Verk sem voru falin í geymslum á uppboð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. október 2021 21:31 Kári Gautason sérfræðingur hjá Bændasamtökunum og staðgengill framkvæmdastjóra. Vísir/Sigurjón Nokkur hundruð listaverk eftir marga virtustu listamenn þjóðarinnar fundust óvænt í geymslum Hótels Sögu fyrr á árinu. Bændasamtökin ákváðu að bjóða verkin upp því þau gagnist engum falin inn í geymslum. Hótel Saga er í eigu Bændasamtakana og var tekið í notkun árið 1962. Hótelinu var lokað í nóvember í fyrra vegna afleiðinga kórónuveirufaraldursins og í september á þessu ári var það tekið til gjaldþrotaskipta. Bændasamtökin höfðu um árabil geymt málverkasafn sitt í kjallara hótelsins og í mars á þessu ári var ákveðið að taka til. „Það kemur í ljós að þarna eru 360 málverk sem kom mér mikið á óvart en þarna var líka mikið af alls kyns bókum og það var bókamarkaður í haust,“ segir Kári Gautason sérfræðingur hjá Bændasamtökunum og staðgengill framkvæmdastjóra. Ákveðið hafi verið að selja verkin. „Þau voru þarna inn í skápum og geymslum engum til gagns þannig að það var ákveðið að bjóða þau upp og bændur höfðu forkaupsrétt og sýndu mikinn áhuga. Það seldust um 100 verk í forsölu,“ segir hann. Afgangurinn fer svo á uppboð hjá Gallerý Fold og fyrsta stóra uppboðið stendur nú yfir þar sem yfir sextíu grafík verk eru til sölu. Verkin héngu inn á herbergjum Hótel Sögu eða sölum en flest eru þau frá níunda áratugnum. „Þetta er rjóminn af grafíkinni sem að var gerð þá. Allir helstu grafíklistamenn landsins eiga verk hérna. Þórður Hall, Jón Reykdal, Ragnheiður Jónsdóttir, Björg Þorsteinsdóttir, Edda Jónsdóttir. Þetta eru virkilega fín verk eftir þau öll sömul og mikill fengur að fá þessi verk á markaðinn,“ segir Iðunn Vignisdóttir listmunasali hjá Gallerý Fold. Gallerý Fold verðmetur verkin fyrir uppboð og setur upp viðmiðunarverð. Iðunn Vignisdóttir listmunasali hjá Gallerý Fold.Vísir/Sigurjón „Það er allur gangur á hver verðin eru. Ég hugsa hins vegar að þessi verk fari á viðmiðunarverði þau eiga það skilið,“ segir hún. Uppboðið stendur til 27. október. Menning Reykjavík Myndlist Salan á Hótel Sögu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Heldur fullum launum Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira
Hótel Saga er í eigu Bændasamtakana og var tekið í notkun árið 1962. Hótelinu var lokað í nóvember í fyrra vegna afleiðinga kórónuveirufaraldursins og í september á þessu ári var það tekið til gjaldþrotaskipta. Bændasamtökin höfðu um árabil geymt málverkasafn sitt í kjallara hótelsins og í mars á þessu ári var ákveðið að taka til. „Það kemur í ljós að þarna eru 360 málverk sem kom mér mikið á óvart en þarna var líka mikið af alls kyns bókum og það var bókamarkaður í haust,“ segir Kári Gautason sérfræðingur hjá Bændasamtökunum og staðgengill framkvæmdastjóra. Ákveðið hafi verið að selja verkin. „Þau voru þarna inn í skápum og geymslum engum til gagns þannig að það var ákveðið að bjóða þau upp og bændur höfðu forkaupsrétt og sýndu mikinn áhuga. Það seldust um 100 verk í forsölu,“ segir hann. Afgangurinn fer svo á uppboð hjá Gallerý Fold og fyrsta stóra uppboðið stendur nú yfir þar sem yfir sextíu grafík verk eru til sölu. Verkin héngu inn á herbergjum Hótel Sögu eða sölum en flest eru þau frá níunda áratugnum. „Þetta er rjóminn af grafíkinni sem að var gerð þá. Allir helstu grafíklistamenn landsins eiga verk hérna. Þórður Hall, Jón Reykdal, Ragnheiður Jónsdóttir, Björg Þorsteinsdóttir, Edda Jónsdóttir. Þetta eru virkilega fín verk eftir þau öll sömul og mikill fengur að fá þessi verk á markaðinn,“ segir Iðunn Vignisdóttir listmunasali hjá Gallerý Fold. Gallerý Fold verðmetur verkin fyrir uppboð og setur upp viðmiðunarverð. Iðunn Vignisdóttir listmunasali hjá Gallerý Fold.Vísir/Sigurjón „Það er allur gangur á hver verðin eru. Ég hugsa hins vegar að þessi verk fari á viðmiðunarverði þau eiga það skilið,“ segir hún. Uppboðið stendur til 27. október.
Menning Reykjavík Myndlist Salan á Hótel Sögu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Heldur fullum launum Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira