeirra sem tóku lyfið þurftu á sjúkrahús og enginn dó. Innan hópsins sem fékk lyfleysu þurftu sjö prósent á sjúkrahús og sjö dóu. Rannsókn Pfizer verður kynnt eftirlitsstofnunum samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þá vilja forsvarsmenn fyrirtækisins að notkun lyfsins verði heimiluðu eins fljótt og auðið er. Ákvörðun um það gæti legið fyrir nokkrum vikum eftir að Pfizer sækir um heimild. Kalla lyfið Paxlovid Fáist leyfi ætlar Pfizer að selja lyfið undir nafninu Paxlovid. Það tilheyrir flokki lyfja sem hafa gerbylt meðferð við HIV og lifrarbólgu C. Lyfjafyrirtæki um heiminn allan hafa lagt mikið púður í þróun lyfja sem þessara við Covid-19. Eins og sagt er í frétt Washington Post eru veirulyfin ekki ætluð til þess að koma í veg fyrir að fólk smitist af Covid-19. Bóluefni eru besta vörnin gegn því. Þessi lyf á að nota þegar fólk veikist. Ríkisstjórn Bretlands heimilaði í gær notkun veirulyfsins molnupiravir en það á einnig að draga verulega úr alvarlegum veikindum og dauða. Það lyf er framleitt af Merck. Sjá einnig: Bretar hefja notkun lyfs sem gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid Í viðtali við AP segir Dr. Mikael Dolsten, æðsti vísindamaður Pfizer, að vísindamennirnir hafi bundið miklar vonir við lyfið en sjaldgæft sé að sjá lyf með jafn mikla virknir og Paxlovid. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Lyf Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Smitaðir myndu taka lyfið í pilluformi í fimm daga og á það að koma í veg fyrir að kórónuveiran geti fjölgað sér. Flest öll önnur lyf gegn Covid-19 eru veitt í æð. 775 óbólusettir aðilar tóku þátt í rannsókn Pfizer. Minna en eitt prósent þeirra sem tóku lyfið þurftu á sjúkrahús og enginn dó. Innan hópsins sem fékk lyfleysu þurftu sjö prósent á sjúkrahús og sjö dóu. Rannsókn Pfizer verður kynnt eftirlitsstofnunum samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þá vilja forsvarsmenn fyrirtækisins að notkun lyfsins verði heimiluðu eins fljótt og auðið er. Ákvörðun um það gæti legið fyrir nokkrum vikum eftir að Pfizer sækir um heimild. Kalla lyfið Paxlovid Fáist leyfi ætlar Pfizer að selja lyfið undir nafninu Paxlovid. Það tilheyrir flokki lyfja sem hafa gerbylt meðferð við HIV og lifrarbólgu C. Lyfjafyrirtæki um heiminn allan hafa lagt mikið púður í þróun lyfja sem þessara við Covid-19. Eins og sagt er í frétt Washington Post eru veirulyfin ekki ætluð til þess að koma í veg fyrir að fólk smitist af Covid-19. Bóluefni eru besta vörnin gegn því. Þessi lyf á að nota þegar fólk veikist. Ríkisstjórn Bretlands heimilaði í gær notkun veirulyfsins molnupiravir en það á einnig að draga verulega úr alvarlegum veikindum og dauða. Það lyf er framleitt af Merck. Sjá einnig: Bretar hefja notkun lyfs sem gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid Í viðtali við AP segir Dr. Mikael Dolsten, æðsti vísindamaður Pfizer, að vísindamennirnir hafi bundið miklar vonir við lyfið en sjaldgæft sé að sjá lyf með jafn mikla virknir og Paxlovid.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Lyf Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira