Farsóttarnefnd svarar Svanhildi vegna svínaflensusamanburðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2021 15:46 Nokkuð hefur borið á því að viðbrögð Landspítalans við svínaflensufaraldrinum árið 2009 séu borin saman við viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum. Vísir/Vilhelm Farsóttarnefnd Landspítalans hefur birt útlistun á því hvað sé helst frábrugðið á milli svínaflensufaraldursins árið 2009 og kórónuveirufaraldursins sem geisað hefur hér frá síðasta ári, og viðbragða við þeim. „Í fjölmiðlum um helgina velti framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs því fyrir sér hvað hefði breyst frá árinu 2009 á Landspítala sem gerði það að verkum að áhrif faraldurs COVID-19 sem nú geisar væru umtalsvert meiri en áhrif faraldurs svínaflensunnar fyrir 12 árum,“ segir á vef Landspítalans í tilkynningu frá farsóttarnefndinni. Er þar vísað í orð Svanhildar Hólm Valsdóttur, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, í Silfrinu á sunnudaginn þar sem hún velti fyrir sér muninum á svínaflensufaraldrinum og kórónveirufaraldrinum. „Mig langar bara að vita hvað hefur breyst á þessum tólf árum sem gerir það að verkum að á þessum tíma var enginn að tala um það að fara í neinar sérstakar aðgerðir til þess að vernda spítalann vegna þess að hann gæti ekki þolað þetta álag. En núna í hvert sinn sem að smitum fjölgar örlítið, við erum ekki að tala um innlögnum er að fjölga stórkostlega, þá fer allt í baklás og farið að benda á að hér verði komið á einhverju neyðarstigi,“ sagði Svanhildur í Silfrinu. Í tilkynningu farsóttarnefndar segir að óljóst sé af hverju sé verið að bera saman þessa faraldra, þeir séu ólíku saman að jafna. „Fjölmargt kemur þar til en þó eru eftirtaldir þættir augljósastir og á flestra vitorði sem til málanna þekkja.“ Eru þá talin upp eftirfarandi átta atriði sem skýri muninn á þessum faröldrum og viðbrögðum við þeim: „COVID-19 hefur staðið í 20 mánuði en faraldur svínaflensunnar var viðfangsefni á Landspítala í 75 daga. Svínaflensa er inflúensa sem er vel þekktur sjúkdómur en COVID-19 er nýr og áður óþekktur sjúkdómur Bólusetning við svínaflensu hófst strax með góðum árangri en bólusetningar við COVID-19 hófust tæpu ári eftir að faraldurinn hófst og árangurinn er ekki jafn góður af þeim bólusetningum Við svínaflensu var unnt að nota veirulyfið Tamiflu sem dró úr veikindum og kom jafnvel í veg fyrir þau. Slík lyf eru ekki fáanleg við COVID-19 Í svínaflensufaraldrinum lögðust um 130 sjúklingar inn á spítalann og þurftu 21 gjörgæslumeðferð. Það sem af er COVID-19 faraldri hafa 492 sjúklingar lagst inn á Landspítala og 87 þeirra þurft gjörgæslumeðferð, sumir oftar en einu sinni. Áhrif svínaflensunnar á samfélagið voru mun minna en COVID-19, þar sem ekki þurfti að beita rakningu, einangrun og sóttkví. Þessi staðreynd hefur umtalsverð áhrif á starfsemi Landspítala nú. Árið 2009 voru ríflega 900 rúm á Landspítala (285/100.000 íbúa)og 18 gjörgæslurými. Þau eru nú rúm 640 (175/100.000 íbúa)og gjörgæslurýmin 14. Ekki er rétt munað að ekki hafi þurft að fara í sérstakar ráðstafanir á Landspítala vegna svínaflensunnar. Starfsemi spítalans tók þeim breytingum þá sem nauðsynlegt var í farsótt eins og nú en þær stóðu aðeins yfir í fáeinar vikur, sem kann að skýra að einhverjir muni ekki þá alvarlegu stöðu sem uppi var á þeim tíma.“ Útskýringar farsóttarnefndar eru að mesti leyti samhljóða því sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagi í hádegisfréttunum Bylgjunnar í gær þegar hann var spurður um gagnrýni Svanhildar Hólm í Silfrinu. „Þetta eru gjörólíkir sjúkdómar og það er ekki sanngjarnt að bera þetta svona saman. Þá er hollt að hafa ýmsar staðreyndir á hreinu,“ sagði Þórólfur. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Samanburður Svanhildar ósanngjarn og ekki góður Þórólfur Guðnason segir fólk tjá sig um getu Landspítalans án þess að kynna sér málið nægilega vel. Það er ekki sanngjarnt að sögn sóttvarnalæknis að bera Covid-19 saman við svínaflensuna, eins og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs gerði í viðtali í gær. 1. nóvember 2021 12:23 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Í fjölmiðlum um helgina velti framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs því fyrir sér hvað hefði breyst frá árinu 2009 á Landspítala sem gerði það að verkum að áhrif faraldurs COVID-19 sem nú geisar væru umtalsvert meiri en áhrif faraldurs svínaflensunnar fyrir 12 árum,“ segir á vef Landspítalans í tilkynningu frá farsóttarnefndinni. Er þar vísað í orð Svanhildar Hólm Valsdóttur, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, í Silfrinu á sunnudaginn þar sem hún velti fyrir sér muninum á svínaflensufaraldrinum og kórónveirufaraldrinum. „Mig langar bara að vita hvað hefur breyst á þessum tólf árum sem gerir það að verkum að á þessum tíma var enginn að tala um það að fara í neinar sérstakar aðgerðir til þess að vernda spítalann vegna þess að hann gæti ekki þolað þetta álag. En núna í hvert sinn sem að smitum fjölgar örlítið, við erum ekki að tala um innlögnum er að fjölga stórkostlega, þá fer allt í baklás og farið að benda á að hér verði komið á einhverju neyðarstigi,“ sagði Svanhildur í Silfrinu. Í tilkynningu farsóttarnefndar segir að óljóst sé af hverju sé verið að bera saman þessa faraldra, þeir séu ólíku saman að jafna. „Fjölmargt kemur þar til en þó eru eftirtaldir þættir augljósastir og á flestra vitorði sem til málanna þekkja.“ Eru þá talin upp eftirfarandi átta atriði sem skýri muninn á þessum faröldrum og viðbrögðum við þeim: „COVID-19 hefur staðið í 20 mánuði en faraldur svínaflensunnar var viðfangsefni á Landspítala í 75 daga. Svínaflensa er inflúensa sem er vel þekktur sjúkdómur en COVID-19 er nýr og áður óþekktur sjúkdómur Bólusetning við svínaflensu hófst strax með góðum árangri en bólusetningar við COVID-19 hófust tæpu ári eftir að faraldurinn hófst og árangurinn er ekki jafn góður af þeim bólusetningum Við svínaflensu var unnt að nota veirulyfið Tamiflu sem dró úr veikindum og kom jafnvel í veg fyrir þau. Slík lyf eru ekki fáanleg við COVID-19 Í svínaflensufaraldrinum lögðust um 130 sjúklingar inn á spítalann og þurftu 21 gjörgæslumeðferð. Það sem af er COVID-19 faraldri hafa 492 sjúklingar lagst inn á Landspítala og 87 þeirra þurft gjörgæslumeðferð, sumir oftar en einu sinni. Áhrif svínaflensunnar á samfélagið voru mun minna en COVID-19, þar sem ekki þurfti að beita rakningu, einangrun og sóttkví. Þessi staðreynd hefur umtalsverð áhrif á starfsemi Landspítala nú. Árið 2009 voru ríflega 900 rúm á Landspítala (285/100.000 íbúa)og 18 gjörgæslurými. Þau eru nú rúm 640 (175/100.000 íbúa)og gjörgæslurýmin 14. Ekki er rétt munað að ekki hafi þurft að fara í sérstakar ráðstafanir á Landspítala vegna svínaflensunnar. Starfsemi spítalans tók þeim breytingum þá sem nauðsynlegt var í farsótt eins og nú en þær stóðu aðeins yfir í fáeinar vikur, sem kann að skýra að einhverjir muni ekki þá alvarlegu stöðu sem uppi var á þeim tíma.“ Útskýringar farsóttarnefndar eru að mesti leyti samhljóða því sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagi í hádegisfréttunum Bylgjunnar í gær þegar hann var spurður um gagnrýni Svanhildar Hólm í Silfrinu. „Þetta eru gjörólíkir sjúkdómar og það er ekki sanngjarnt að bera þetta svona saman. Þá er hollt að hafa ýmsar staðreyndir á hreinu,“ sagði Þórólfur.
„COVID-19 hefur staðið í 20 mánuði en faraldur svínaflensunnar var viðfangsefni á Landspítala í 75 daga. Svínaflensa er inflúensa sem er vel þekktur sjúkdómur en COVID-19 er nýr og áður óþekktur sjúkdómur Bólusetning við svínaflensu hófst strax með góðum árangri en bólusetningar við COVID-19 hófust tæpu ári eftir að faraldurinn hófst og árangurinn er ekki jafn góður af þeim bólusetningum Við svínaflensu var unnt að nota veirulyfið Tamiflu sem dró úr veikindum og kom jafnvel í veg fyrir þau. Slík lyf eru ekki fáanleg við COVID-19 Í svínaflensufaraldrinum lögðust um 130 sjúklingar inn á spítalann og þurftu 21 gjörgæslumeðferð. Það sem af er COVID-19 faraldri hafa 492 sjúklingar lagst inn á Landspítala og 87 þeirra þurft gjörgæslumeðferð, sumir oftar en einu sinni. Áhrif svínaflensunnar á samfélagið voru mun minna en COVID-19, þar sem ekki þurfti að beita rakningu, einangrun og sóttkví. Þessi staðreynd hefur umtalsverð áhrif á starfsemi Landspítala nú. Árið 2009 voru ríflega 900 rúm á Landspítala (285/100.000 íbúa)og 18 gjörgæslurými. Þau eru nú rúm 640 (175/100.000 íbúa)og gjörgæslurýmin 14. Ekki er rétt munað að ekki hafi þurft að fara í sérstakar ráðstafanir á Landspítala vegna svínaflensunnar. Starfsemi spítalans tók þeim breytingum þá sem nauðsynlegt var í farsótt eins og nú en þær stóðu aðeins yfir í fáeinar vikur, sem kann að skýra að einhverjir muni ekki þá alvarlegu stöðu sem uppi var á þeim tíma.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Samanburður Svanhildar ósanngjarn og ekki góður Þórólfur Guðnason segir fólk tjá sig um getu Landspítalans án þess að kynna sér málið nægilega vel. Það er ekki sanngjarnt að sögn sóttvarnalæknis að bera Covid-19 saman við svínaflensuna, eins og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs gerði í viðtali í gær. 1. nóvember 2021 12:23 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Samanburður Svanhildar ósanngjarn og ekki góður Þórólfur Guðnason segir fólk tjá sig um getu Landspítalans án þess að kynna sér málið nægilega vel. Það er ekki sanngjarnt að sögn sóttvarnalæknis að bera Covid-19 saman við svínaflensuna, eins og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs gerði í viðtali í gær. 1. nóvember 2021 12:23
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent