Frelsisskerðingar í boði frelsisflokksins Gísli Rafn Ólafsson skrifar 5. nóvember 2021 12:31 Enn á ný þurfum við Íslendingar að herða takmarkanir innanlands vegna COVID-19 veirunnar. Mörg eru eflaust orðin ansi þreytt á þessu sífellda herða-losa-herða mynstri sem við virðumst vera föst í. Spurt er: „Er ekki kominn tími til þess að lifa með veirunni?“ en ástæðan fyrir því að sá valkostur er ekki í boði skrifast á þann stjórnmálaflokk sem heldur utan um fjármál ríkisins, Sjálfstæðisflokkinn. Brotið heilbrigðiskerfi Það er nefnilega þannig að á Íslandi hefur heilbrigðiskerfið verið vanfjármagnað um árabil og er því möguleiki þess til þess að takast á við faraldurinn verulega skertur. Landlæknir nefndi á dögunum að um 2% þeirra sem smitast þurfi á innlögn á spítala að halda. Þetta þýðir að þegar um 50 smit eru á dag, þá er nýr sjúklingur að leggjast inn hverjum degi, á meðan að 150 smit leiða til þess að þrír sjúklingar leggjast inn á hverjum degi. Ef heilbrigðiskerfið okkar væri ekki að hruni komið sökum fjársveltis, þá ætti spítalinn að geta tekið við þessum fjölda, þar sem einungis hluti þessara sjúklinga þarf að leggjast inn á gjörgæslu. En þá komum við að þeirri staðreynd að á Landspítalanum eru aðeins um 14 gjörgæslurúm sem hægt er að sinna með þeim sérhæfða mannskap sem fyrir hendi er. Árið 2009 voru gjörgæslurúm 18 talsins. Samhliða því hefur legurúmum fækkað úr rúmlega 900 í 640. Athugið að þessi fækkun hefur átt sér stað á sama tíma og Íslendingum hefur fjölgað og ferðamannastraumurinn stóraukist. Þá er einnig vert að hafa í huga að sjúklingar með COVID-19 liggja oft lengur inni á gjörgæslu og á smitsjúkdómadeild en almennt gerist með aðra sjúkdóma. Þá má heldur ekki gleyma að slys og almenn veikindi hafa ekkert hætt að auka þrýsting á spítalann. Þannig bárust fréttir af því að yfirfull bráðamóttaka hafi ekki getað tekið á móti sjúklingi í hjartastoppi fyrr í þessari viku. Flokkur frelsis skerðir frelsið Slæmt ástand á Landspítalanum var vel þekkt áður en heimsfaraldur COVID-19 lét á sér kræla. Í kosningunum 2017 voru þannig nær allir flokkar með „endurreisn heilbrigðiskerfisins“ á stefnuskrá sinni. Viljinn til þess að laga heilbrigðiskerfið var fyrir hendi, en flokkarnir sem tóku við stjórnartaumunum voru hins vegar ósammála um hvernig best væri að gera það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á stefnuskrá sinni að lækka skatta og draga úr ríkisútgjöldum. Þar horfa Sjálfstæðismenn á kostnað við heilbrigðismál sem þann hluta rekstrar ríkisins sem krefst hvað mestra framlaga úr ríkissjóði. Formaður Sjálfstæðisflokksins, sem einnig heldur utan um veski ríkissjóðs, hefur ítrekað lýst því yfir að ekki þurfi meira fjármagn til spítalans, heldur þurfi að bæta reksturinn eða einkavæða hluta hans. En eins og ég hef bent á áður þá þekkja öll, sem unnið hafa við kerfi sem eru að hruni komin, að ekki er hægt að bæði slökkva elda og bæta framleiðni á sama tíma. Draumar um stafrænar umbyltingar sem einhverjar töfralausnir í miðri krísu halda álíka mikið og kosningaloforð daginn eftir kosningar. Að sama skapi hrökkva skýringar stjórnvalda um meinta eflingu heilbrigðiskerfisins skammt. Þrátt fyrir að fleiri krónur hafi runnið inn í kerfið hefur þeim fæstum verið varið til eiginlegrar styrkingar heilbrigðiskerfisins, eins og Björn Leví Gunnarsson rakti í góðri grein fyrir kosningarnar. Ráðumst á orsökina, ekki afleiðingarnar Heilbrigðisráðherra sagði sjálf í útvarpsviðtali í morgunsárið að aðgerða væri þörf svo að kerfin okkar myndu ekki að hrynja. Sannleikurinn er sá að ef að við myndum styrkja kerfin okkar, sjúkrahúsin, þá þyrftum við ekki að fara í sömu hörðu skerðingarnar á frelsi okkar aftur og aftur. Ef Sjálfstæðisflokkurinn léti af andstöðu sinni við að leggja aukið fjármagn, amk. tímabundið, til Landspítalans, þá gæti spítalinn staðið undir því álagi að 3-5 sjúklingar leggist inn á hverjum degi vegna smita í þjóðfélaginu. Það er kominn tími á að við Íslendingar látum í okkur heyra og sendum skýr skilaboð niður í Valhöll. Við viljum öflugt og stöndugt heilbrigðiskerfi, heilbrigðiskerfi sem getur tekist á við þær bylgjur smita sem munu koma í hvert sinn sem við losum um höft. Við viljum að nægt fjármagn sé sett núna strax inn í að tryggja að Landspítalinn geti verið rekinn á viðunandi hátt og ekki þurfi að vera í endalausu slökkvistarfi. Fjárlagavinnan fer að hefjast á Alþingi og þetta er því gullið tækifæri til að sýna að stjórnvöld standi með spítalanum og frelsi þjóðarinnar. Nýtum það. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Sjá meira
Enn á ný þurfum við Íslendingar að herða takmarkanir innanlands vegna COVID-19 veirunnar. Mörg eru eflaust orðin ansi þreytt á þessu sífellda herða-losa-herða mynstri sem við virðumst vera föst í. Spurt er: „Er ekki kominn tími til þess að lifa með veirunni?“ en ástæðan fyrir því að sá valkostur er ekki í boði skrifast á þann stjórnmálaflokk sem heldur utan um fjármál ríkisins, Sjálfstæðisflokkinn. Brotið heilbrigðiskerfi Það er nefnilega þannig að á Íslandi hefur heilbrigðiskerfið verið vanfjármagnað um árabil og er því möguleiki þess til þess að takast á við faraldurinn verulega skertur. Landlæknir nefndi á dögunum að um 2% þeirra sem smitast þurfi á innlögn á spítala að halda. Þetta þýðir að þegar um 50 smit eru á dag, þá er nýr sjúklingur að leggjast inn hverjum degi, á meðan að 150 smit leiða til þess að þrír sjúklingar leggjast inn á hverjum degi. Ef heilbrigðiskerfið okkar væri ekki að hruni komið sökum fjársveltis, þá ætti spítalinn að geta tekið við þessum fjölda, þar sem einungis hluti þessara sjúklinga þarf að leggjast inn á gjörgæslu. En þá komum við að þeirri staðreynd að á Landspítalanum eru aðeins um 14 gjörgæslurúm sem hægt er að sinna með þeim sérhæfða mannskap sem fyrir hendi er. Árið 2009 voru gjörgæslurúm 18 talsins. Samhliða því hefur legurúmum fækkað úr rúmlega 900 í 640. Athugið að þessi fækkun hefur átt sér stað á sama tíma og Íslendingum hefur fjölgað og ferðamannastraumurinn stóraukist. Þá er einnig vert að hafa í huga að sjúklingar með COVID-19 liggja oft lengur inni á gjörgæslu og á smitsjúkdómadeild en almennt gerist með aðra sjúkdóma. Þá má heldur ekki gleyma að slys og almenn veikindi hafa ekkert hætt að auka þrýsting á spítalann. Þannig bárust fréttir af því að yfirfull bráðamóttaka hafi ekki getað tekið á móti sjúklingi í hjartastoppi fyrr í þessari viku. Flokkur frelsis skerðir frelsið Slæmt ástand á Landspítalanum var vel þekkt áður en heimsfaraldur COVID-19 lét á sér kræla. Í kosningunum 2017 voru þannig nær allir flokkar með „endurreisn heilbrigðiskerfisins“ á stefnuskrá sinni. Viljinn til þess að laga heilbrigðiskerfið var fyrir hendi, en flokkarnir sem tóku við stjórnartaumunum voru hins vegar ósammála um hvernig best væri að gera það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á stefnuskrá sinni að lækka skatta og draga úr ríkisútgjöldum. Þar horfa Sjálfstæðismenn á kostnað við heilbrigðismál sem þann hluta rekstrar ríkisins sem krefst hvað mestra framlaga úr ríkissjóði. Formaður Sjálfstæðisflokksins, sem einnig heldur utan um veski ríkissjóðs, hefur ítrekað lýst því yfir að ekki þurfi meira fjármagn til spítalans, heldur þurfi að bæta reksturinn eða einkavæða hluta hans. En eins og ég hef bent á áður þá þekkja öll, sem unnið hafa við kerfi sem eru að hruni komin, að ekki er hægt að bæði slökkva elda og bæta framleiðni á sama tíma. Draumar um stafrænar umbyltingar sem einhverjar töfralausnir í miðri krísu halda álíka mikið og kosningaloforð daginn eftir kosningar. Að sama skapi hrökkva skýringar stjórnvalda um meinta eflingu heilbrigðiskerfisins skammt. Þrátt fyrir að fleiri krónur hafi runnið inn í kerfið hefur þeim fæstum verið varið til eiginlegrar styrkingar heilbrigðiskerfisins, eins og Björn Leví Gunnarsson rakti í góðri grein fyrir kosningarnar. Ráðumst á orsökina, ekki afleiðingarnar Heilbrigðisráðherra sagði sjálf í útvarpsviðtali í morgunsárið að aðgerða væri þörf svo að kerfin okkar myndu ekki að hrynja. Sannleikurinn er sá að ef að við myndum styrkja kerfin okkar, sjúkrahúsin, þá þyrftum við ekki að fara í sömu hörðu skerðingarnar á frelsi okkar aftur og aftur. Ef Sjálfstæðisflokkurinn léti af andstöðu sinni við að leggja aukið fjármagn, amk. tímabundið, til Landspítalans, þá gæti spítalinn staðið undir því álagi að 3-5 sjúklingar leggist inn á hverjum degi vegna smita í þjóðfélaginu. Það er kominn tími á að við Íslendingar látum í okkur heyra og sendum skýr skilaboð niður í Valhöll. Við viljum öflugt og stöndugt heilbrigðiskerfi, heilbrigðiskerfi sem getur tekist á við þær bylgjur smita sem munu koma í hvert sinn sem við losum um höft. Við viljum að nægt fjármagn sé sett núna strax inn í að tryggja að Landspítalinn geti verið rekinn á viðunandi hátt og ekki þurfi að vera í endalausu slökkvistarfi. Fjárlagavinnan fer að hefjast á Alþingi og þetta er því gullið tækifæri til að sýna að stjórnvöld standi með spítalanum og frelsi þjóðarinnar. Nýtum það. Höfundur er þingmaður Pírata.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun