Fimm milljónir í valnum vegna Covid Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2021 09:51 Heilbrigðisstarfsmenn á Indónesíu með líkkistu. Þar hafa 143 þúsund manns dáið vegna Covid. AP/Trisnadi Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í heiminum, svo vitað sé, er fór yfir fimm milljónir í morgun. Tæp tvö ár eru síðan faraldur kórónuveirunnar hófst og Covid-19 greindist fyrst í Wuhan í Kína. Samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans, sem byggir á opinberum tölum, hafa 5.000.425 dáið vegna Covid, þegar þetta er skrifað. Vitað er að 246.743.962 hafi smitast af kórónuveirunnar. Eins og segir í grein AP fréttaveitunnar þá gera sérfræðingar fastlega ráð fyrir því að raunveruleg tala látinna sé töluvert hærri en opinberar tölur segja til um. Gagnablaðamaður Economist segir tölfræði miðilsins segja að raunverulegur fjöldi látinna sé nærri því sautján milljónir. Our modeling of excess deaths suggests the true toll is closer to 17m https://t.co/DngsJU1zi7 https://t.co/goOERDLL0X— G. Elliott Morris (@gelliottmorris) November 1, 2021 Af skráðum dauðsföllum voru nærri því helmingur hinna látnu frá Bandaríkjunum, Evrópusambandinu, Bretlandi og Brasilíu, þrátt fyrir að í þessum löndum búi um einn áttundi allra heimsbúa. Flestir hafa dáið í Bandaríkjunum eða tæplega 750 þúsund. Að hluta til má rekja þennan halla til þess að auðugri ríki heimsins eru með fleiri eldri borgara og aðra sem eru viðkvæmir gagnvart Covid-19. Samanborið við fátækri ríki þar sem ungt fólk, sem er ekki jafn viðkvæmt, er oftar en ekki í meirihluta. AP segir þó að þegar tölfræði auðugra ríkja sé skoðuð nánar sjáist að veiran hafi leikið fátæka verr en aðra. Sömuleiðis er mikill halli á bólusetningum milli auðugra og fátækra ríkja en auðugustu ríki heims hafa verið sökuð um óheiðarleika í því að verða sér út um bóluefni á kostnað annarra ríkja. Í Bandaríkjunum er til að mynda verið að gefa fólki aukaskammta í massavís á meðan einungis fimm prósent af 1,3 milljörðum manna í Afríku hafa fengið tvo skammta af bóluefnum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Vax“ orð ársins hjá Oxford-orðabókinni Orðið „vax“ er orð ársins 2021 samkvæmt Oxford Languages sem gefur út Oxford-orðabókina, Oxford English Dictionary. 1. nóvember 2021 07:47 Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Vináttueyjum Íbúar Vináttueyja í Eyjaálfu, eða Tonga, flykkjast nú í bólusetningu. Fyrsta tilfelli Covid-19 kom upp á eyjunum í gær og hótar forsætisráðherra útgöngubanni. 30. október 2021 13:33 Heimila bólusetningu ungra barna í Bandaríkjunum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt lyfjafyrirtækinu Pfizer blessun sína til að hefja bólusetningu barna eldri en fimm ára gegn Covid-19 í neyðartilvikum. Allt að 28 milljónir barna gætu fengið bóluefni strax í næstu viku. 29. október 2021 23:48 Strangar sóttvarnaaðgerðir í Moskvu vegna stöðu faraldursins Skólum, verslunum og veitingastöðum í Moskvu hefur verið lokað vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins matvöruverslanir og lyfjaverslanir fá að hafa opið og veitingastaðir mega bjóða viðskiptavinum sínum upp á að sækja mat. 29. október 2021 06:52 Aldrei fleiri greinst á einum degi í Færeyjum Kórónuveirufaraldurinn er í uppsveiflu í Færeyjum um þessar mundir og í fyrradag smituðust 99 í eyjunum, sem er metfjöldi hingað til. Daginn áður greindust 78. 26. október 2021 07:52 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Sjá meira
Samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans, sem byggir á opinberum tölum, hafa 5.000.425 dáið vegna Covid, þegar þetta er skrifað. Vitað er að 246.743.962 hafi smitast af kórónuveirunnar. Eins og segir í grein AP fréttaveitunnar þá gera sérfræðingar fastlega ráð fyrir því að raunveruleg tala látinna sé töluvert hærri en opinberar tölur segja til um. Gagnablaðamaður Economist segir tölfræði miðilsins segja að raunverulegur fjöldi látinna sé nærri því sautján milljónir. Our modeling of excess deaths suggests the true toll is closer to 17m https://t.co/DngsJU1zi7 https://t.co/goOERDLL0X— G. Elliott Morris (@gelliottmorris) November 1, 2021 Af skráðum dauðsföllum voru nærri því helmingur hinna látnu frá Bandaríkjunum, Evrópusambandinu, Bretlandi og Brasilíu, þrátt fyrir að í þessum löndum búi um einn áttundi allra heimsbúa. Flestir hafa dáið í Bandaríkjunum eða tæplega 750 þúsund. Að hluta til má rekja þennan halla til þess að auðugri ríki heimsins eru með fleiri eldri borgara og aðra sem eru viðkvæmir gagnvart Covid-19. Samanborið við fátækri ríki þar sem ungt fólk, sem er ekki jafn viðkvæmt, er oftar en ekki í meirihluta. AP segir þó að þegar tölfræði auðugra ríkja sé skoðuð nánar sjáist að veiran hafi leikið fátæka verr en aðra. Sömuleiðis er mikill halli á bólusetningum milli auðugra og fátækra ríkja en auðugustu ríki heims hafa verið sökuð um óheiðarleika í því að verða sér út um bóluefni á kostnað annarra ríkja. Í Bandaríkjunum er til að mynda verið að gefa fólki aukaskammta í massavís á meðan einungis fimm prósent af 1,3 milljörðum manna í Afríku hafa fengið tvo skammta af bóluefnum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Vax“ orð ársins hjá Oxford-orðabókinni Orðið „vax“ er orð ársins 2021 samkvæmt Oxford Languages sem gefur út Oxford-orðabókina, Oxford English Dictionary. 1. nóvember 2021 07:47 Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Vináttueyjum Íbúar Vináttueyja í Eyjaálfu, eða Tonga, flykkjast nú í bólusetningu. Fyrsta tilfelli Covid-19 kom upp á eyjunum í gær og hótar forsætisráðherra útgöngubanni. 30. október 2021 13:33 Heimila bólusetningu ungra barna í Bandaríkjunum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt lyfjafyrirtækinu Pfizer blessun sína til að hefja bólusetningu barna eldri en fimm ára gegn Covid-19 í neyðartilvikum. Allt að 28 milljónir barna gætu fengið bóluefni strax í næstu viku. 29. október 2021 23:48 Strangar sóttvarnaaðgerðir í Moskvu vegna stöðu faraldursins Skólum, verslunum og veitingastöðum í Moskvu hefur verið lokað vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins matvöruverslanir og lyfjaverslanir fá að hafa opið og veitingastaðir mega bjóða viðskiptavinum sínum upp á að sækja mat. 29. október 2021 06:52 Aldrei fleiri greinst á einum degi í Færeyjum Kórónuveirufaraldurinn er í uppsveiflu í Færeyjum um þessar mundir og í fyrradag smituðust 99 í eyjunum, sem er metfjöldi hingað til. Daginn áður greindust 78. 26. október 2021 07:52 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Sjá meira
„Vax“ orð ársins hjá Oxford-orðabókinni Orðið „vax“ er orð ársins 2021 samkvæmt Oxford Languages sem gefur út Oxford-orðabókina, Oxford English Dictionary. 1. nóvember 2021 07:47
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Vináttueyjum Íbúar Vináttueyja í Eyjaálfu, eða Tonga, flykkjast nú í bólusetningu. Fyrsta tilfelli Covid-19 kom upp á eyjunum í gær og hótar forsætisráðherra útgöngubanni. 30. október 2021 13:33
Heimila bólusetningu ungra barna í Bandaríkjunum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt lyfjafyrirtækinu Pfizer blessun sína til að hefja bólusetningu barna eldri en fimm ára gegn Covid-19 í neyðartilvikum. Allt að 28 milljónir barna gætu fengið bóluefni strax í næstu viku. 29. október 2021 23:48
Strangar sóttvarnaaðgerðir í Moskvu vegna stöðu faraldursins Skólum, verslunum og veitingastöðum í Moskvu hefur verið lokað vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins matvöruverslanir og lyfjaverslanir fá að hafa opið og veitingastaðir mega bjóða viðskiptavinum sínum upp á að sækja mat. 29. október 2021 06:52
Aldrei fleiri greinst á einum degi í Færeyjum Kórónuveirufaraldurinn er í uppsveiflu í Færeyjum um þessar mundir og í fyrradag smituðust 99 í eyjunum, sem er metfjöldi hingað til. Daginn áður greindust 78. 26. október 2021 07:52