Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2021 11:56 Joe Biden Bandaríkjaforseti með Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar (f.m). Þau hafa háð harða baráttu til að afla nægilegs stuðnings innan þingliðs Demókrataflokksins við tvö risavaxin frumvörp til að fjármagna helstu stefnumál Biden og flokksins. AP/Susan Walsh Frumvarp sem Hvíta húsið kynnti í gær felur í sér stærstu fjárfestingu í endurnýjanlegum orkugjöfum í sögu Bandaríkjanna. Enn liggur þó ekki fyrir hvort að samstaða náist innan Demókrataflokkinn um frumvarpið. Kveðið er á um að 555 milljarðar dollara, jafnvirði meira en 71.500 milljarða íslenskra króna, skuli varið í skattaívilnanir og styrki til að styðja endurnýjanlega orkugjafa og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum í frumvarpinu sem nefnist „Byggjum aftur betur“. Hvíta húsið kynnti að „sögulegt“ samkomulag hefði náðst um það en það hefur þó ekki verið birt í heild sinni ennþá. Washington Post hefur eftir Carol Browner, fyrrverandi loftslagsráðgjafa Baracks Obama, að fjárfestingin í endurnýjanlegri orku væri sex sinnum meiri en í aðgerðapakka Obama eftir efnahagskreppuna árið 2009 sem þá var talin afar umfangsmikil. Tillögur Biden hafa þó verið töluvert útvatnaðar frá upphaflegum drögum þeirra. Þannig féll Hvíta húsið frá ákvæðum sem hefðu lagt kvaðir á herðar orkugeiranum. Engu að síður reiknar það með því að verði frumvarpið að lögum dragist losun Bandaríkjanna saman um einn sjötta. Framtíð frumvarpsins er þó enn óljós því Biden þarf að reiða sig á stuðning nær alls þingliðs demókrata. Hann hitti fulltrúadeildarþingmenn flokksins á lokuðum fundi í gær og biðlaði til þess að veita frumvarpinu brautargengi. „Það mun breyta lífi milljóna manna í grundvallaratriðum til þess betra,“ sagði Biden, að sögn AP-fréttastofunnar. Lækkar verð á sólarorku fyrir heimili og rafbílum Frumvarpið á að lækka kostnað við að setja upp sólarsellur á húsþökum um tæpan þriðjung og veita framleiðendum rafbíla auknar skattaívilnanir. Þær ívilnanir eiga að lækka verð á rafbílum um allt að 12.500 dollara, jafnvirði um 1,6 milljóna íslenskra króna, fyrir miðstéttarfjölskyldur. Tekjuhærra fólk fengi minni ívilnanir. Þá geta framleiðendur bíla sótt ívilnanirnar þannig að rafbílakaupendur greiði lægra verð fyrir þá strax hjá umboði og þurfi ekki að bíða þar til skattar eru gerðir upp. Gert er ráð fyrir að hluti fjárins í frumvarpinu færi í að setja á fót borgaralega loftslagssveit allt að 300.000 ungmenna sem ynni við að endurheimta skóga, votlendi og verjast áhrif hnattrænnar hlýnunar. Joe Manchin kemur frá Vestur-Virginíu þar sem kolavinnsla hefur lengi verið undirstöðuatvinnuvegur. Hann á sjálfur hlut í jarðefnaeldsneytisiðnaði. Manchin hefur í reynd haft neitunarvald yfir loftslagsstefnu Biden forseta vegna tæps meirihluta demókrata í þinginu.AP/Andrew Harnik Óljós framtíð Demókratar hafa um margra vikna skeið þrætt innbyrðis um tvö risavaxin frumvörp til að hrinda helstu stefnumálum Joes Biden forseta í framkvæmd. Annars vegar er frumvarp um einnar billjónar dollara innviðauppbyggingu sem öldungadeildin hefur þegar samþykkt og hins vegar 1,75 billjón dollara frumvarp um útgjöld til loftslagsaðgerða og velferðarmála. Það hefur reynst flókið þar sem demókratar hafa nauman meirihluta í fulltrúadeildinni en í öldungadeildinni eru flokkarnir með jafnmarga þingmenn þar. Kamala Harris, varaforseti, getur greitt úrslitaatkvæði ef atkvæði falla jöfn í öldungadeildinni og því fara demókratar í reynd með meirihluta þar. Tveir íhaldssamir þingmenn demókrata, þau Joe Manchin frá kolaríkinu Vestur-Virginíu, og Kyrsten Sinema frá Arisóna, neituðu að samþykkja upphaflegar útgáfur frumvarpanna sem gerðu ráð fyrir mun meiri útgjöldum til ýmssa velferðarmála. Vegna andstöðu þeirra hafa frumvörpin tvö verið skorin verulega við nögl. Nú er ekki lengur gert ráð fyrir svonefndu fjölskylduorlofi eða ákvæðum til að lækka verð á lyfseðilsskyldum lyfjum. Af þessum sökum hafa vinstrisinnaðri þingmenn demókrata í fulltrúadeildinni ekki viljað skuldbinda sig til að samþykkja núverandi útgáfu frumvarpsins þar til þeir hafa fengið að sjá hvað stendur nákvæmlega í því þó að þeir styðji samkomulagið um það. Þess í stað vilja þeir bíða með að samþykkja innviðafrumvarpið sem Manchin og Sinema styðja þar til þau fallast á að greiða atkvæði með loftslags- og velferðarfrumvarpinu. Ekki er ljóst hvort að þau geri það. „Ég hlakka til að koma þessu í gegn,“ sagði Sinema. Manchin segir málin hins vegar í höndum fulltrúadeildarinnar. Ekki hefur enn verið sett nein tímasetning á atkvæðagreiðslu um frumvörpin. Því er ekki ljóst hvort að Biden geti hreykt sér af nýjum loftslagsaðgerðum þegar hann ávarpar loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í næstu viku. Bandaríkin Joe Biden Loftslagsmál Tengdar fréttir Biden sækir G20-fund og hittir páfann fyrir loftslagsráðstefnuna Joe Biden Bandaríkjaforseti er kominn til Evrópu þar sem hann verður viðstaddur tvo fundi á næstu dögum. Forsetinn byrjar í Róm þar sem G20 ríkin hittast til að ræða skattamál og þá mun hann hitta Frans Páfa í Vatíkaninu en Biden er aðeins annar kaþólikkinn í sögu Bandaríkjanna sem sest á forsetastól. 29. október 2021 07:01 Loftslagsáætlun Bidens í vanda Metnaðarfull loftslagsaðgerðaáætlun Joes Biden Bandaríkjaforseta virðist vera að sigla í strand. Fjármögnun orkuskipta, sem var einn burðarstólpa áætlunarinnar, verður líklega felld út úr fjárlagafrumvarpi sem nú er í meðferð í öldungadeild Bandaríkjaþings. 16. október 2021 12:58 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Kveðið er á um að 555 milljarðar dollara, jafnvirði meira en 71.500 milljarða íslenskra króna, skuli varið í skattaívilnanir og styrki til að styðja endurnýjanlega orkugjafa og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum í frumvarpinu sem nefnist „Byggjum aftur betur“. Hvíta húsið kynnti að „sögulegt“ samkomulag hefði náðst um það en það hefur þó ekki verið birt í heild sinni ennþá. Washington Post hefur eftir Carol Browner, fyrrverandi loftslagsráðgjafa Baracks Obama, að fjárfestingin í endurnýjanlegri orku væri sex sinnum meiri en í aðgerðapakka Obama eftir efnahagskreppuna árið 2009 sem þá var talin afar umfangsmikil. Tillögur Biden hafa þó verið töluvert útvatnaðar frá upphaflegum drögum þeirra. Þannig féll Hvíta húsið frá ákvæðum sem hefðu lagt kvaðir á herðar orkugeiranum. Engu að síður reiknar það með því að verði frumvarpið að lögum dragist losun Bandaríkjanna saman um einn sjötta. Framtíð frumvarpsins er þó enn óljós því Biden þarf að reiða sig á stuðning nær alls þingliðs demókrata. Hann hitti fulltrúadeildarþingmenn flokksins á lokuðum fundi í gær og biðlaði til þess að veita frumvarpinu brautargengi. „Það mun breyta lífi milljóna manna í grundvallaratriðum til þess betra,“ sagði Biden, að sögn AP-fréttastofunnar. Lækkar verð á sólarorku fyrir heimili og rafbílum Frumvarpið á að lækka kostnað við að setja upp sólarsellur á húsþökum um tæpan þriðjung og veita framleiðendum rafbíla auknar skattaívilnanir. Þær ívilnanir eiga að lækka verð á rafbílum um allt að 12.500 dollara, jafnvirði um 1,6 milljóna íslenskra króna, fyrir miðstéttarfjölskyldur. Tekjuhærra fólk fengi minni ívilnanir. Þá geta framleiðendur bíla sótt ívilnanirnar þannig að rafbílakaupendur greiði lægra verð fyrir þá strax hjá umboði og þurfi ekki að bíða þar til skattar eru gerðir upp. Gert er ráð fyrir að hluti fjárins í frumvarpinu færi í að setja á fót borgaralega loftslagssveit allt að 300.000 ungmenna sem ynni við að endurheimta skóga, votlendi og verjast áhrif hnattrænnar hlýnunar. Joe Manchin kemur frá Vestur-Virginíu þar sem kolavinnsla hefur lengi verið undirstöðuatvinnuvegur. Hann á sjálfur hlut í jarðefnaeldsneytisiðnaði. Manchin hefur í reynd haft neitunarvald yfir loftslagsstefnu Biden forseta vegna tæps meirihluta demókrata í þinginu.AP/Andrew Harnik Óljós framtíð Demókratar hafa um margra vikna skeið þrætt innbyrðis um tvö risavaxin frumvörp til að hrinda helstu stefnumálum Joes Biden forseta í framkvæmd. Annars vegar er frumvarp um einnar billjónar dollara innviðauppbyggingu sem öldungadeildin hefur þegar samþykkt og hins vegar 1,75 billjón dollara frumvarp um útgjöld til loftslagsaðgerða og velferðarmála. Það hefur reynst flókið þar sem demókratar hafa nauman meirihluta í fulltrúadeildinni en í öldungadeildinni eru flokkarnir með jafnmarga þingmenn þar. Kamala Harris, varaforseti, getur greitt úrslitaatkvæði ef atkvæði falla jöfn í öldungadeildinni og því fara demókratar í reynd með meirihluta þar. Tveir íhaldssamir þingmenn demókrata, þau Joe Manchin frá kolaríkinu Vestur-Virginíu, og Kyrsten Sinema frá Arisóna, neituðu að samþykkja upphaflegar útgáfur frumvarpanna sem gerðu ráð fyrir mun meiri útgjöldum til ýmssa velferðarmála. Vegna andstöðu þeirra hafa frumvörpin tvö verið skorin verulega við nögl. Nú er ekki lengur gert ráð fyrir svonefndu fjölskylduorlofi eða ákvæðum til að lækka verð á lyfseðilsskyldum lyfjum. Af þessum sökum hafa vinstrisinnaðri þingmenn demókrata í fulltrúadeildinni ekki viljað skuldbinda sig til að samþykkja núverandi útgáfu frumvarpsins þar til þeir hafa fengið að sjá hvað stendur nákvæmlega í því þó að þeir styðji samkomulagið um það. Þess í stað vilja þeir bíða með að samþykkja innviðafrumvarpið sem Manchin og Sinema styðja þar til þau fallast á að greiða atkvæði með loftslags- og velferðarfrumvarpinu. Ekki er ljóst hvort að þau geri það. „Ég hlakka til að koma þessu í gegn,“ sagði Sinema. Manchin segir málin hins vegar í höndum fulltrúadeildarinnar. Ekki hefur enn verið sett nein tímasetning á atkvæðagreiðslu um frumvörpin. Því er ekki ljóst hvort að Biden geti hreykt sér af nýjum loftslagsaðgerðum þegar hann ávarpar loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í næstu viku.
Bandaríkin Joe Biden Loftslagsmál Tengdar fréttir Biden sækir G20-fund og hittir páfann fyrir loftslagsráðstefnuna Joe Biden Bandaríkjaforseti er kominn til Evrópu þar sem hann verður viðstaddur tvo fundi á næstu dögum. Forsetinn byrjar í Róm þar sem G20 ríkin hittast til að ræða skattamál og þá mun hann hitta Frans Páfa í Vatíkaninu en Biden er aðeins annar kaþólikkinn í sögu Bandaríkjanna sem sest á forsetastól. 29. október 2021 07:01 Loftslagsáætlun Bidens í vanda Metnaðarfull loftslagsaðgerðaáætlun Joes Biden Bandaríkjaforseta virðist vera að sigla í strand. Fjármögnun orkuskipta, sem var einn burðarstólpa áætlunarinnar, verður líklega felld út úr fjárlagafrumvarpi sem nú er í meðferð í öldungadeild Bandaríkjaþings. 16. október 2021 12:58 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Biden sækir G20-fund og hittir páfann fyrir loftslagsráðstefnuna Joe Biden Bandaríkjaforseti er kominn til Evrópu þar sem hann verður viðstaddur tvo fundi á næstu dögum. Forsetinn byrjar í Róm þar sem G20 ríkin hittast til að ræða skattamál og þá mun hann hitta Frans Páfa í Vatíkaninu en Biden er aðeins annar kaþólikkinn í sögu Bandaríkjanna sem sest á forsetastól. 29. október 2021 07:01
Loftslagsáætlun Bidens í vanda Metnaðarfull loftslagsaðgerðaáætlun Joes Biden Bandaríkjaforseta virðist vera að sigla í strand. Fjármögnun orkuskipta, sem var einn burðarstólpa áætlunarinnar, verður líklega felld út úr fjárlagafrumvarpi sem nú er í meðferð í öldungadeild Bandaríkjaþings. 16. október 2021 12:58