Tekur tíma að koma alls staðar upp ókyngreindum salernum Snorri Másson skrifar 2. nóvember 2021 22:00 Kynsegin fólk vill sumt kynlaus salerni. HÍ er að reyna að verða við þeirri ósk. Vísir Ókyngreind salerni má nú finna í um það bil þremur af hverjum fjórum byggingum Háskóla Íslands. Skólinn hefur verið gagnrýndur fyrir að bjóða ekki upp á slíkt alls staðar. „Ég held að við getum sagt að í um 75% bygginga séum við með kynlaus salerni og ef þau eru ekki er tiltölulega stutt í þau,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor háskólans. Talsmenn réttinda hinsegin fólks hafa gagnrýnt háskólann undanfarið vegna takmarkaðs framboðs kynlausra klósetta í byggingum skólans. Það rataði í fjölmiðla þegar Mars Proppé háskólanemi greindi frá því á samfélagsmiðlum að húsvörður háskólans hefði tekið niður merkingu sem hán setti upp við eitt salernið. Fréttastofa leit við á salerni skólans í dag: Rektor segir að þessi mál séu komin í góðan farveg. „Ég vil segja að það hafi þróast nokkuð vel. Jafnrétti er nú eitt af grunngildum háskólans. Við erum með kynlaus salerni í flestum byggingum hér, ekki alveg öllum, en við erum með ákveðna áætlun um hvernig við bregðumst við því,“ segir Jón Atli. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Kynlaus salerni skipta marga máli sem ekki falla innan hefðbundinnar kynjatvíhyggju, enda kunna slíkir einstaklingar oft illa við að gangast undir merki karla eða kvenna þegar það á einfaldlega ekki við. „Þetta er hluti af okkar jafnréttisáætlun. Við erum með mjög öflugt jafnréttisstarf hér innan háskólans. Við erum með jafnréttisáætlun til þriggja ára sem tengist líka bara stefnu háskólans. En við erum sem sagt að vinna í þessu, en það tekur bara í sumum tilvikum svolítinn tíma að klára mál,“ segir Jón Atli. Hinsegin Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir RÚV telur að allir og öll geti lifað í sátt og samlyndi Á undanförnum árum hefur þeirrar breytingar orðið vart í máli sumra fréttamanna RÚV að hvorugkynsmyndir lýsingarorða og fornafna eru notaðar í almennri vísun í stað hefðbundins almenns karlkyns. 17. maí 2021 15:40 Uppfæra þurfi reglugerðir til að lög um kynrænt sjálfræði verði meira en „bara punt á blaði“ Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur verið gert að setja aftur upp salernismerkingar sem aðgreinir konur og karla á skrifstofum borgarinnar í Borgartúni, að minnsta kosti þar til félagsmálaráðuneytið hefur ákvarðað hvort ákvörðun Vinnueftirlitsins standist ný lög um kynrænt sjálfræði. 21. ágúst 2020 12:48 Borginni gert að kynjamerkja klósett Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni verði kynjamerkt. 20. nóvember 2019 08:24 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Ég held að við getum sagt að í um 75% bygginga séum við með kynlaus salerni og ef þau eru ekki er tiltölulega stutt í þau,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor háskólans. Talsmenn réttinda hinsegin fólks hafa gagnrýnt háskólann undanfarið vegna takmarkaðs framboðs kynlausra klósetta í byggingum skólans. Það rataði í fjölmiðla þegar Mars Proppé háskólanemi greindi frá því á samfélagsmiðlum að húsvörður háskólans hefði tekið niður merkingu sem hán setti upp við eitt salernið. Fréttastofa leit við á salerni skólans í dag: Rektor segir að þessi mál séu komin í góðan farveg. „Ég vil segja að það hafi þróast nokkuð vel. Jafnrétti er nú eitt af grunngildum háskólans. Við erum með kynlaus salerni í flestum byggingum hér, ekki alveg öllum, en við erum með ákveðna áætlun um hvernig við bregðumst við því,“ segir Jón Atli. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Kynlaus salerni skipta marga máli sem ekki falla innan hefðbundinnar kynjatvíhyggju, enda kunna slíkir einstaklingar oft illa við að gangast undir merki karla eða kvenna þegar það á einfaldlega ekki við. „Þetta er hluti af okkar jafnréttisáætlun. Við erum með mjög öflugt jafnréttisstarf hér innan háskólans. Við erum með jafnréttisáætlun til þriggja ára sem tengist líka bara stefnu háskólans. En við erum sem sagt að vinna í þessu, en það tekur bara í sumum tilvikum svolítinn tíma að klára mál,“ segir Jón Atli.
Hinsegin Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir RÚV telur að allir og öll geti lifað í sátt og samlyndi Á undanförnum árum hefur þeirrar breytingar orðið vart í máli sumra fréttamanna RÚV að hvorugkynsmyndir lýsingarorða og fornafna eru notaðar í almennri vísun í stað hefðbundins almenns karlkyns. 17. maí 2021 15:40 Uppfæra þurfi reglugerðir til að lög um kynrænt sjálfræði verði meira en „bara punt á blaði“ Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur verið gert að setja aftur upp salernismerkingar sem aðgreinir konur og karla á skrifstofum borgarinnar í Borgartúni, að minnsta kosti þar til félagsmálaráðuneytið hefur ákvarðað hvort ákvörðun Vinnueftirlitsins standist ný lög um kynrænt sjálfræði. 21. ágúst 2020 12:48 Borginni gert að kynjamerkja klósett Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni verði kynjamerkt. 20. nóvember 2019 08:24 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
RÚV telur að allir og öll geti lifað í sátt og samlyndi Á undanförnum árum hefur þeirrar breytingar orðið vart í máli sumra fréttamanna RÚV að hvorugkynsmyndir lýsingarorða og fornafna eru notaðar í almennri vísun í stað hefðbundins almenns karlkyns. 17. maí 2021 15:40
Uppfæra þurfi reglugerðir til að lög um kynrænt sjálfræði verði meira en „bara punt á blaði“ Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur verið gert að setja aftur upp salernismerkingar sem aðgreinir konur og karla á skrifstofum borgarinnar í Borgartúni, að minnsta kosti þar til félagsmálaráðuneytið hefur ákvarðað hvort ákvörðun Vinnueftirlitsins standist ný lög um kynrænt sjálfræði. 21. ágúst 2020 12:48
Borginni gert að kynjamerkja klósett Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni verði kynjamerkt. 20. nóvember 2019 08:24