Býst við enn fleiri smitum eftir gærdaginn Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2021 08:16 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/VIlhelm Sóttvarnalæknir segist reikna með að fleiri hafi greinst smitaðir af kórónuveirunni í gær en í fyrradag þegar fjöldi smitaðra á einum degi var sá þriðji hæsti frá upphafi faraldursins. Grípa þurfi til aðgerða hvort sem fólki líkar betur eða verr. Í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, að endanlegar tölur liggi enn ekki fyrir en honum sýndist að fleiri hefðu greinst smitaðir í gær en daginn á undan. Á miðvikudag greindust 144 smitaðir af veirunni og höfðu þeir aðeins tvisvar verið fleiri frá upphafi faraldursins. Þá höfðu aldrei fleiri greinst smitaðir utan sóttkvíar. Af þeim fimm sem liggja nú á gjörgæslu er einn á fertugsaldri í hjarta- og lungnavél og tveir til viðbótar í öndunarvél. Þórólfur sagði að miðað við að um tvö prósent þeirra sem smitast þurfi að leggjast inn á sjúkrahús gæti daglegum innlögnum nú fjölgað úr einum í tvo til þrjá. Innlagnir séu þó ekki stöðugar og þær gætu komið í kippum. Ástandið sagði Þórólfur orðið illviðráðanlegt fyrir Covid-19-göngudeild Landspítalans og smitrakningarteymi. Lenda illa í því án aðgerða Þórólfur skilaði minnisblaði um hertar sóttvarnaaðgerðir til Svandísar Svavarsdóttur, starfandi heilbrigðisráðherra, í gær. Hann vildi ekki gefa upp hvað stæði í minnisblaðinu en sagði að sjá þyrfti til hvað ríkisstjórni ákvæði að gera. „Ef við gerum ekkert lendum við bara illa í því og þá förum við að lenda í verulegum vandamálum á spítölunum,“ sagði sóttvarnalæknir. Vitað sé hvað þurfi að gera til að komast fyrir bylgjuna. Gripið hafi verið til ráðstafana áður sem hafi virkað. „Við verðum bara að gera það, hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ sagði Þórólfur. Sagðist sóttvarnalæknir vonast til þess að hægt væri að flýta átaki í að gefa örvunarskammt bólusetningar gegn veirunni. Rannsóknir lofi góðu um að örvunarskammtur geti fyrirbyggt smit. Meiri afleiðingar af veirunni en af því að fá ekki ferðamenn inn Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar gagnrýndi harðlega ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að halda óbreyttum takmörkunum á landamærunum fram í janúar. Enn er gerð krafa um að ferðamenn fari í svonefnt PCR-próf. Sagði hann ákvörðunina dýrkeypt mistök sem kostaði þjóðarbúið milljarða króna í tapaðar tekjur af ferðamönnum. Þórólfur sagði að helmingur allra sem hefðu greinst smitaðir í október hafi verið með ný afbrigði veirunnar sem hafi komið inn um landamærin, ýmist fólk sem greindist smitað þar eða komst í gegn en greindist síðar smitað. „Ef að menn vilja virkilega tala um heilsufarsleg áhrif og afleiðingar af þessari veiru þá verða þær miklu meiri en að fá nokkra ferðamenn hérna inn,“ sagði sóttvarnalæknir. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, að endanlegar tölur liggi enn ekki fyrir en honum sýndist að fleiri hefðu greinst smitaðir í gær en daginn á undan. Á miðvikudag greindust 144 smitaðir af veirunni og höfðu þeir aðeins tvisvar verið fleiri frá upphafi faraldursins. Þá höfðu aldrei fleiri greinst smitaðir utan sóttkvíar. Af þeim fimm sem liggja nú á gjörgæslu er einn á fertugsaldri í hjarta- og lungnavél og tveir til viðbótar í öndunarvél. Þórólfur sagði að miðað við að um tvö prósent þeirra sem smitast þurfi að leggjast inn á sjúkrahús gæti daglegum innlögnum nú fjölgað úr einum í tvo til þrjá. Innlagnir séu þó ekki stöðugar og þær gætu komið í kippum. Ástandið sagði Þórólfur orðið illviðráðanlegt fyrir Covid-19-göngudeild Landspítalans og smitrakningarteymi. Lenda illa í því án aðgerða Þórólfur skilaði minnisblaði um hertar sóttvarnaaðgerðir til Svandísar Svavarsdóttur, starfandi heilbrigðisráðherra, í gær. Hann vildi ekki gefa upp hvað stæði í minnisblaðinu en sagði að sjá þyrfti til hvað ríkisstjórni ákvæði að gera. „Ef við gerum ekkert lendum við bara illa í því og þá förum við að lenda í verulegum vandamálum á spítölunum,“ sagði sóttvarnalæknir. Vitað sé hvað þurfi að gera til að komast fyrir bylgjuna. Gripið hafi verið til ráðstafana áður sem hafi virkað. „Við verðum bara að gera það, hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ sagði Þórólfur. Sagðist sóttvarnalæknir vonast til þess að hægt væri að flýta átaki í að gefa örvunarskammt bólusetningar gegn veirunni. Rannsóknir lofi góðu um að örvunarskammtur geti fyrirbyggt smit. Meiri afleiðingar af veirunni en af því að fá ekki ferðamenn inn Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar gagnrýndi harðlega ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að halda óbreyttum takmörkunum á landamærunum fram í janúar. Enn er gerð krafa um að ferðamenn fari í svonefnt PCR-próf. Sagði hann ákvörðunina dýrkeypt mistök sem kostaði þjóðarbúið milljarða króna í tapaðar tekjur af ferðamönnum. Þórólfur sagði að helmingur allra sem hefðu greinst smitaðir í október hafi verið með ný afbrigði veirunnar sem hafi komið inn um landamærin, ýmist fólk sem greindist smitað þar eða komst í gegn en greindist síðar smitað. „Ef að menn vilja virkilega tala um heilsufarsleg áhrif og afleiðingar af þessari veiru þá verða þær miklu meiri en að fá nokkra ferðamenn hérna inn,“ sagði sóttvarnalæknir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent