Ákall til stjórnvalda – bæta þarf ástandið á Bráðamóttöku Hópur sjúkraliða á bráðadeild Landspítala skrifar 1. nóvember 2021 08:01 Mikil umræða hefur verið um Bráðamóttökuna síðustu daga og vikur. Læknar og hjúkrunarfræðingar hafa ritað greinar, farið í viðtöl í fjölmiðlum og lýst ástandinu. Sjúkraliðar sem starfa á Bráðamóttökunni vilja gjarnan leggja sitt af mörkum í þessari umræðu. Sjúkraliðar sinna nærhjúkrun Starf sjúkraliða á Bráðamóttöku felst meðal annars í því að taka á móti sjúklingum, skrá upplýsingar, mæla blóðþrýsting, hita og fylgjast með líkamsástandi skjólstæðinga sem oft er óstöðugt. Sömuleiðis fellst starf sjúkraliða í að aðstoða einstaklinga við allar athafnir daglegs lífs, eins og að nærast og klæðast, og þegar fólk þarf aðstoð á salerni og viðhalda líkamlegu hreinlæti. Sjúkraliðar sinna svokallaðri „bedside“ hjúkrun, stundum má segja að þeir séu augu og eyru hjúkrunarfræðinga og lækna. Það eru því oft á tíðum þeir sem taka fyrst eftir þegar breytingar verða á líðan fólks sem þarf að bregðast strax við. Þá gegna sjúkraliðar mikilvægu hlutverki þegar greina á ástand einstaklingsins. Þeir aðstoða við rannsóknir, meðal annars með því að framkvæma ómskoðun á þvagblöðru, taka hjartalínurit, sinna sýnatökum og koma þeim í viðeigandi farveg til greiningar. Jafnframt eru sjúkraliðar í miklum samskiptum við skjólstæðinga og huga að andlegri líðan þeirra, og aðstandendum sem oft eru í miklu uppnámi, og þurfa upplýsingar og andlegan stuðning. Starf sjúkraliða er bæði gefandi og krefjandi en þegar álagið er viðvarandi mánuðum saman, og þegar þegar engin orka er eftir þegar heim er komið, er orðið tímabært að grípa til aðgerða. Það er ógn við lífsgæðum fólks þegar gengið er með þessum hætti á starfsorkuna. Þegar teknar eru margar aukavaktir vegna manneklu, þegar skrefateljarinn sýnir að þú gengur að minnsta kosti 8 til 10 kílómetra á vakt, og þegar þú finnur að enginn tími gafst til að nærast, þá hlýtur það á endanum að bjóða hættunni heim. Í slíku starfsumhverfi verða meiri líkur en minni að starfsfólk geri mistök. Óviðunandi aðstæður fyrir alla Það er ekki góð líðan þegar við sjúkraliðar stöndum frammi fyrir að hafa ekki komist yfir þau verkefni sem þurfti að sinna. Það er niðurlægjandi upplifun að geta ekki aðstoðað fólk á salerni þegar þess þarf vegna anna. Það er ekki mannsæmandi fyrir skjólstæðinga okkar að bíða eftir aðstoð á salerni en því miður er staðreyndin sú að oft þarf að forgangsraða verkefnum og þá er þetta útkoman sem enginn er sáttur við. Þetta eru átakanlegar aðstæður þegar vitað er að fólkið okkar þarf andlega hvatningu, en það gefst enginn tími til að veita hana, eða þegar bjóða þarf fólki að liggja á göngunum, fyrir allra augum í ástandi sem krefst hjúkrunar og sérstakrar nærgætni, og gangast undir rannsóknir þar sem fólk þarf að afklæðast fyrir allra augum til að framkvæma tilteknar mælingar. Við reynum vissulega að skýla fólki með skilrúmum en þau veita takmarkað skjól fyrir nekt og sannarlega heyrist allt sem sagt er. Við sjúkraliðar sinnum störfum okkar af alúð og búum að faglegri færni og þekkingu til að til að veita skjólstæðingum Bráðamóttökunnar góða og faglega þjónustu. Hins vegar þegar álagið er eins og hér er líst verður verklagið annað. Starfsumhverfið stuðlar þá ekki að því að sjúkraliði geti boðið upp á þá faglegu hjúkrunarþjónustu sem skjólstæðingurinn á rétt á samkvæmt lögum og þarfnast þegar hann stendur frammi fyrir áskorunum á erfiðustu tímum lífs síns. Þessar aðstæður sem okkur eru skapaðar á Bráðamóttökunni geta bæði haft alvarlegar afleiðingar fyrir skjólstæðinga og okkur sem vinnum í þessu umhverfi. Eitthvað þarf að gera til að breyta þessu ástandi á Bráðamóttökunni, bæði fyrir starfsmenn og skjólstæðinga hennar. Svona gengur þetta einfaldlega ekki lengur. Við skorum á stjórnvöld til að taka þessu ákalli heilbrigðisstétta alvarlega og breyta ástandinu í kerfinu sem er alls ekki mannsæmandi fyrir neinn. Ástandið er raunverulega hættulegt. Höfundar eru sjúkraliðar á Bráðamóttökunni í Fossvogi. Andrea Huld Joelsdóttir Anna Margrét Vestmann Þorbjarnardóttir Ásta Hrönn Wendel Guðmundsdóttir Daniela Ruiz Díana Mjöll Stefánsdóttir Elfa Maria Magnusdóttir Elva Björt Sigtryggsdóttir Guðrún Svava Þorsteinsdóttir Hrefna Líf Norðfjörð Ingibjörg Anna Björnsdóttir Ingibjörg Jónína Steindsdóttir Íris Ósk Davíðsdóttir Jenný Ágústa Abrahamsen Jóna Hjálmarsdóttir Júlía H. Gunnarsdóttir Katarzyna Chudzik Kristín Gyða Smáradóttir Margrét Lilja Pétursdóttir Matthildur Ósk Matthíasdóttir Neil Kenneth Ólafía Bergþórsdóttir Rakel Anna Knappett Sigrún Finnsdóttir Sigurbjörg H. Hafsteinsdóttir Þorsteinn Húni Hlynsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um Bráðamóttökuna síðustu daga og vikur. Læknar og hjúkrunarfræðingar hafa ritað greinar, farið í viðtöl í fjölmiðlum og lýst ástandinu. Sjúkraliðar sem starfa á Bráðamóttökunni vilja gjarnan leggja sitt af mörkum í þessari umræðu. Sjúkraliðar sinna nærhjúkrun Starf sjúkraliða á Bráðamóttöku felst meðal annars í því að taka á móti sjúklingum, skrá upplýsingar, mæla blóðþrýsting, hita og fylgjast með líkamsástandi skjólstæðinga sem oft er óstöðugt. Sömuleiðis fellst starf sjúkraliða í að aðstoða einstaklinga við allar athafnir daglegs lífs, eins og að nærast og klæðast, og þegar fólk þarf aðstoð á salerni og viðhalda líkamlegu hreinlæti. Sjúkraliðar sinna svokallaðri „bedside“ hjúkrun, stundum má segja að þeir séu augu og eyru hjúkrunarfræðinga og lækna. Það eru því oft á tíðum þeir sem taka fyrst eftir þegar breytingar verða á líðan fólks sem þarf að bregðast strax við. Þá gegna sjúkraliðar mikilvægu hlutverki þegar greina á ástand einstaklingsins. Þeir aðstoða við rannsóknir, meðal annars með því að framkvæma ómskoðun á þvagblöðru, taka hjartalínurit, sinna sýnatökum og koma þeim í viðeigandi farveg til greiningar. Jafnframt eru sjúkraliðar í miklum samskiptum við skjólstæðinga og huga að andlegri líðan þeirra, og aðstandendum sem oft eru í miklu uppnámi, og þurfa upplýsingar og andlegan stuðning. Starf sjúkraliða er bæði gefandi og krefjandi en þegar álagið er viðvarandi mánuðum saman, og þegar þegar engin orka er eftir þegar heim er komið, er orðið tímabært að grípa til aðgerða. Það er ógn við lífsgæðum fólks þegar gengið er með þessum hætti á starfsorkuna. Þegar teknar eru margar aukavaktir vegna manneklu, þegar skrefateljarinn sýnir að þú gengur að minnsta kosti 8 til 10 kílómetra á vakt, og þegar þú finnur að enginn tími gafst til að nærast, þá hlýtur það á endanum að bjóða hættunni heim. Í slíku starfsumhverfi verða meiri líkur en minni að starfsfólk geri mistök. Óviðunandi aðstæður fyrir alla Það er ekki góð líðan þegar við sjúkraliðar stöndum frammi fyrir að hafa ekki komist yfir þau verkefni sem þurfti að sinna. Það er niðurlægjandi upplifun að geta ekki aðstoðað fólk á salerni þegar þess þarf vegna anna. Það er ekki mannsæmandi fyrir skjólstæðinga okkar að bíða eftir aðstoð á salerni en því miður er staðreyndin sú að oft þarf að forgangsraða verkefnum og þá er þetta útkoman sem enginn er sáttur við. Þetta eru átakanlegar aðstæður þegar vitað er að fólkið okkar þarf andlega hvatningu, en það gefst enginn tími til að veita hana, eða þegar bjóða þarf fólki að liggja á göngunum, fyrir allra augum í ástandi sem krefst hjúkrunar og sérstakrar nærgætni, og gangast undir rannsóknir þar sem fólk þarf að afklæðast fyrir allra augum til að framkvæma tilteknar mælingar. Við reynum vissulega að skýla fólki með skilrúmum en þau veita takmarkað skjól fyrir nekt og sannarlega heyrist allt sem sagt er. Við sjúkraliðar sinnum störfum okkar af alúð og búum að faglegri færni og þekkingu til að til að veita skjólstæðingum Bráðamóttökunnar góða og faglega þjónustu. Hins vegar þegar álagið er eins og hér er líst verður verklagið annað. Starfsumhverfið stuðlar þá ekki að því að sjúkraliði geti boðið upp á þá faglegu hjúkrunarþjónustu sem skjólstæðingurinn á rétt á samkvæmt lögum og þarfnast þegar hann stendur frammi fyrir áskorunum á erfiðustu tímum lífs síns. Þessar aðstæður sem okkur eru skapaðar á Bráðamóttökunni geta bæði haft alvarlegar afleiðingar fyrir skjólstæðinga og okkur sem vinnum í þessu umhverfi. Eitthvað þarf að gera til að breyta þessu ástandi á Bráðamóttökunni, bæði fyrir starfsmenn og skjólstæðinga hennar. Svona gengur þetta einfaldlega ekki lengur. Við skorum á stjórnvöld til að taka þessu ákalli heilbrigðisstétta alvarlega og breyta ástandinu í kerfinu sem er alls ekki mannsæmandi fyrir neinn. Ástandið er raunverulega hættulegt. Höfundar eru sjúkraliðar á Bráðamóttökunni í Fossvogi. Andrea Huld Joelsdóttir Anna Margrét Vestmann Þorbjarnardóttir Ásta Hrönn Wendel Guðmundsdóttir Daniela Ruiz Díana Mjöll Stefánsdóttir Elfa Maria Magnusdóttir Elva Björt Sigtryggsdóttir Guðrún Svava Þorsteinsdóttir Hrefna Líf Norðfjörð Ingibjörg Anna Björnsdóttir Ingibjörg Jónína Steindsdóttir Íris Ósk Davíðsdóttir Jenný Ágústa Abrahamsen Jóna Hjálmarsdóttir Júlía H. Gunnarsdóttir Katarzyna Chudzik Kristín Gyða Smáradóttir Margrét Lilja Pétursdóttir Matthildur Ósk Matthíasdóttir Neil Kenneth Ólafía Bergþórsdóttir Rakel Anna Knappett Sigrún Finnsdóttir Sigurbjörg H. Hafsteinsdóttir Þorsteinn Húni Hlynsson
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar