Bíða spennt eftir 2022 og segja landsbyggðina eiga mikið inni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. október 2021 13:18 Díana Jóhannsdóttir hjá áfangastofu Vestfjarða segir mikilvægt að uppbygging á Vestfjörðum sé í takt við eftirspurn. Vísir/Samsett Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 að mati ferðabókaútgefandans Lonely Planet. Sviðstjóri hjá áfangastofu Vestfjarða segir að viðurkenningin muni nýtast þeim næstu árin en mikilvægt sé að uppbygging verði í takt við aukna eftirspurn. Vestfirðir hafa í gegnum tíðina verið tilnefndir inn á alls konar lista yfir rómaða ferðamannastaði og vakti til að mynda Vestfjarðarleiðin, sem opnaði í fyrra, mikla athygli. Díana Jóhannsdóttir hjá áfangastofu Vestfjarða segir þó að viðurkenning Lonely Planet sé sú stærsta sem þau hafa fengið. „Það er auðvitað ótrúlega gaman að fá svona mikla viðurkenningu og þetta mun sennilega nýtast okkur næstu árin fyrir Vestfirði, þannig það er mikil gleði hérna hjá okkur fyrir vestan,“ segir Díana. Samkvæmt upplýsingum frá Mælaborði ferðaþjónustunnar voru 28 gististaðir með 673 gistirúmum á Vestfjörðum á síðasta tímabili, færri en í öllum öðrum landshlutum. Vestfirðir eru nú á leið inn á stærri markað en áður eftir að hafa legið að mestu undir feld síðastliðin tvö ár. Díana segir Vestfirði þó ráða við stöðuna núna. „Við gerum það svo sannarlega en það er alveg ljóst að við verðum að fara að sjá aukna fjárfestingu í ferðaþjónustu á Vestfjörðum,“ segir Díana. „Lengi var tímabilið mjög stutt hérna á Vestfjörðum, það voru aðallega hérna ferðamenn yfir hásumarið, en það er svo sannarlega að breytast og við verðum að tryggja að innviðirnir byggist upp í takt við þessa eftirspurn.“ Engin stór verkefni eru í pípunum um þessar mundir á Vestfjörðum en að sögn Díönu er aðallega verið að bæta þær aðstöður sem fyrir voru. Stærri verkefni skili þó meiru. „Við sjáum að svona stór og flott verkefni eins [útsýnispallurinn] á Bolafjalli, þetta vekur strax svo mikla athygli en samt er í rauninni ekki einu sinni búið að opna þann pall. Við sjáum bara að allt svona hefur svo góð áhrif á ferðaþjónustu á landsbyggðinni,“ segir Díana. Hún segir landsbyggðina í heild sinni eiga mjög mikið inni og að uppbygging þurfi að vera meiri á mörgum stöðum. Hún vonar að stjórnvöld láti sig málið varða og að nýr ferðamálaráðherra starfi náið með einstaklingum á landsbyggðinni. „Ég treysti því að ráðherra vinni með okkur í þessu eins og þau hafa svo sem alltaf gert,“ segir Díana. „Við erum bara mjög spennt að sjá hvað setur og nú bara bíðum við eftir 2022 með mikilli gleði.“ Vesturbyggð Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Útsýnispallur á Bolafjalli Reykhólahreppur Strandabyggð Tálknafjörður Bolungarvík Súðavíkurhreppur Árneshreppur Kaldrananeshreppur Tengdar fréttir Svona vörðu landsmenn ferðagjöfinni í sumar Síðasti dagurinn til að nýta ferðagjöf stjórnvalda var fimmtudagurinn síðastliðinn og liggur nú fyrir að sóttar hafi verið 231.331 ferðagjafir fyrir alls 1.157 milljónum króna. 4. október 2021 08:09 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Vestfirðir hafa í gegnum tíðina verið tilnefndir inn á alls konar lista yfir rómaða ferðamannastaði og vakti til að mynda Vestfjarðarleiðin, sem opnaði í fyrra, mikla athygli. Díana Jóhannsdóttir hjá áfangastofu Vestfjarða segir þó að viðurkenning Lonely Planet sé sú stærsta sem þau hafa fengið. „Það er auðvitað ótrúlega gaman að fá svona mikla viðurkenningu og þetta mun sennilega nýtast okkur næstu árin fyrir Vestfirði, þannig það er mikil gleði hérna hjá okkur fyrir vestan,“ segir Díana. Samkvæmt upplýsingum frá Mælaborði ferðaþjónustunnar voru 28 gististaðir með 673 gistirúmum á Vestfjörðum á síðasta tímabili, færri en í öllum öðrum landshlutum. Vestfirðir eru nú á leið inn á stærri markað en áður eftir að hafa legið að mestu undir feld síðastliðin tvö ár. Díana segir Vestfirði þó ráða við stöðuna núna. „Við gerum það svo sannarlega en það er alveg ljóst að við verðum að fara að sjá aukna fjárfestingu í ferðaþjónustu á Vestfjörðum,“ segir Díana. „Lengi var tímabilið mjög stutt hérna á Vestfjörðum, það voru aðallega hérna ferðamenn yfir hásumarið, en það er svo sannarlega að breytast og við verðum að tryggja að innviðirnir byggist upp í takt við þessa eftirspurn.“ Engin stór verkefni eru í pípunum um þessar mundir á Vestfjörðum en að sögn Díönu er aðallega verið að bæta þær aðstöður sem fyrir voru. Stærri verkefni skili þó meiru. „Við sjáum að svona stór og flott verkefni eins [útsýnispallurinn] á Bolafjalli, þetta vekur strax svo mikla athygli en samt er í rauninni ekki einu sinni búið að opna þann pall. Við sjáum bara að allt svona hefur svo góð áhrif á ferðaþjónustu á landsbyggðinni,“ segir Díana. Hún segir landsbyggðina í heild sinni eiga mjög mikið inni og að uppbygging þurfi að vera meiri á mörgum stöðum. Hún vonar að stjórnvöld láti sig málið varða og að nýr ferðamálaráðherra starfi náið með einstaklingum á landsbyggðinni. „Ég treysti því að ráðherra vinni með okkur í þessu eins og þau hafa svo sem alltaf gert,“ segir Díana. „Við erum bara mjög spennt að sjá hvað setur og nú bara bíðum við eftir 2022 með mikilli gleði.“
Vesturbyggð Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Útsýnispallur á Bolafjalli Reykhólahreppur Strandabyggð Tálknafjörður Bolungarvík Súðavíkurhreppur Árneshreppur Kaldrananeshreppur Tengdar fréttir Svona vörðu landsmenn ferðagjöfinni í sumar Síðasti dagurinn til að nýta ferðagjöf stjórnvalda var fimmtudagurinn síðastliðinn og liggur nú fyrir að sóttar hafi verið 231.331 ferðagjafir fyrir alls 1.157 milljónum króna. 4. október 2021 08:09 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Svona vörðu landsmenn ferðagjöfinni í sumar Síðasti dagurinn til að nýta ferðagjöf stjórnvalda var fimmtudagurinn síðastliðinn og liggur nú fyrir að sóttar hafi verið 231.331 ferðagjafir fyrir alls 1.157 milljónum króna. 4. október 2021 08:09
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent