Katrín á COP26: Tíminn til að skapa framtíðina er núna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2021 13:35 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er mætt til Skotlands á COP26-ráðstefnuna. Phil Noble - Pool/Getty Images Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vitnaði í rithöfundinn Andra Snæ Magnason er hún ávarpaði gesti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í hádeginu í dag. Sagði hún tímann til að skapa framtíðina vera núna, auk þess sem hún lagði áherslu á að horft væri til kynjajafnréttis við ákvarðanatöku í loftslagsmálum. Ríki heims ræða nú í Glasgow á loftlagsráðstefnunni COP26 hvernig þau ætla að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan 2°C og helst 1,5°C á þessari öld miðað við fyrir iðnbyltingu. Leiðtogar heims hafa hver á fætur öðrum stigið í pontu á ráðstefnunni í morgun og var komið að Katrínu um hádegisbilið í dag. Þar fór hún yfir þær skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist til að má markmiðum Parísarsamkomulagsins, auk þess sem að hún kom inn á stjórnarmyndunarviðræður VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, í samhengi við áætlun stjórnvalda um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 55 prósent fyrir árið 2030. Horfa má á ræðu Katrínar í spilaranum hér fyrir neðan. „Flokkarnir sem eru nú að mynda ríkisstjórn eru að ræða saman um hvernig er hægt að styrkja þetta markmið, 2030 markmiðið, á sama tíma og við tryggjum sanngjarna umskiptingu í átt að grænna hagkerfi,“ sagði Katrín. Þá sagðist hún vonast til þess að byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum gæti verið lítið skref í átt að einhverju mun stærra. „Tækni sem gæti nýst heimsbyggðinni allri,“ sagði Katrín. Þá vitnaði hún í Andra Snæ Magnason um að nú væri tíminn til aðgerða. Las hún upp brot úr bók hans, Um tímann og vatnið. Fjallaði brotið um að allt sem hver og einn gerði skapaði framtíðina á hverri stundu, allt sem hver gerði skipti máli. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands tók á móti Katrínu í gær.Christopher Furlong/Getty Images Notaði Katrín þessi orð til að brýna gesti til dáða svo bjarga mætti deginum, og plánetunni. „Orð hans eru sönn,“ sagði Katrín um brotið eftir Andra Snæ sem hún las upp. „Tíminn til að skapa framtíðina er núna. Hvatti hún einnig leiðtoga heimsins til þess að horfa til jafnréttis kynja í ákvörðanatöku um loftslagsmál. „Við verðum að taka konur og stúlkur með í reikninginn á öllum stigum aðgerða í loftslagsmálum og ákvarðanatöku. Við þurfum orku og hugkvæmni alls mannkyns,“ sagði Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur COP26 Loftslagsmál Tengdar fréttir Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13 Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42 Sér engan sjálfstæðan metnað frá íslenskum stjórnvöldum Íslensk stjórnvöld hafa ekki sýnt neinn sjálfstæðan metnað um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, að mati formanns Ungra umhverfissinna sem er staddur á COP26-loftslagsráðstefnunni sem hófst í Skotlandi í dag. 1. nóvember 2021 20:04 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Ríki heims ræða nú í Glasgow á loftlagsráðstefnunni COP26 hvernig þau ætla að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan 2°C og helst 1,5°C á þessari öld miðað við fyrir iðnbyltingu. Leiðtogar heims hafa hver á fætur öðrum stigið í pontu á ráðstefnunni í morgun og var komið að Katrínu um hádegisbilið í dag. Þar fór hún yfir þær skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist til að má markmiðum Parísarsamkomulagsins, auk þess sem að hún kom inn á stjórnarmyndunarviðræður VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, í samhengi við áætlun stjórnvalda um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 55 prósent fyrir árið 2030. Horfa má á ræðu Katrínar í spilaranum hér fyrir neðan. „Flokkarnir sem eru nú að mynda ríkisstjórn eru að ræða saman um hvernig er hægt að styrkja þetta markmið, 2030 markmiðið, á sama tíma og við tryggjum sanngjarna umskiptingu í átt að grænna hagkerfi,“ sagði Katrín. Þá sagðist hún vonast til þess að byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum gæti verið lítið skref í átt að einhverju mun stærra. „Tækni sem gæti nýst heimsbyggðinni allri,“ sagði Katrín. Þá vitnaði hún í Andra Snæ Magnason um að nú væri tíminn til aðgerða. Las hún upp brot úr bók hans, Um tímann og vatnið. Fjallaði brotið um að allt sem hver og einn gerði skapaði framtíðina á hverri stundu, allt sem hver gerði skipti máli. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands tók á móti Katrínu í gær.Christopher Furlong/Getty Images Notaði Katrín þessi orð til að brýna gesti til dáða svo bjarga mætti deginum, og plánetunni. „Orð hans eru sönn,“ sagði Katrín um brotið eftir Andra Snæ sem hún las upp. „Tíminn til að skapa framtíðina er núna. Hvatti hún einnig leiðtoga heimsins til þess að horfa til jafnréttis kynja í ákvörðanatöku um loftslagsmál. „Við verðum að taka konur og stúlkur með í reikninginn á öllum stigum aðgerða í loftslagsmálum og ákvarðanatöku. Við þurfum orku og hugkvæmni alls mannkyns,“ sagði Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur COP26 Loftslagsmál Tengdar fréttir Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13 Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42 Sér engan sjálfstæðan metnað frá íslenskum stjórnvöldum Íslensk stjórnvöld hafa ekki sýnt neinn sjálfstæðan metnað um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, að mati formanns Ungra umhverfissinna sem er staddur á COP26-loftslagsráðstefnunni sem hófst í Skotlandi í dag. 1. nóvember 2021 20:04 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13
Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42
Sér engan sjálfstæðan metnað frá íslenskum stjórnvöldum Íslensk stjórnvöld hafa ekki sýnt neinn sjálfstæðan metnað um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, að mati formanns Ungra umhverfissinna sem er staddur á COP26-loftslagsráðstefnunni sem hófst í Skotlandi í dag. 1. nóvember 2021 20:04