Hjartavöðvabólga í kjölfar bólusetninga afar fátíð og yfirleitt mild Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2021 07:59 Drengir eru líklegri en stúlkur til að greinast með hjartavöðvabólgu. Nýjustu rannsóknir staðfesta það að hjartavöðvabólga hjá ungmennum í kjölfar bólusetninga gegn Covid-19 er næstum alltaf mild og gengur til baka á skömmum tíma. Áhættan af því að fá Covid-19 er mun meiri. Frá þessu greinir New York Times og hefur eftir sérfræðingum sem þekkja til rannsóknanna. Tölfræðin hljómar ógnvekjandi; fyrir einstakling á aldrinum 18 til 39 ára er áhættan á því að fá hjartavöðvabólgu allt að 37 sinnum hærri eftir tvo skammta af bóluefninu frá Moderna. Þá er áhættan hjá aldurshópnum 12 til 39 ára allt að nítjánföld eftir tvo skammta af Pfizer. Raunverulegur fjöldi er hins vegar afar lítill. Ungir karlar eru líklegri en aðrir til að fá hjartavöðvabólgu í kjölfar bólusetninga en í Bandaríkjunum hafa um það bil 11 af hverjum 100 þúsund bólusettum körlum á aldrinum 16 til 29 ára verið greindir með hjartavöðvabólgu í kjölfar bólusetningar. Áhættan lækkar með aldrinum og þá er talið ólíklegt að aukaverkunin eigi eftir að valda vandræðum þegar börn á aldrinum 5 til 11 ára verða bólusett, þar sem hjartavöðvabólga er fátíð fyrir kynþroskaaldur. Hjartavöðvabólga kemur oftast til samhliða vírus- eða bakteríusýkingu og veldur einkennum á borð við hraðan eða óreglulegan hjartslátt, brjóstverki og mæði. Árlega greinast 10 til 20 af hverjum 100 þúsund með hjartavöðvabólgu á heimsvísu en talið er að fleiri sýni væg einkenni og séu aldrei greindir. Frá því að kórónuveirufaraldurinn braust út hafa tugþúsundir barna í Bandaríkjunum verið lögð inn á sjúkrahús með Covid-19 og 657 dáið. Þá hefur fjöldi barna glímt við langvarandi Covid, það er að segja einkenni eftir að sýking er yfirstaðin. Að minnsta kosti 5.200 börn hafa einnig greinst með fjölkerfa bólgusjúkdóm vegna Covid-19. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Frá þessu greinir New York Times og hefur eftir sérfræðingum sem þekkja til rannsóknanna. Tölfræðin hljómar ógnvekjandi; fyrir einstakling á aldrinum 18 til 39 ára er áhættan á því að fá hjartavöðvabólgu allt að 37 sinnum hærri eftir tvo skammta af bóluefninu frá Moderna. Þá er áhættan hjá aldurshópnum 12 til 39 ára allt að nítjánföld eftir tvo skammta af Pfizer. Raunverulegur fjöldi er hins vegar afar lítill. Ungir karlar eru líklegri en aðrir til að fá hjartavöðvabólgu í kjölfar bólusetninga en í Bandaríkjunum hafa um það bil 11 af hverjum 100 þúsund bólusettum körlum á aldrinum 16 til 29 ára verið greindir með hjartavöðvabólgu í kjölfar bólusetningar. Áhættan lækkar með aldrinum og þá er talið ólíklegt að aukaverkunin eigi eftir að valda vandræðum þegar börn á aldrinum 5 til 11 ára verða bólusett, þar sem hjartavöðvabólga er fátíð fyrir kynþroskaaldur. Hjartavöðvabólga kemur oftast til samhliða vírus- eða bakteríusýkingu og veldur einkennum á borð við hraðan eða óreglulegan hjartslátt, brjóstverki og mæði. Árlega greinast 10 til 20 af hverjum 100 þúsund með hjartavöðvabólgu á heimsvísu en talið er að fleiri sýni væg einkenni og séu aldrei greindir. Frá því að kórónuveirufaraldurinn braust út hafa tugþúsundir barna í Bandaríkjunum verið lögð inn á sjúkrahús með Covid-19 og 657 dáið. Þá hefur fjöldi barna glímt við langvarandi Covid, það er að segja einkenni eftir að sýking er yfirstaðin. Að minnsta kosti 5.200 börn hafa einnig greinst með fjölkerfa bólgusjúkdóm vegna Covid-19.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira