Sjötíu send heim vegna smits í Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni Atli Ísleifsson skrifar 22. október 2021 09:00 UMFÍ hefur starfrækt ungmennabúðir frá árinu 2005 og eru þær fyrir nemendur í níunda bekk grunnskóla um allt land. Aðsend/UMFÍ Senda þurfti sjötíu nemendur í níunda bekk grunnskóla heim úr Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni í gær eftir að nemandi í búðunum greindist með Covid-19. Í tilkynningu frá UMFÍ segir að nemendurnir hafi komið í búðirnar á mánudag og hefðu að öllu óbreyttu farið heim um hádegisbil í dag. Skólastjórnendur og foreldrar nemendanna hafi verið upplýstir um málið. Haft er eftir Sigurði Guðmundssyni, forstöðumanni Ungmennabúða UMFÍ á Laugarvatni, að þeim þyki alveg ótrúlega leiðinlegt að smit hafi komið upp í búðunum. „Það var búið að vera svo gaman hjá nemendunum í vikunni og þeim liðið alveg frábærlega vel á Laugarvatni. Engum er um að kenna að svona fór. Við erum búin undir aðstæður eins og þessar og vitum að þær geta áfram komið upp í samfélaginu,‟ er haft eftir Sigurði. Sigurður Guðmundsson er forstöðumaður Ungmennabúða UMFÍ á Laugarvatni.UMFÍ Leiðinlegt fyrir smitað nemandann Hann segir að samstundis hafi verið gripið til varúðarráðstafana og málið unnið í nánu samráði við almannavarnir og yfirvöld. „Þegar niðurstaða úr COVID-prófum lá fyrir í gærkvöldi var tekin ákvörðun um að senda alla nemendur heim. Unnið er að ítarlegri sótthreinsun húsnæðis ungmennabúðanna. Allt starfsfólk þeirra þarf í kjölfarið að fara í smitgát og PCR-próf.“ Þá segir hann að fyrst og fremst sé þetta afar leiðinlegt fyrir smitaða nemandann. „Ég vona að hann finni ekki mikið fyrir áhrifum smitsins. Við munum að sjálfsögðu halda áfram að gæta að sóttvörnum okkar og hreinlæti eins og við gerum alltaf,“ segir Sigurður. UMFÍ hefur starfrækt ungmennabúðir frá árinu 2005 og eru þær fyrir nemendur í níunda bekk grunnskóla um allt land. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bláskógabyggð Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Í tilkynningu frá UMFÍ segir að nemendurnir hafi komið í búðirnar á mánudag og hefðu að öllu óbreyttu farið heim um hádegisbil í dag. Skólastjórnendur og foreldrar nemendanna hafi verið upplýstir um málið. Haft er eftir Sigurði Guðmundssyni, forstöðumanni Ungmennabúða UMFÍ á Laugarvatni, að þeim þyki alveg ótrúlega leiðinlegt að smit hafi komið upp í búðunum. „Það var búið að vera svo gaman hjá nemendunum í vikunni og þeim liðið alveg frábærlega vel á Laugarvatni. Engum er um að kenna að svona fór. Við erum búin undir aðstæður eins og þessar og vitum að þær geta áfram komið upp í samfélaginu,‟ er haft eftir Sigurði. Sigurður Guðmundsson er forstöðumaður Ungmennabúða UMFÍ á Laugarvatni.UMFÍ Leiðinlegt fyrir smitað nemandann Hann segir að samstundis hafi verið gripið til varúðarráðstafana og málið unnið í nánu samráði við almannavarnir og yfirvöld. „Þegar niðurstaða úr COVID-prófum lá fyrir í gærkvöldi var tekin ákvörðun um að senda alla nemendur heim. Unnið er að ítarlegri sótthreinsun húsnæðis ungmennabúðanna. Allt starfsfólk þeirra þarf í kjölfarið að fara í smitgát og PCR-próf.“ Þá segir hann að fyrst og fremst sé þetta afar leiðinlegt fyrir smitaða nemandann. „Ég vona að hann finni ekki mikið fyrir áhrifum smitsins. Við munum að sjálfsögðu halda áfram að gæta að sóttvörnum okkar og hreinlæti eins og við gerum alltaf,“ segir Sigurður. UMFÍ hefur starfrækt ungmennabúðir frá árinu 2005 og eru þær fyrir nemendur í níunda bekk grunnskóla um allt land.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bláskógabyggð Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira